Meetings
Members

Verkefnafundur þriðjudaginn 24. desember 2013 kl 9:00

Hjalti Tómasson, Tómas Jónsson, Þorsteinn Jónsson, Jóhann B Garðarsson, Sigurður Garðarsson og Guðmundur Oddgeirssynir mættu á þennan verkefnafund.

Verkefni dagsins var að venju afhending jólapakka til barna í Þorlákshöfn.

Átta aðstoðarmenn komu klúbbnum til hjálpar við þetta verkefni þeir Garðar Jóhannsson, Magnús Páll Haraldsson, Andrés Haraldsson, Arnar Gísli Sæmundsson, Heimir Tómasson, Ágúst Valdísarson og Sigurberg Kjartansson. Eru þessum heiðursmönnum færðar bestu þakkir.

Annað varðandi þetta jólasveinaverkefni kemur fram í sérstakri skýrslu.

Verkefninu lauk um kl 13:45. Fundinn ritaði Guðmundur Oddgeirsson

Verkefnafundur mánudaginn 23. desember 2013 kl 19:00

Þrír félagar voru mættir, þeir, Guðmundur Oddgeirsson, Sigurður Garðarsson, Jóhann B Garðarsson. Vilhjálmur Guðmundsson aðstoðaði fyrsta klukkutímann.

Allir pakkar voru skráðir í tölvu og voru nöfn viðtakanda einnig skráð.

Viðskiptavinum okkar, sem komu nokkuð jafnt og þétt á opnunartímanum milli kl 19 – 22, var boðið upp á konfekt.  Fjöldi afhendingastaða fjölgaði um 9% milli ára og pakkafjöldinn um 10%. Þess ber að geta að var minnkun á milli ára um 6% í afhendingarstöðum og 5% í pakkafjölda árinu á undan.

Innkoman var kr. 90.525.000- sem er 10 % hækkun milli ára. Árið á undan var um 4% minnkun milli ára.

Fundi slitið klukkan 22:15. Fundinn ritaði Guðmundur Oddgeirsson

Verkefnafundur mánudaginn 16. desember 2013 kl 20:00

Fjórir félagar voru mættir, þeir, Guðmundur Oddgeirsson, Sigurður Garðarsson, Jóhann B Garðarsson og Steinþór Oddgeirsson.

Útburður auglýsinga skipulagður og götum skipt á milli félaganna sem mætir voru. Útburði verði lokið laugardaginn 21. desember.

Fundi slitið klukkan 20:30. Fundinn ritaði Guðmundur Oddgeirsson

Félagsfundur mánudaginn 9. desember 2013 kl 20:00

Formaðurinn, Sigurður Garðarsson, setti fund og bauð Lionsfélagana velkomna á fundinn.

Gengið var til dagskrár.

Ritari viðhafði nafnakall. Sex félagar voru mættir, þeir, Guðmundur Oddgeirsson, Sigurður Garðarsson, Jóhann B Garðarsson, Steinþór Oddgeirsson, Þorsteinn Jónsson, Tómas Jónsson.

Styrkbeiðni vegna langveiks unglings hér í Þorlákshöfn var samþykkt og gjaldkera falið að koma styrknum inn á reikning viðkomandi.

Jólasveinamál. Farið yfir ástand skeggja, staðan er góð. Guðmundur sendir Jóhanni auglýsingu til útprentunar og fjölföldunar. Farið yfir bílamálin, Sigurður Garðarsson ætlar að fá lánaðan bíl hjá Rafvör eins og undanfarin ár. Annað verður mannað með einkabílum félaga. Sigurður Garðarsson tók að sér að hringja í jólasveinana sem eru utan klúbbsins.

Ákveðið að hittast heima hjá Jóhanni mánudaginn 16. desember og skipta útburði auglýsinga á milli félaga.

Fundi slitið kl 20:50 Fundinn ritaði Guðmundur Oddgeirsson

Félagsfundur mánudaginn 18. nóvember 2013 kl 20:00

Formaðurinn, Sigurður Garðarsson, setti fund og bauð Lionsfélagana velkomna á fundinn.

Gengið var til dagskrár.

Ritari viðhafði nafnakall. Sjö félagar voru mættir, þeir, Guðmundur Oddgeirsson, Sigurður Garðarsson, Jóhann B Garðarsson, Steinþór Oddgeirsson, Þorsteinn Jónsson, Tómas Jónsson og Smári Sveinsson.

Rætt var um félagsstarfið. Dauft hljóð í mönnum, rætt um þann möguleika að jafnvel verði ekki komist hjá því að leggja klúbbinn niður. Ákveðið að sjá um jólasveinarallið eins og undanfarin ár. Í framhaldi af því að spá fyrir um framhaldið.

Félagi Jóhann Garðarsson varð sextugur 13. október og var honum óskað til hamingju með áfangann. Félagi Páll Halldórsson varð einnig sextugur 21. október.

Jólasveinamál. Farið yfir ástand skeggja, staðan er góð. Guðmundur sendir Jóhanni auglýsingu til útprentunar og fjölföldunar. Ákveðið að hittast heima hjá Jóhanni mánudaginn 16. desember og skipta útburði auglýsinga á milli félaga.

Fundi slitið klukkan 21. Fundinn ritaði Tómas Jónsson

Menningarfundur föstudaginn 25. október 2013 kl 20:00

Skemmtifundurinn , leikhúsferð, var haldi í Versölum í Þorlákshöfn. Að þessu sinni var farið að til að sjá leikritið Makalaus sambúð með Leikfélagi Þorlákshafnar. Leikritið sem er farsi var skemmtilegt að sjá og leikararnir stóðu sig frábærlega nú sem fyrr.

Tveir félagar mættu, Sigurður Garðarsson og frú Erla Gunnarsdóttir og Guðmundur Oddgeirsson og frú Jóhanna Þórunn Harðardóttir.

Fundinn ritaði Guðmundur Oddgeirsson.

Félagsfundur þriðjudaginn 8. október 2013 kl 20:00

Formaðurinn, Sigurður Garðarsson, setti fund og bauð Lionsfélagana velkomna á fundinn.

Gengið var til dagskrár.

Ritari viðhafði nafnakall. Sjö félagar voru mættir, þeir, Páll Halldórsson, Guðmundur Oddgeirsson, Sigurður Garðarsson, Jóhann B Garðarsson, Steinþór Oddgeirsson, Þorsteinn Jónsson, Tómas Jónsson og Smári Sveinsson.

Fráfarandi ritari, Guðmundur, las fundargerðir síðustu þriggja funda sem voru svo samþykktar.

Gjaldkeri síðasta starfsárs 2012 -2013, Páll Halldórsson, lagði fram reikningana. Eftir nokkra umræðu voru þeir samþykktir samhljóða.

Sigurður formaður lagði fram nefndaskipan komandi starfsárs.

Tómas sagði frá för sinni og Hjalta á Lionsþingið síðastliðið vor.

Varðandi næsta fund var rætt um að hann yrði skemmti- og menningarfundur. Eftir nokkra umræðu var ákveðið að fara í leikhús, sjá leikritið Makalaus sambúð hjá Leikfélagi Þorlákshafnar.

Þegar hér var komið við sögu var varla fundafært í húsnæðinu vegna þess að rafmagnið var sífellt að slá út og kalt í húsinu eftir því.

Þorsteinn siðameistari, sá fyrri, tók til máls.

Fundi slitið klukkan 21.

Fundinn ritaði Guðmundur Oddgeirsson.

Umhverfisfundur mánudaginn 10. júní 2013 kl 19:00

Sjö félagar voru mættir, þeir Tómas Jónsson, Þorsteinn Jónsson, Guðmundur Oddgeirsson, Páll Halldórsson, Jóhann B Garðarsson, Steinþór Oddgeirsson og Emil H Pétursson.

Verkefni kvöldsins var að tína upp rusl meðfram vegum. Svæðin sem voru hreinsuð náðu frá Þorlákshöfn upp í gegnum Þrengslin, út að Hveragerði og austur að brúnni yfir Ölfusárósinn. Sem fyrr er mesta furða hversu mikið af rusli er fleygt út um bílgluggana.

Veður var ágætt, rigning í grend og verkefninu var lokið laust fyrir klukkan 23.

 

Umhverfisfundur þriðjudaginn 9. apríl 2013 kl 19:00

Sjö félagar voru mættir, þeir Hjalti Tómasson, Tómas Jónsson, Þorsteinn Jónsson, Guðmundur Oddgeirsson, Sigurður Garðarsson, Jóhann B Garðarsson og Smári Sveinsson.

Verkefni kvöldsins í Skýjaborgum var að bera áburð á trjágróðurinn og að hreinsa upp rusl á svæðinu. Tómas Jónsson kom með áburð.

Félagar skiptu liði, annar hópurinn fór yfir norðursvæðið en hinn sunnan við.

Ruslatunnan við áningarbekkinn var yfirfull og úr varð að fara með hana í bæinn og losa beint í ruslagám. Ruslatunnan var vægast sagt ógeðsleg að innan enda var allskonar rusl í henni allt frá súkkulaðibréfi upp í barnableyju með þykku innihaldi. Þar var ekki um annað að gera en að klórþvo tunnuna.

Kanínur hafa gert sig heimakomna á svæðinu og hafa krafsað holur hér og þar um svæðið.

Verkefninu var lokið um klukkan 20:30.

Fundinn ritaði Guðmundur Oddgeirsson

 

Félagsfundur þriðjudaginn 12. mars 2013 kl 20:00

Formaðurinn, Hjalti Tómasson, setti fund og bauð Lionsfélagana velkomna á fundinn.

Gengið var til dagskrár.

Ritari viðhafði nafnakall. Sjö félagar voru mættir, þeir Hjalti Tómasson, Páll Halldórsson, Guðmundur Oddgeirsson, Sigurður Garðarsson, Jóhann B Garðarsson, Steinþór Oddgeirsson og Emil Pétursson.

Ritari las fundargerðir síðustu tveggja funda sem voru svo samþykktar.

Formaðurinn fór yfir dagskrá fundarins sem var að þessu sinni að helgaður því að skera skegg út úr gærum.

Borin var upp til samþykktar styrkbeiðni, sem verkefnanefnd mælti með, varðandi sameiginlega söfnun hjálparsjóðs Lions á Íslandi fyrir Grensásdeild. Samþykkt að veita styrk.

Guðmundur, Páll og Jóhann sögðu frá velheppnaðri för á Villimannakvöld Lkl Geysis sem var haldið í Aratungu þann 22. febrúar 2013.

Stjórnin lagði fram tillögu að stjórn næsta starfsárs sem er að formaður verði Sigurður Garðarsson, ritari Tómas Jónsson og gjaldkeri Steinþór Oddgeirsson. Tillagan var samþykkt.

Nú var komið að aðalverkefni kvöldsins sem var að sníða jólaveinaskegg úr öndvegisgærum norðan úr Skagafirði. Gömlu skeggin eru meira og minna orðin úrsér gengin.

Skapalón var búið til eftir „besta“ gamla skegginu. Eftir ýmsar vangaveltur og prófanir varð ljóst að ekki væri heppilegt að klippa gæruna heldur væri betra að skera leðrið á „nöktu“ hliðinni. Með því að skera og toga í sundur sést ekki í leðrið þegar skeggið er komið á andlit. Að hönnun og gæðaprófunun loknum var sett upp framleiðslulína. Einn tússaði á leðrið eftir skapalóninu, tveir skáru í leðrið, tveir toguðu í sundur, einn gataði fyrir teygjum, einn þræddi og batt teygjurnar í.

  

  

Innan við klukkutíma var verkefninu lokið, nítján skegg lágu nú velsnyrt í kassa.

Formaður gaf nú Emil siðameistara orðið sem sagði fundinn hafa verið skemmtilegan og gaman að fá að vinna í svona verkefni. Siðameistarinn lauk sínum orðum með góðum brandara.

Formaður sleit nú fundi klukkan 21:15.

Fundinn ritaði Guðmundur Oddgeirsson

 

Skemmtifundur föstudaginn 22. febrúar 2013 kl 19:00

Þriðja villimannakvöld Lionsklúbbsins Geysis var haldið í Aratungu og tókst frábærlega

Vel á annað hundrað Lionsfélagar og gestir tróðu í sig ekta hrossakjöt og hrossabjúgu með kartöflum, rófum og uppstúf.

"Drengjakór" íslenska lýðveldisins tók lagið hvernær sem tækifæri gafst og fóru með gamanmál. Félagar úr Lionsklúbbi Grindavíkur sungu nokkur vel valin Lionslög og í lokin sameinuðu þeir alla í fjöldasöng.

Margir Lionsfélagar stigu í pontu inn á milli atriða og sögðu óborganlega brandara.

Dregið var í happdrætti og svo voru eðal koníaksflöskur boðnar upp.

Villimannakvöldinu var svo slitið um miðnætti og fóru allir saddir og glaðir heim á leið.

Þrír félagar mættu á þennan skemmtifund, Guðmundur Oddgeirsson, Páll Halldórsson og Jóhann B Garðarsson. Gestir klúbbsins voru Rúnar Oddgeirsson og Guðmundur Guðbrandsson.

Guðmundur O og Rúnar, þáðu höfðunglegt boð Lionsfélaga í Grindavík um far fram og til baka sem að sjálfsögðu fóru um suðurstrandaveginn því hægt um vik að stökkva um borð. Jóhann var á eigin bíl og kippti Páli og Guðmundi G með sér.

Fundinn ritaði Guðmundur Oddgeirsson

 

Félagsfundur þriðjudaginn 12. febrúar 2013 kl 20:00

Fundurinn var haldinn í Kiwanishúsinu.

Formaðurinn, Hjalti Tómasson, setti fund og bauð Lionsfélagana velkomna á fundinn.

Gengið var til hefðbundinnar dagskrár.

Ritari viðhafði nafnakall. Sex félagar voru mættir, þeir Hjalti Tómasson, Páll Halldórsson, Guðmundur Oddgeirsson, Sigurður Garðarsson, Jóhann B Garðarsson og Emil Pétursson.

Ritari las fundargerð síðasta fundar sem var svo samþykkt.

Formaðurinn sagði fundinn fámennan af ýmsum ástæðum en góðmennan og fór yfir dagskrá fundarins.

Styrktarbeiðnir. Tillaga verkefnanefndar um styrkveitingu til góðs málefnis var samþykkt og gjaldkera falið að ljúka því máli.

Lesin upp styrkbeiðni frá Skólalúðrasveit Þorlákshafnar en til stendur að sveitin fari á lúðrasveitarmót á Spáni næsta sumar. Rifjað var upp að Lionsklúbbur Þorlákshafnar kom myndarlega að endurreisn Lúðrasveitarinnar fyrir allmörgum árum með hljóðfærakaupum. Styrkbeiðninni var vísað til verkefnanefndar.

Jóhann Garðarsson tók til máls undir þessum lið benti á nauðsyn þess að klúbburinn léti vita af sér þegar góð málefni væru styrkt. Fundarmenn voru sammála Jóhanni um klúbburinn minnti á sig.

Formaðurinn sagði málþingi sem Lionshreyfingin stóð fyrir 12. febrúar um ólæsi á Íslandi. Þetta málþing er hluti af Alþjóðaverkefni Lionshreyfingarinnar gegn ólæsi.

Næst á dagskrá var að horfa á þrjú stutt myndbönd, beint af vef Lionsklúbbs Þorlákshafnar, myndbönd sem Alþjóðaskrifstofa Lions gerir ársfjórðungslega. Myndbönd þessi sýna það helsta í hjálparstarfi Lions á hverjum tíma. Einnig var horft á kynningarmyndband um Madden alþjóðaforseta Lions.

Þar sem allar græjur til að sýna myndskeið var tækifærið nýtt og einu gamansömu myndbandi rennt í gegn.

Páll tók nú við að sagði smellna gamansögu.

Formaður gaf nú Emil siðameistara orðið sem fór nú með skemmtisögu eins og honum er einum lagið.

Formaður sleit fundi klukkan 21:30.

Fundinn ritaði Guðmundur Oddgeirsson

 

Félagsfundur þriðjudaginn 29. janúar 2013 kl 20:00

Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Ölfus.

Formaðurinn, Hjalti Tómasson, setti fund og bauð Lionsfélagana velkomna á fundinn sem og gesti fundarins þá Guðmundur Helga Gunnarsson umdæmisstjóra 109A, Lkl. Fjörgyn, og Hilmar Einarsson svæðisstjóri svæði 4-109A, Lkl Laugardals.  

Ritari viðhafði nafnakall. Níu félagar voru mættir, þeir Hjalti Tómasson, Páll Halldórsson, Guðmundur Oddgeirsson, Sigurður Garðarsson, Jóhann B Garðarsson, Emil Pétursson, Steinþór Oddgeirsson, Jón E Hjartarson og Smári Sveinsson.

Ritarinn, Guðmundur O, las upp fundargerð síðasta fundar sem var svo samþykkt.

Formaðurinn gekk nú vasklega til dagskrár, þakkaði góða mætingu í vetur og bauð nú Guðmundi Helga umdæmisstjóra 109A orðið.

Guðmundur Helgi hóf tölu sína með að segja eitt og annað frá sjálfum sér. Hann gekk til liðs við Lkl Fjörgyn árið 2000. „Leggjum lið með viljann að vopni“ eru einkennisorð umdæmisstjórans. Umdæmisstjórinn var vel lesinn um starfssemi klúbbsins okkar og hljóp á allnokkrum atriðum. Einnig benti hann á hversu duglegur klúbburinn væri að styrkja LCIF, alþjóðahjálparsjóð Lions, og að klúbburinn ætti nú inni næstum þrjár Melvin Jones viðurkenningar. Á síðustu þremur árum hefur félögum fjölgað í hreyfingunni en eins og staðan er nú í janúar þá hallar á um fimmtíu manns. Stefnt er að stofnun tveggja klúbba í umdæmi 109A, á höfuðborgarsvæðinu. Guðmundur Helgi benti á að hægt sé ská verkefni klúbbisns inn í verkefnaskýrslu á alþjóðavefnum og sagði aðrar skylduskýrslur vera í skilum.

Umdæmistjórinn sagði frá alþjóðaforseta Lions, Wayne Madden, sem vill leggja lið við baráttuna við ólæsi í heiminum. Stofnaður hefur verið alþjóðasjóður til að hægt verði að takast á við mislingasjúkdóminn hjá þeim sem minn meiga sín. Litla upphæð þarf til að bólusetja marga.

Búðir unglingaskiptaverkefnisins 2013 verða á svæði 1 og 2 í umdæmi 109A og heimagistingin á svæðum 1 og 2 í umdæmi 109B.

Að lokum minnti Guðmundur Helgi á friðarveggspjaldasamkeppni skólabarna og á Medical Alert verkefnið.

Umdæmissjóri og formaðurinn skiptust nú á fánum.

Hjalti bauð nú svæðisstjóra 109A á svæði 4, Hilmar Einarsson, í pontu. Að vanda flutti Hilmar hina skemmtilegustu ræðu og kom víða við. Sagði meðal annars frá því að á þeim fjórum áratugum sem hann hefur verið í Lions hefur hann verið margoft formaður og nú í þriðja sinn sem svæðisstjóri. Sagði klúbbinn sinn, Lkl Laugarvatns, vera það mannmargan að gott væri að einhver forföll væru á fundum því þá fái allir sæti.

Ritarinn fékk nú orðið og sýndi gestunum heimasíðu Lkl Þorlákshafnar sem er unnin í formi sem er í boði frá alþjóðaskrifstofu Lions.

Hjalti sagði frá styrktarbeiðni sem hefur borist og var henni vísað til verkefnanefndar. Fulltrúar Landspítalans bjóða kynningu á fyrirhugaðri nýbyggingu. Félagi Emil benti á hvort hér væri ekki tækifæra til að hafa opinn fund. Málinu vísað til stjórnar.

Nú var dagskráin tæmd og formaður benti Emil á að hann væri siðameistari seinnihluta starfsársins. Emil sagði stutt og laggott að hann ætlaði sér ekki að sekta í kvöld þar sem hann væri sjálfur ekki með Lionsmerkið. Tveir félagar greiddu uppsafnaðar sektir í Blámann og annar eitthvað fyrirfram upp í þá næstu.

Formaður þakkaði fyrir góðan fund og góða mætingu, fundi slitið klukkan 21:00.

Fundinn ritaði Guðmundur Oddgeirsson

 

Félagsfundur þriðjudaginn 15. janúar 2013 kl 20:00

Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Ölfus.

Formaðurinn, Hjalti Tómasson, setti fund og bauð Lionsfélagana velkomna á fundinn sem og gesti fundarins þá Ástvald Guðmundsson fyrirlesara kvöldsins, Rúnar Oddgeirsson og Gunnar Jörundsson. Ástvaldur er félagi í Lionsklúbbi Reykjavíkur.

Ritari viðhafði nafnakall. Níu félagar voru mættir, þeir Hjalti Tómasson, Páll Halldórsson, Guðmundur Oddgeirsson, Þorsteinn Jónsson, Tómas Jónsson, Sigurður Garðarsson, Jóhann B Garðarsson, Emil Pétursson og Steinþór Oddgeirsson.

Fundargerðir síðustu funda voru lesnar upp og samþykktar. Ritari notaði tækifærið og minnti á heimasíðu klúbbsins og benti á tilboð frá Atlantsolíu fyrir Lionsmenn sem kynnt er á heimasíðunni.

Formaðurinn kallaði Emil H Pétursson að háborðinu og afhenti honum heiðursskjöld í tilefni af sjötugsafmælis hans þann 18. júlí 2012. Emil hafði verið erlendis í allt haust því ekki unnt að afhenda skjöldinn fyrr en á þessum fundi. Emil þakkaði sýndan heiður.

 

Nú var komið að fyrirlesara kvöldsins, Ástvaldi Guðmundssyni, jeppa og jöklafara með meiru. Ástvaldur hefur víðtæka reynslu af jöklaferðum sem Flugbjörgunarsveitarmaður, félagi í Jöklarannsóknafélagi Íslands og að ferðast með ferðamenn um fjöll og fyrnindi. Fyrir utan að fara um jökla Íslands hefur Valdi ekið yfir Grænlandsjökul og fyrir tveimur árum yfir Suðurkautslandið með viðkomu á suðurpólnum. Erindið var í máli og myndum um ferð hans með sunnlendingnum Gunnari Egilssyni og erlendum aðilum sem stóðu fyrir ferðinni.


Erindið var mjög áhugavert og margs var spurt. Fundarmönnum kom á óvart umfang og kostnaður pólferðar. Til dæmis bara það að ein 200 lítra olíutunna komin á pólinn kosti um 600 þúsund krónur. Athyglisvert var að sjá myndir af stórhýsunum á suðurpólnum sem hýsa ýmsar rannsóknarstofur, ýmist reknar af háskólum eða Bandaríkjaher. Aðstæður til ferðalaga á suðurskautinu eru afar erfiðar og allt bilar sem bila getur. Enginn fær leyfi til að fara með farartæki á suðurskautið nema að ferðin hafi vísindalegan tilgang. Fundarmenn klöppuðu Ástvaldi lof í lófa þegar hann lauk máli sínu.

Hjalti formaður færði Ástvaldi fána klúbbsins sem þakklætisvott fyrir erindið.

Formaður lagði fram dagskrá til vorsins, engar athugasemdir voru gerðar við hana.

Siðameistarinn, Þorsteinn, fékk nú orðið og sagðist nú kanna hvort félagar væru með Lionsmerkið í barmi. Allur gangur var nú á því og beitti siðameistarinn því sektarákvæði og lagði 200 krónu sekt á þá sem ekki báru merkið.

Formaður þakkaði fyrir góðan fund og sleit honum klukkan 21:40.

Fundinn ritaði Guðmundur Oddgeirsson
 

 

Verkefnafundur mánudaginn 24. desember 2012 kl 9:30

Mæting að Vesturbakka 4.

Hjalti Tómasson, Tómas Jónsson, Jóhann Garðarsson, Smári Sveinsson, Páll Halldórsson, Sigurður Garðarsson og Guðmundur Oddgeirsson mættu á þennan verkefnafund.

Verkefni dagsins var að venju afhending jólapakka til barna í Þorlákshöfn.

Átta aðstoðarmenn komu klúbbnum til hjálpar við þetta verkefni þeir Þröstur, Garðar, Vignir, Hjalti, Magnús, Andrés, Arnar og Heimir. Eru þessum heiðursmönnum færðar bestu þakkir.

Veður var mjög gott fyrir jólasveinana, auð jörð, hiti rétt undir frostmarki og hægur vindur.

Þegar skipað hafði verið í bíla var lagt af stað um klukkan 10. Bænum var skipt í fjögur hverfi. Hverfi 1: Hraunin og Byggðirnar. Hverfi 2: Bergin. Hverfi 3: Búðirnar. Hverfi 4: Brautirnar. Byrjað var samtímis í hverfum 1, 2 og 3. Flestir pakkarnir voru í hverfi 1 og fóru fjórir jólasveinar í það. Í lokin sameinuðust hóparnir í að klára hverfi 4.  Um klukkan 12:30 var búið að koma pökkunum í hendur allra barnanna og komið til baka að Vesturbakkanum. Svitaröku búningarnir voru hengdir upp og milli jóla og nýárs voru þeir brotnir saman og raðað í plastkassana.

Þó nokkur afföll hafa orðið á búningunum þ.e. hafa rifnað, skeggin gengið úr sér. Nokkra búninga og skegg verður að endurnýja fyrir næstu jól. Sennilega þar að endurnýja öll gæruskeggin. Best væri að vinna að þessari endurnýjun strax meðan allt er í fersku minni og nægur tími til að finna það sem til þarf.

Annað varðandi þetta jólaveinaverkefni kemur fram í sérstakri skýrslu, sjá inn á félagasvæðinu.

Verkefninu lauk um kl 13.

Fundinn ritaði Guðmundur Oddgeirsson

 

Verkefnafundur sunnudaginn 23. desember 2012 kl 19:00

Fundurinn var haldinn að Vesturbakka 4.

Jóhann Garðarsson, Smári Sveinsson og Guðmundur Oddgeirsson mættu á þennan verkefnafund.

Viðskiptavinum okkar, sem komu nokkuð jafnt og þétt á opnunartímanum milli kl 19 – 22, var boðið upp á konfekt. 

Fjöldi afhendingastaða, nú 70, fækkaði um 8% milli ára og pakkafjöldinn, nú 154,  fækkaði um 5%. Gjaldið var kr. 1.000- á heimili og eða fjölskyldu. Gjaldið hefur verið óbreytt í fjölda ára.

Innkoman var kr. 83.035-  sem 0.5 % hækkun milli ára. Hækkunin ræðst af því að nokkrir foreldrar greiddu meira en farið var fram á. Innkoman rennur óskert í líknarsjóð.

Annað varðandi þetta jólaveinaverkefni kemur fram í sérstakri skýrslu, sjá inn á félagasvæðinu.

Fundinn ritaði Guðmundur Oddgeirsson

 

Verkefnafundur mánudaginn 17. desember 2012 kl 20:00

Fundurinn var haldinn að Vesturbakka 4.

Jóhann Garðarsson, Tómas Jónsson, Hjalti Tómasson, Sigurður Garðarsson, Páll Halldórsson, Smári Sveinsson, Steinþór og Guðmundur Oddgeirsson mættu á þennan verkefnafund.

Jólasveinaverkefnið undirbúið. Farið yfir hverjir verða aðstoðarmenn og yfir bílamálin.  Smári Sveinsson sagðist leggja til rútu og Sigurður Garðarsson ætlar að kanna með að fá lánaða tvo sendibíla.

Sigurður Garðarsson tók að sér að hringja í jólasveinana sem eru utan klúbbsins.

Auglýsingarnar, ljósritaðar í 550 eintökum, voru í boði Jóhanns Garðarssonar.

Auglýsingum var skipt niður á hverfin og verða þær bornar í hús 17. til 20. desember. Hjalti, Tómas, Sigurður, Páll, Steinþór og Guðmundur tóku aðsér út burðinn.

Fundinn ritaði Guðmundur Oddgeirsson

 

Rabbfundur þriðjudaginn 11. desember 2012 kl 20:00

Fundurinn var haldinn á Kaffi krús á Selfossi.

Formaður setti fund og bauð Lionsfélagana velkomna.

Mættir voru: Hjalti Tómasson, Tómas Jónsson, Þorsteinn Jónsson, Sigurður Garðarsson, Jóhann Garðarsson, Guðmundur Oddgeirsson, Smári Sveinsson og Páll Halldórsson.

Fundarefni kvöldins var undirbúningur fyrir jólasveinaþjónustuna. Farið yfir skýrslu síðasta árs.

Ákveðið að Guðmundur sendi Jóhanni uppfærða auglýsingu sem hann sér um að fjölfalda í 550 eintökum. Nokkur eintök af auglýsingunni verði prentuð út í lit til að hengja upp í matvörubúðinni, skálanum og við apótekið.

Næsti fundur var ákveðinn mánudaginn 17/12 að Vesturbakka 4 og að þá verði auglýsingum og götum verður skipt á milli manna. Stefnt að því að ljúka útburði auglýsinga fyrir 20/12.

Nokkur umræða var um jólaatburðadagatal Sveitarfélagsins Ölfus en fyrir mistök fórst fyrir hjá menningarfulltrúa sveitarfélagsins að setja jólasveinaþjónustu Lionsklúbbsins inn í það eins og um hafði verið rætt. Klúbburinn harmar þau mistök og vonar að þetta verði í lagi að ári.

Eftir að skylduverki lauk var notalegt spjall þar til formaður sleit fundi klukkan 21:00

Fundinn ritaði Guðmundur Oddgeirsson

 

 

Félagsfundur þriðjudaginn 27. nóvember 2012 kl 20:00

Formaður setti fund og bauð Lionsfélagana velkomna.

Fundurinn var haldinn í Kiwanishúsinu.

Ritari viðhafði nafnakall. Tíu félagar voru mættir þeir Eiríkur Runólfsson, Þorsteinn Jónsson, Jón E Hjartarson, Tómas Jónsson, Sigurður Garðarsson, Jóhann B Garðarsson, Páll Halldórsson, Guðmundur Oddgeirsson, Hjalti Tómasson og Steinþór Oddgeirsson.

Fundargerð síðusta fundar var lesin upp og samþykkt.

Hjalti formaður sagði frá því að hann og Tómas hefðu farið á svæðishátíð svæðis 4 sem var haldin öðru sinni að Sólheimum í Grímsnesi 2. nóvember 2012. Hjalti las upp fyrir fundinn erindið sem hann hélt á hátíðinni.

Hjalti sagði frá formannafundi sem hann fór á í nóvember.

Þar sem fyrirlesari kvöldsins var forfallaður sýndi Guðmundur stuttmynd frá Vatnajökulsferð Flugbjörgunarsveitarinnar vorið 1990.

Siðameistari kvartaði sáran yfir því að „Blámann“ væri ekki á staðnum og því ómögulegt að sekta fundarmenn. Siðameistari, sá fyrri, krefst þess að úr þessu verði bætt.

Formaður sleit fundi klukkan 21:30.

Fundinn ritaði Guðmundur Oddgeirsson

 

Menningarfundur laugardaginn 17. nóvember 2012 kl 19:00

Fundurinn var haldinn í Þjóðleikhúsinu.

Fimm félagar og þrjár frúr mættu, þau Þorsteinn Jónsson, Tómas Jónsson, Sigurður Garðarsson og Erla Gunnarsdóttir,  Páll Halldórsson og Ingibjörg Eiríksdóttir, Guðmundur Oddgeirsson og Jóhanna Þórunn Harðardóttir.

Skemmtinefndin bauð nú upp á leiksýninguna Tveggja þjónn sem stórskemmtilegur farsi. Leikritið tengir áhorfendur inn í sýninguna að hluta sem var verulega fyndið.

Á heimasíðu Þjóðleikshússins stendur eftirfarandi um leikritið:

Tveggja þjónn (One Man Two Guvnors) er nýr breskur gamanleikur sem er byggður á víðfrægum klassískum gamanleik Goldonis. Verkið fékk frábærar viðtökur þegar það var frumsýnt í Breska þjóðleikhúsinu árið 2011 og var í kjölfarið sett upp á West End og Broadway. Sýningin hefur hlotið fjölda verðlauna og leikritið fékk meðal annars Evening Standard og London Critics Circle leiklistarverðlaunin sem besta leikrit ársins 2011.

Francis er sísvangur og eldfljótur að misskilja, en með óbilandi sjálfsbjargarviðleitni. Skyndilega er hann orðinn þjónn tveggja ólíkra herra með vægast sagt vafasaman bakgrunn. Hvorugur þessara herramanna veit af þjónustu Francis við hinn og von bráðar er mathákurinn fljótfæri en þrautseigi lentur í hringiðu ólgandi ástríðna, margslunginna blekkinga og endalauss misskilnings. Nú þarf Francis heldur betur að taka á öllu sínu ef ekki á að komast upp að hann þjónar tveimur herrum! En um leið reynir hann að sjálfsögðu að gleypa í sig hvern þann matarbita sem hann getur krækt í.

KK og KK-bandið spilaði í sýningunni á milli atriða.

Ákveðinn farsi kom upp þegar kom í ljós að Guðmundur og frú voru sett á 14. bekk en ekki á 16. bekk eins og hinir félagarnir. Guðmundur varð frekar súr yfir þessu og ekki bætti úr þegar hann ætlar í sæti sitt og sér að þar er sest ungt par. Þegar miðar voru bornir saman kom í ljós á tvíbókað hafði verið í þessi sæti. Með ótta um að verða hent út úr leikhúsinu var farið í miðasöluna og í ljós kom, sem betur fer, að um misprentun var að ræða. Guðmundur og frú fengu gleði sína og sæti hjá félögunum

Þegar leiksýningunni lauk hélt Lionshópurinn svo heim á leið með bros á vör.

Fundinn ritaði Guðmundur Oddgeirsson.

Félagsfundur þriðjudaginn 30. október 2012 kl 20:00

Fundurinn var haldinn í Kiwanishúsinu.

Formaður setti fund og bauð Lionsfélagana velkomna á fundinn.

Ritari viðhafði nafnakall. Ellefu félagar voru mættir þeir Eiríkur Runólfsson, Þorsteinn Jónsson, Jón E Hjartarson, Tómas Jónsson, Smári Sveinsson, Sigurður Garðarsson, Jóhann B Garðarsson, Páll Halldórsson, Guðmundur Oddgeirsson, Hjalti Tómasson og Steinþór Oddgeirsson.

Fundargerð síðusta fundar var lesin upp og samþykkt.

Formaður, Hjalti Tómasson, sagði frá því að umdæmisstjóri 109A, Guðmundur Helgi Gunnarsson hafi ekki getað mætt á þennan fund eins og til stóð.

Formaður, óskaði eftir því að fá að lesa upp nokkur erindi sem hafa borist klúbbnum.

a. Styrkbeiðni vegna sérstakrar skólavistar erlendis, vísað til verkefnanefndar.

b. Bréf frá umhverfisfulltrúa umdæmis 109A, Sigurði Guðmundssyni.

c. Fyrirhuguð svæðishátíð svæðis 4 um næstu helgi kynnt. Fundarmönnum þótti fyrirvarinn ansi stuttur og margir þegar búnir að ráðstafa tíma sínum.

d.  Bréf Medical Alert, auka þarf markaðsstarf og í boði er 15 mínútna myndkynning.

e.  Nóvember er sjónverndarmánuður hjá Lionshreyfingunni og félagar minntir á það góða starf.

Settur gjaldkeri síðasta starfsárs, Guðmundur Oddgeirsson, sagði að reikningar starfsársins 2011-2012 yrðu lagðir fram á næsta félagsfundi.

Guðmundur sagði frá því að horfið hefði verið frá því um sinn að senda kvörtunarbréf til bæjarstjórnar vegna hárra fundargjalda í ráðhúsinu vegna þess að málið yrði á dagskrá bæjarstjórnarfundar seinna í vikunni. Niðurstaðan kynnt á næsta félagsfundi.

Kiwanisfélögum er þakkað fyrir að bjóða okkur að hald fundi í húsnæði þeirra á ásættanlegu verði.

Þar sem gestur fundarins hafði boðað forföll var gafst góður tími til að ræða önnur mál.

Umræður um hvort Lionsklúbbur Þorlákshafnar ætti að vera kynjablandaður klúbbur héldu áfram. Eins og á síðasta fundi urðu ágætar umræður en engin niðurstaða enda málið á umræðustigi.

Hjalti formaður sagði magnaða sjóferðasögu en hann var á millilandaskipi á sögutímanum. Hjalti slasaðist alvarlega á höfði í Rússlandsferð og var skilinn eftir á hersjúkrahúsi þar í landi. Ótrúlegt að var að heyra af aðbúnaði en Hjalti sagði að það hefði sennilega bjargað sér að hafa lent inn á hersjúkrahús þar sem læknar eru vanir að fást við mikla áverka.

Nú voru menn komnir í sögugírinn og Tómas sagði frá því þegar hann tollafgreiddi rússneskt skipi. Tómas sagði aðbúnað áhafnarinnar hefði verið skelfilegan. 

Þar sem farið var að ræða um sjóferðir sagði Guðmundur gamansögu af áhöfn sem komst loks í land eftir langa útiveru og þar sem drykkja kom við sögu bætti Þorsteinn um betur með góðri drykkjusögu.

Siðameistari, sá fyrri, tók til máls og skoraði á félagana að mæta með Lionsmerki í barmi og áskyldi sér allan rétt að beita sektum á næsta fundi. Siðameistari saknar "Ljónsins" og verður ritari að koma með það á næsta fundi eigi hann að eiga möguleika á því að sleppa við sekt.

Formaður sleit fundi um klukkan 21:30.

Félagsfundur þriðjudaginn 16. október 2012 kl 20:00

Fundurinn var haldinn í veitingasal Ráðhúss Ölfus.

Formaður setti fund og bauð Lionsfélagana velkomna til starfa.

Ritari viðhafði nafnakall. Tíu félagar voru mættir þeir Hjalti Tómasson, Páll Halldórsson, Guðmundur Oddgeirsson, Þorsteinn Jónsson, Tómas Jónsson, Jón E Hjartarson, Smári Sveinsson, Sigurður Garðarsson, Jóhann B Garðarsson og Steinþór Oddgeirsson.

Fundargerðir síðustu funda voru lesnar upp og voru þær nokkrar því mikið starf hafði farið fram utan formfastra funda í húsi.

Jóhann B Garðarsson fékk nú orðið og þakkaði hann fyrir síðasta starfsár og þótti miður að ekki varð tækifæri til þess að halda stjórnarskiptahátíð eins og til stóð. Margt varð til þess að ekki varð af því og þar stærst miklar annir hjá félögum um vorið. Fráfarandi formanni var klappað lof í lófa fyrir gott starf.

Settur gjaldkeri síðasta starfsárs, Guðmundur Oddgeirsson, stóð næstur upp og byrjaði á því að biðjast afsökunar á því að leggja ekki fram reikningana fyrir síðasta starfsár. Að vísu sagði hann frá stöðu reikninga.

Formaður lagði fram nefndaskipan starfsársins og dagskrá til áramóta. Það ber nýtt til með siðameistara en það er að vera með þann fyrri og þann seinni. Sá fyrri verður Þorsteinn Jónsson þar til hann fer til Kanaríeyja. Sá seinni verður Emil H Pétursson sem tekur við þegar hann kemur frá Kanaríeyjum.

Undir liðnum önnur mál varpaði formaður fram þeirri spurning hvort ætti að opna klúbbinn fyrir kvenfólki. Nokkrar umræður spunnust en engin niðurstaða enda ekki ætlast til þess.

Ritari sagði frá því að Sveitarfélagið Ölfus hafi tekið yfir rekstur á salarkynnum Versala og gjald fyrir hvert fundarkvöld yrði krónur 14 þúsund. Eftir nokkra umræðu var niðurstaðan sú að klúbburinn hefði ekki efni á þessu og að formanni var falið að kanna möguleika á að funda í húsakynnum Kiwanis. Formanni og ritara var falið að rita bæjarstjórn bréf þar sem háu salargjaldi yrði mótmælt. Einnig var rætt um að taka allt dót sem Lionsklúbbur Þorlákshafnar á og geymt er í ráðhúsinu yrði geymt annarsstaðar til að auðvelda aðgengi.

Fyrirspurn kom frá Tómasi um styrktarmál sem var vísað til nefndar.

Þorsteinn sagði að afrakstur sölu á Hafnardögum hafi verið frekar rýr vegna staðsetningar sölubása sem nú voru í skólanum fjarri allri umferð. Systkinin, Þorsteinn og  Edda, á Þóroddsstöðum voru með sölubás á blómadögum í Hveragerði og gáfu ágóðann í líknarsjóð klúbbsins.

Siðameistari, sá fyrri, tók til máls og sagðist ekki sekta á fyrsta fundi hvað sem síðar yrði.

Formaður sleit fundi um klukkan 21:30.

Samfélagsverkefni 5. júní 2012 kl 18:00

Jóhann B Garðarsson formaður afhenti að venju tvær bókargjafir fyrir góðan námsárangur tíundubekkinga í Grunnskóla Þorlákshafnar.

Verkefnafundur 22. maí 2012 kl 19:00

Lokakvöld ruslahreinsunarinnar og lokakaflinn var frá Þorlákshafnarvegi og að Hveragerði. Þrátt fyrir að þetta kvöld færi fram undankeppni Eurovision söngkeppninnar var engin "elsku mamma" hjá formanninum, upp skyldi ruslið.  Að venju var mesta ruslið næst Hveragerði. Um 120 kg af rusli voru á þessum vegakafla.

Mættir félagar voru Jóhann Garðarsson, Páll Halldórsson, Jón Hjartarson, Emil Pétursson, Steinþór Oddgeirsson og Guðmundur Oddgeirsson.

Verkefnafundur 16. maí 2012 kl 19:00

Áframhaldandi ruslahreinsun og nú var farið yfir Þrengslin. Rúmlega 100 kg voru hirt upp.

Mættir félagar voru Jóhann Garðarsson, Hjalti Tómasson og Tómas Jónsson.

Verkefnafundur 15. maí 2012 kl 19:00

Hreinsun rusl meðfram vegum. Að þessu sinni var tínt upp rusl á Þorlákshafnarvegi milli gatnamóta Hveragerðisvegar og Eyrarbakkavegar.
Að tínslu lokinni bauð formaðurinn upp á kaffi og meðlæti á áningarpallinum við Skýjaborgir. Eftir kaffið var ruslatunnan við pallinn tæmd í plastpoka og tekið með vegadraslinu. Ljóst er af ummerkjum að kanínur gera sig heimakomnar á svæðinu, holur hér og þar sem og kanínuskítur. Tvær dauðar kanínur voru í ruslatunnunni og að öllum líkindum eru tvær dauðar undir pallinum.

Laust fyrir klukkan 21 var búið að koma ruslinu í ruslagám. Lætur nærri að um 80 kg af rusli hafi verið tínt upp þetta kvöld.


Mættir félagar voru Jóhann B Garðarsson, Páll Halldórsson, Tómas Jónsson, Steinþór Oddgeirsson  og Guðmundur Oddgeirsson.

 

Fræðslufundur 12. maí 2012 kl 14:00

Tilefni þessa fundar var að fræðast um útplöntun trjáa og um hvað megi gera betur á svæði okkar Lionsmanna í Skýjaborgum. Til að leiðbeina okkur vorum við svo heppnir að fá til okkar valinkunna menn þá Hafstein Hafliðason garðyrkjufræðing og Aðalstein Sigurgeirsson forstöðumann Rannsóknarstöðvar Ríkisins að Mógilsá.

Hafsteinn er landsþekktur garðyrkjufræðingur enda var hann lengi vel með sjónvarpsþætti um garðrækt. Aðalsteinn sem er fjölmenntaður í skógarfræðum lætur ekki þar við sitja enda er hann búinn að planta í yfir annan tug hektara við fjölskyldubústað sinn vestur af Litla Landi. Aðalsteinn veit því við hvað er að fást við uppgræðslu á okkar svæði.

Við hittumst við Skýjaborgir og gengið var inn á svæðið frá bílastæðinu, upp á klappirnar fyrir ofan áningarpallinn. Á þessu svæði var okkur bent á að setja niður stafafuru þar sem sendugar lægðir eru. Ofan við grenitrén má bæta við fleiri greniplöntum allt upp að klapparbrún. Fórum inn á grasflötina sem þarfnast áburðar. Röltum nú suður að nýjasta útplöntunarsvæðinu frá því fyrir tveimur árum. Flestar plönturnar eru á lífi en þarfnast áburðar næstu tvö árin. Nú var haldið upp að vímuvarnareitnum, birkilundinum, þar sem plönturnar eru að ná tveggja metra hæð. Í hallanum ofan við lundinn töldu félagarnir, Aðalsteinn og Hafsteinn, upplagt að setja niður sitkagreni þar sem þar er kominn jarðvegur sem lúpínan blessaða hefur myndað. Að lokum var farið inn að áningarpallinum þar sem Jóhann formaður afhenti Hafsteini og Aðalsteini fána Lionsklúbbs Þorlákshafnar sem okkar þakkir. í stuttu máli má segja að niðurstaða þessarar yfirferðar er að verkefni okkar á næstu tveimur árum sé að hlúa að því sem komið er með áburðargjöf og þá helst nýjustu plöntunum. Einnig má planta inn á milli svæðanna stafafuru, sitkagreni og greni eftir því sem við á. Aðalsteinn benti einnig á að nota víði til að mynda skjól fyrir aðrar plöntur og svo bara hvað sem er.

Aðalsteinn bauð okkur nú að skoða svæðið í kringum sumarbústað fjölskyldu sinnar sem er í landi Litla lands eins áður sagði. Það var mikil upplifun að sjá hversu mikil skógrækt fer þar fram, húsin eru umlukt skógi. Farið var upp á hjalla ofan við húsin þar sem Aðalsteinn sýndi okkur hvar stafafuran er farin að sá sér. Einnig var okkur sýndur tilraunreitur þar sem hinu ýmsu klón eru þar í ræktun. Fram kom í máli Aðalsteins að grisjun er orðin það umfangsmikil að það sem til fellur af brenni er langt umfram sem þau geta nýtt til að hita upp húsið og heitapottinn. Næst var að fara niður fyrir þjóðveg þar sem Aðalsteinn hefur plantað í yfir tvo hektara á undanförnum árum. Svæðið er líkt Skýjaborgarsvæðinu og þar sást greinilega munur á vexti planta hvort þær njóti nálægðar við lúpínu eða ekki. Þær plöntur sem vaxa við lúpínu eru komnar yfir meter meðan hinar ná kanski 20 sentimetrum. Á göngunni með þeim Aðalsteini og Hafsteini áttum við Lionsfélagar fullt í fangi með að meðtaka öll þau góðu ráð sem flæddu upp úr þeim félögum. Okkur Lionsmönnum er velkomið að ná okkur í stilka af svæðinu til að nota í Skýjaborgum.

Við enduðum svo þennan fróðlega dag á því að fá okkur molakaffi í Skálanum í Þorlákshöfn. Frábær dagur.

Lionsfélagar á þessum fræðslufundi voru Jóhann Garðarsson, Tómas Jónsson, Steinþór Oddgeirson, Þorsteinn Jónsson, Jón Hjartarson og Guðmundur Oddgeirsson.

 

Verkefnafundur 8. maí 2012 kl.19:00


Hreinsun rusl meðfram vegum. Að þessu sinni var tínt upp rusl frá hringtorginu við Þorlákshöfn og upp að Skýjaborgum, að gatnamótum við Eyrarbakkaveg. Síðan frá Þorlákshafnarvegi austur að Óseyrarbrú.
Að venju var uppstaðan í ruslinu sigarettupakkar, fernur, einnota kaffimál og ýmiskonar bílahlutir eftir útafakstra vetrarins. Laust fyrir klukkan 22 var búið að koma ruslinu í ruslagám.  Lætur nærri að um 200 kg af rusli hafi verið tínt upp þetta kvöld.
Mættir félagar voru Jóhann B Garðarsson, Þorsteinn Jónsson, Jón Hjartarson, Tómas Jónsson, Hjalti Tómasson, Emil Pétursson og Guðmundur Oddgeirsson. 

 

Félagsfundur 24. apríl 2012 kl 19:30

Fundurinn var haldinn í Ráðhúskaffinu.

Formaðurinn, Jóhann B Garðarsson, setti fund og bauð félaga velkomna. Formaður sagði frá dagskrárbreytingu þ.e. að fræðslufundurinn sem átti að vera í kvöld frestast til laugardagsins 12. maí. Í stað þess að fundurinn verði í húsi verður farið á vettvang þ.e. Skýjaborgir þar sem Hafsteinn Hafliðason garðyrkjufræðingur og félagi hans ætla að leiðbeina okkur félögunum um gróðursetningu. 

Staðgengill ritara, Guðmundur, fór með nafnakall, mættir voru Jón Hjartarson, Emil H Pétursson, Þorsteinn Jónsson, Tómas Jónsson, Jóhann B Garðarsson, Páll Halldórsson og Guðmundur Oddgeirsson.

Guðmundur las fundargerðir síðustu funda sem fundurinn svo samþykkti.

Nú var gert matarhlé og í fundarhlénu var rætt um daginn og veginn.

Eftir hlé sagði formaðurinn frá væntanlegum svæðisfundi sem halda á í Vestmannaeyjum þann 28. apríl. Bræðurnir Tómas og Þorsteinn ráðgera að fara á fundinn. Tómas ætlar að tala fyrir hönd klúbbsins á fundinum.

Næst á dagskrá var að ræða komandi vegahreinsun. Ákveðið að fyrsti hreinsunardagur verði þriðjudagurinn 8. maí og mæting við Skýjaborgir klukkan 19. Vegna umhverfisdags Ölfus var Guðmundi falið að tilkynna bæjarstjóra um fyrsta hreinsunardag.

Umræður um Skýjaborgir vegna fyrirhugaðs fræðsludags og myndir af svæðinu skoðaðar.

Umræður um styrkumsóknir og þann farveg sem þær fara í samkvæmt reglum Lions.

Fundi slitið klukkan 20:40.

 

Heimsóknarfundur 24. mars 2012 kl 14:00


Laugardaginn 24. mars klukkan 14 var lagt í hann til Grindavíkur en skemmtinefndin, undir forystu Emils Péturssonar, hafði skipulagt daginn. Smári Sveinsson, félagi og bílstjóri, sá um að skutlast með okkur í einni af rútum sínum. Alls vorum við 13 félagar og gestir.


Á leiðinni út að Selvogi sagði Þorsteinn Jónsson hrakningarsögu af síðustu ferð sinni til Grindarvíkur fyrir stuttu þar sem hvorki var vott né þurrt að fá. Annað var nú upp á teningnum eins og síðar kom í ljós


Þegar komið var vestur að nýja afleggjaranum að Vogsósum voru mættir þar þrír félagar úr Lionsklúbbi Grindavíkur. Tveir af þeim, Mattías Oddgeirsson formaður klúbbsins og Ólafur Sigurðsson varaformaður, komu yfir í rútuna til okkar en sá þriðji sem hafði skutlað þeim austur eftir hélt aftur heim. Grindvíkingarnir komu færandi hendi og buðu upp á öl fyrir alla. Eftir að félagarnir höfðu verið boðnir velkomnir var haldið af stað vestur til Grindavíkur. Ólafur fékk hljóðnemann og var með afbragðs leiðarlýsingu allt til Grindavíkur. Vorum við öll fróðari og sérstaklega var athyglisvert að fara veginn um Hópsnes til Grindavíkur og sjá þar minjar um útgerðir fyrri alda. Einnig mátti sjá þar ummerki eftir skipskaða en margur báturinn hefur farist á þessu svæði og mannskaði mikill.

Nú var áð hjá útgerðarfélaginu Stakkavík og okkur boðið í kaffi og með því og þar voru komnir fleiri Lionsfélagar. Stakkavík gerir út nokkra línubáta og eru með fiskvinnslu sem ekki bara sér um að gera aflann tilbúinn til útflutnings. Forráðamenn Stakkavíks hafa útbúið aðstöðu, í mjög svo snyrtilegu húsnæði sínu, fyrir móttöku ferðamanna og aðra sem vilja kynnast fyrirtækinu. Margrét Þ Benediktsdóttir sölustjóri sagði frá tilurð Stakkavíkur og setti í gang myndband um fyrirtækið og einn línuróður. Róðrarmyndbandið var mjög fróðlegt og m.a. var sýnt hvað gerist neðansjávar, hvernig þorskurinn stelur beitunni af önglunum. Talið er að þorskurinn taki 40% af beitunni.

Á myndinni má m.a. sjá Mattías, Margréti og Ólaf.

Formenn Lionklúbbanna skiptust á fánum og Emil færði Mattíasi formanni kertastjaka úr Þorlákshafnargrjóti.


Eftir Stakkavíkur heimsóknina var ekið um hafnarsvæðið, þaðan upp á brimvarnargarðinn og horft á brimskaflana skóflast inn í innsiglinguna. Síðan var farið vítt og breytt um bæinn þar sem Ólafur sýndi hvar synir og dætur Grindavíkur búa og hafa búið. Rennt var í gegnum Saltfisksetrið og slóð saltfisksins fylgt frá veiðum til Spánar.


Svengd var nú farin að hrjá ferðamenn og því farið beinustu leið í Salthúsið gómsætir fiskréttir snæddir með viðeigandi drykkjum að smekk hvers og eins.

 

 

 

Að máltíð lokinni var haldið heim á leið, að sjálfsögðu til baka eftir Suðurstrandaveginum.

Til að farþegum leiddist ekki fluttu Guðmundur Oddgeirsson og Tómas Jónsson nokkra brandarabálka. Klukkan að ganga níu var komið til Þorlákshafnar, allir mettir og sérlega kátir með höfðinglegar móttökur félaga okkar í Lionsklúbbi Grindavíkur og vonumst við til þess að geta endurgoldið gestrisni þeirra við tækifæri.


Félagar Lkl Þorlákshafnar í þessari ferð voru: Jóhann B Garðarsson, Guðmundur Oddgeirsson, Smári Sveinsson, Emil Pétursson, Þorsteinn Jónsson, Tómas Jónsson, Hjalti Jónsson.

Fræðslufundur 29. febrúar 2012 kl 17:00

Miðvikudaginn 29. febrúar heimsóktum við fyrirtækið Mekonomen á Íslandi. Verslunin í Garðabæ er ein af 224 verslunum Mekonomen á Norðurlöndum. Verslunin er með varahluti, verkfæri, dekk og aukahluti, allt til að létta bíleigendum lífið með bílnum.

Páll Gíslason forstjóri Mekonomen sagði frá tilurð þess að fyrirtækið er komið til Íslands. Einnig sýndi Páll hvernig bíleigendur geta nýtt sér heimasíðu verslunarinnar, www.mekonomen.is , til finna réttan varahlut og verð hans.

Við félagar í Lionsklúbbi Þorlákshafnar vorum all fróðari eftir kvöldið.

Á myndinni má sjá Pál bjóða okkur félagana velkomna.

Félagar á þessum fundi voru: Jóhann, Páll, Hjalti, Jón, Steinþór, Guðmundur og Emil sem bauð með sér gesti.

Sameinast var í bíla Guðmundar og Jóhanns.

 

 

Villimannakvöld hjá Lionsklúbbnum Geysi 17. febrúar 2012.

Stórskemmtilegt Villimannakvöld Lionsklúbbsins Geysis var haldið í Réttinni í Úthlíð. Matseðillinn og var einfaldur, hrossaket og hrossabjúgu. Dagskrá kvöldsins var sömuleiðis einföld, borða saman og hafa gaman. Eftir að Kristófer Tómasson setti hátíðina tók veislustjórinn Sigurður Ingi Jóhannsson alþingismaður við keflinu. Björn Sigurðsson óðalsbóndi í Úthlíð hélt mikila ræðu um að Biskupstungnamenn hafi aldrei tapað orustu, frá landnámi og til þessa dags. Félagar í Lkl Grindavíkur voru með einsöng og héldu uppi fjöldasöng. Árni Johnsen sagði skemmtisögur af Guðna Ágústssyni, svo var happdrætti og margt fleira gert til skemmtunar. Upp úr miðnætti fóru menn að tínast til síns heima.

Við vorum þrír félagar, Páll Halldórsson, Jóhann Garðarsson og Guðmundur Oddgeirsson sem mættum frá Lionsklúbbi Þorlákshafnar en að auki var einn gestur með í för.

Félagsfundur 14. febrúar 2012 kl. 19:30.

Fundurinn var haldinn í Ráðhúskaffinu.

Formaðurinn, Jóhann B Garðarsson, setti fund og bauð félaga velkomna í upphafi seinnihluta starfsárs. Formaður sagði frá því að þrír til fjórir félagar ætli að mæta á Villimannakvöld Lionsklúbbsins Geysi nk. föstudagskvöld sem haldið verður í Réttinni í Úthlíð.

Staðgengill ritara, Guðmundur, fór með nafnakall, mættir voru Jón Hjartarson, Emil H Pétursson, Sigurður Garðarsson, Jóhann B Garðarsson, Páll Halldórsson, Guðmundur Oddgeirsson og Steinþór Oddgeirsson.

Guðmundur las fundargerðir síðustu funda sem fundurinn svo samþykkti.

Nú var gert matarhlé og í fundarhlénu sýndi  Guðmundur það nýjasta á heimasíðu klúbbsins.

Áfram hélt dagskráin, Jóhann formaður kynnti dagskrá seinnihluta starfsársins. Dagskráin verður á léttu nótunum og stefnt að hafa fyrirlestrana opna fyrir þeim sem á vilja hlýða. Eftir umræður var dagskráin samþykkt.

Formaðurinn sagði frá því að klúbburinn hefði á síðasta ári hlotið styrk úr Uppgræðslu sjóði Ölfus sem verður að sjálfsögðu nýttur til trjáplöntunar í Skýjaborgum. Uppgræðslusjóðurinn hefur nú að nýju auglýst eftir styrkumsóknum og mun klúbburinn sækja um hann til áframhaldandi landbóta í Skýjaborgum.

Formaðurinn lagði fram tillögu að næstu stjórn sem er eftirfarandi: Formaður verði Hjalti Tómasson, ritari verði Guðmundur Oddgeirsson og gjaldkeri verði Páll Halldórsson. Tillagan var samþykkt.

Í lok fundar fékk siðameistarinn, Páll Halldórsson, orðið og fór með nokkra góða brandara. Vegna góðrar hegðunar fundarmanna sá siðameistari ekki ástæðu til þess að beita sektum.

Fundi slitið kl. 21.

Fundinn ritaði Guðmundur Oddgeirsson.

Verkefnafundur 6. janúar 2012 kl. 17:45 - 18:30.

Aðstoðað við að kveikja í kyndlum vegna blysfarar á þrettándagleði. Vegna veðurs og mikillar hálku var mæting bæjarbúa með minnsta móti. Álfabrennan sjálf var að þessu sinni í skrúðgarðinum.

Guðmundur Oddgeirsson mætti fyrir hönd Lkl Þorlákshafnar og Jóhann B. Garðarsson var í startholunum ef á þyrfti að halda.

 

Verkefnafundur 24. desember kl. 9:30 - 13.

Jólapakkaútburður

 

 

Alls voru 76 heimili heimsótt og 162 börn fengu jólapakka.

Aðstoðarjólasveinar, klúbbfélagar:

Páll Halldórsson, Sigurður Garðarsson og Hjalti Tómasson

Aðstoðarjólasveinar utan klúbbsins:

Júlíus Kristjánsson, Þröstur rafvirki, Andrés Haraldsson, Magnús Páll Haraldsson, Arnar Gísli Sæmundsson

Þjónustubílar:

Húsbíll Jóns Hjartarsonar á Læk, bílstjóri eigandi, pakkalesari utan klúbbs var Garðar Jóhannsson

Fólksbíll Guðmundar Oddgeirssonar og var hann bílstjóri og Jóhann B. Garðarsson var pakkalesari.

Bíll frá Rafvör, bílstjóri Þorsteinn Jónsson, pakkalesari Tómas Jónsson.

Annað

Bananar hf gáfu klemenínur, alls 40 kg í fjórum kössum sem var passlegt.  Næst þarf að hafa í huga að vera með þær í bílunum í kössunum og skammta hæfilegt magn í pokana eftir því sem gengur á þær í útburðinum til að koma í veg fyrir að þær klessist og springi.

Veður var afleitt til að byrja með, hvasst með rigningu og geysilegri hálku. Hálkan var það mikil að næstum ómögulegt var að ganga á milli húsa og því mikil lukka að enginn skuli hafa slasast.

Mæting var klukkan 9:30. Vegna veðurs og hálku var ákveðið að þessu sinni að tveir jólasveinar færu í hvert hús í stað þriggja áður, þá fjögur lið, og gafst það vel. Um klukkan 12:30 var komið til baka að Vesturbakkanum. Rennblautu búningarnir voru hengdir upp og milli jóla og nýárs voru þeir brotnir saman og raðað í plastkassana, tilbúnir í verkefnið að ári.

Samantekt: Guðmundur Oddgeirsson

Verkefnafundur 23. desember kl. 19 - 22.

Aðstoðamenn jólasveinanna þeir Jóhann, Steinþór og Guðmundur tóku á móti pökkum að Vesturbakka 4.

Verkefnafundur 18 - 20. desember.

Auglýsingar bornar í hvert einasta hús í Þorlákshöfn. Félagarnir Jóhann, Steinþór, Sigurður og Guðmundur sáu um útburðinn.

Verkefnafundur 15. desember kl. 19:30.

Jólasveinaverkefnið undirbúið. Auglýsingum skipt niður á hverfin og verða þær bornar í hús 18. til 20. desember. Farið yfir hverjir verða aðstoðarmenn og yfir bílamálin. Ákveðið að færa fundardaga yfir á 2. og 4. þriðjudag í mánuði. Fimm félagar, Jóhann, Tómas, Sigurður, Steinþór og Guðmundur, mættu á þennan verkefnafund.

Jólafundur 8. desember klukkan 19:30.

Við félagarnir áttum notalega kvöldstund í Ráðhúskaffinu í Þorlákshöfn með gestum okkar í mat og drykk.  Jóhann B. Garðarssson formaður klúbbsins setti fundinn, viðhafði nafnakall og kynnti dagskrá kvöldsins.


Matreiðslumeistarinn Viggó og Vignir aðstoðarmaður hans buðu upp á dýrindis jólahlaðborð og hina ýmsu drykki af barnum.


Guðmundur Oddgeirsson netstjóri klúbbsins kynnti nýgerða heimasíðu Lionsklúbbs Þorlákshafnar. Fór hann yfir aðgang að síðunni sem og efnissíður. Heimasíðan verður þróuð áfram og strax á fundinum komu fram tillögur eins og að byggja upp myndasafn á síðunni. Einnig var sagt frá því að klúbburinn er kominn með sitt eigið tölvupóstfang sem er lions.thorlakshafnar@gmail.com .


Siðameistari klúbbsins Páll Halldórsson og félagi Þorsteinn Jónsson fóru með gamanmál. Félagar og gestir spjölluðu svo saman þar til formaður sleit fundi þegar klukkan var farin að ganga í ellefu.

Formaðurinn og eiginkona hans, Guðfinna Óskarsdóttir, sáu til þess að enginn færi í jólaköttinn með því að afhenda öllum þjóðlega gjöf, kerti og spil.  Alls vorum við tólf sem sátum þennan fund, Jóhann og Guðfinna, Páll og Inga, Sigurður og Erla, Hjalti og Sólborg, Þorsteinn, Jón, Tómas, Guðmundur.
 

 

Menningarfundur 24. nóvember 2011

Skemmtum okkur frábærlega á leikritinu" HIMNARÍKI - geðklofinn gamanleikur á tveimur sviðum" eftir Árna Ibsen.

Leikfélag Þorlákshafnar setti upp leikritið í leikstjórn Gunnars Björns Guðmundssonar.

Leikararnir Otto Rafn Halldórsson, Árný Leifsdóttir, Aðalsteinn Jóhannsson, Helena Helgadóttir, Róbert Karl Ingimundarsson og Þrúður Sigurðardóttir fóru á kostum í hlutverkum sínum.

Leikhlé

 Alls vorum við ellefu með mökum og gestum sem mættum frá Lkl Þorlákshafnar. Félagarnir voru Jóhann, Smári, Þorsteinn, Jón og Guðmundur.

 

 

Skemmtifundur 4. nóvember 2011 kl. 18

Samhátíð allra Lionsklúbba á svæði 4 var haldin föstudagskvöldið 4. nóvember 2011 að Sólheimum í Grímsnesi.

Eftir að svæðisstjórinn Ingimar H Georgsson setti hátíðina rúllaði dagskráin af stað.

Formenn klúbbanna á svæði 4 sögðu í stuttu máli frá sínum klúbbi.

Aðalræðumaður kvöldsins var Séra Baldur Kristjánsson sem fór á kostum í gamansögum svo fólk engdist um af hlátri.

All margir Lionsfélagar tóku til mál og höfðu bara frá skemmtilegu að segja.

Matur var góður sem og skífuþeytarinn sem hélt uppi stuðinu eftir að formlegri dagskrá lauk.

Alls mættu tíu félagar, makar og gestir á hátíðina.

Félagarnir voru: Jóhann, Tómas, Hjalti, Páll, Guðmundur og Þorsteinn.

 

Félagsfundur 27. október 2011 kl. 19:30

Fundurinn var haldinn á veitingastaðnum Happy Hour að Unubakka.

Eftir nafnakall voru gestir fundarins boðnir velkomnir en þeir voru: Kristófer Tómasson umdæmisstjóri 109A frá Lkl Geysi, svæðisstjóri svæðis 4 Ingimar H Georgsson frá Lkl Vestmannaeyjum, Magnús J Magnússon og Birgir S Birgisson GMT fulltrúi og frá Lkl Hveragerðis. Eftir framsögu Jóhanns Garðarssonar formanns tóku gestir fundarins til máls. Kristófer sagði frá því sem efst er á baugi hjá hreyfingunni og því sem er að gerast í umdæminu. Birgir talaði um félaga og fjölgunarmál og læddi inn einum brandara. Ingimar sagði frá stöðu allra klúbba svæðisins og hvatti fundarmenn til að mæta á svæðishátíðina þann 4. nóvember. Nú var gert fundarhlé og ráðist á smárétta hlaðborðið og súpu skvett í skál.

Félagi Guðmundur Oddgeirsson var með erindi í máli og myndum um flugslysið sem varð í Ljósufjöllum 5. apríl 1986. Guðmundur er félagi í Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík og var einn af áhafnarmeðlimum snjóbíls sveitarinnar sem fyrstir komu á slysstaðinn. Einnig voru til sýnis ýmsir hlutir sem komu við sögu.

Félagar á fundinum voru: Jóhann, Smári, Tómas, Hjalti, Páll, Guðmundur, Jón og Þorsteinn.

Fundi slitið kl 22.

 

Fræðslufundur 15. október 2011 kl. 11

Íþróttamannvirki Þorlákshafnar heimsótt. Ragnar M Sigurðsson íþrótta og æskulýðsfulltrúi tók á móti okkur félögunum Jóhanni Garðarssyni, Tómasi Jónssyni, Þorsteini Jónssyni, Steinþóri Oddgeirssyni og Guðmundi Oddgeirssyni.

Allir voru sammála um að skoða fyrst og fremst tæknibúnaðinn sem er í kringum sundlaugina ásamt því að skoða aðra sali íþróttahússins. Það kom okkur verulega á óvart að sjá hversu umfangsmikinn stjórn- og hreinsunarbúnað þarf til að reka eina sundlaug með öllu sem henni tilheyrir. Ragnar er meira og minna á vakt allan sólarhringinn allt árið. Eftir að hafa farið um alla króka og kima hússins undir skilmerkilegri leiðsögn Ragnars var sest niður yfir kaffibolla og meðlæti sem Jóhann kom með að heiman.

 

Félagsfundur 29. september 2011 kl. 19:30

Fundurinn var haldinn í Ráðhúskaffinu.

Formaðurinn, Jóhann B Garðarsson, setti fund og bauð félaga velkomna í upphafi starfsárs.

Nafnakall fór fram, átta félagar mættir.

Formaður minntist látins félaga, Svans Krisjánssonar sem lést 10. ágúst 2011. Svanur var einn af stofnfélögum Lionsklúbbs Þorlákshafnar. Félagar risu úr sætum. Blessuð sé minning Svans.

Tómas Jónsson las upp fundargerð síðasta fundar sem var haldinn 28. maí 2011 í sumarhúsi Jóhanns og konu hans.

Tómas tók til máls og afhenti Sigurði Garðarssyni skjöld í tilefni sextugs afmæli hans. Sigurður þakkaði fyrir sig.

Jóhann sagði frá því að Guðmundur Oddgeirsson tæki við gjaldkeraembættinu við fráfall Svans.

Jóhann lagði fram reikninga síðasta starfsárs, 2010 – 2011, sem gjaldkeri þess starfsárs. Jóhann las upp reikningana og útskýrði. Félagar ræddu reikningana og samþykktu.

Farið yfir stjórnar- og nefndaskipan fyrir starfsárið 2011 – 2012. Einnig var fundadagskráin til áramóta kynnt.

Í lok fundar fékk siðameistarinn Páll Halldórsson orðið.

Fundi slitið kl. 21.

Lions Clubs International News
Connect with Us Online
Twitter