Lions er lífsleikni
Lionsstarfið og öll umgjörðin er meira og minna þjálfun í lífsleikni sem gerir þig sem persónu færari í að leggja þeim lið sem á því þurfa að halda.
Lions eflir vináttu
Í gegnum Lionsstarfið kynnist þú nýju fólki og eflir tengslanetið enda er eitt af mörgum markmiðum Lions að tengja klúbbfélaga böndum vináttu, góðs félagsanda og gagnkvæms skilnings.
Lions gefur þér tækifæri til þess að leggja lið
Í gegnum Lionsstarfið fær þú að koma að allskonar verkefnum sem geta verið frá einföldu fjáröflunarverkefni fyrir verðugu málefni upp í að vera meiri háttar framlag í verkefni sem tekur yfir marga mánuði. Í gegnum Lions færð þú að vera þátttakandi í hjálparstarfi um allan heim í gegnum aðþjóðahjálparsjóð Lions LCIF.
Lions býður upp á stjórnunarskóla
Inn á milli kemur Leiðtogaskóli Lions hér á landi, sem er mjög öflugur stjórnunarskóli, sem og öll námskeiðin sem styrkja þig, Lionsfélagann, í félagslegum þroska.
Lions gefur þér áskoranir
Það er áskorun að taka að sér embætti í Lions hverju nafni sem þau nefnast. Lionsstarfið er þannig uppsett að þú getur öðlast reynsluna skref fyrir skref. Þú sem almennur félagi byrjar kanski í nefnd í klúbbnum, fer þaðan í stjórn klúbbsins sem meðstjórnandi og verður síðar formaður. Þaðan getur leiðin legið í svæðisstjórann og hins ýmsu fulltrúaembætti umdæmisins. Þar á eftir koma svo embætti fyrsta og annars varaumdæmisstjóra, umdæmissstjóra og svo fjölumdæmisstjóra. Sumir félagar okkar hafa tekið sæti í Alþjóðastjórn Lions og í hinum ýmsu alþjóðanefndum.
Lions veitir þér reynslu
Þessi reynsla sem Lions getur boðið þér upp á er ómetanleg. Svo er það aðalmálið sem er að hver og einn uppsker eins og hann sáir, ef maður leggur sig ekki fram um að taka áskorun fyrir sjálfan sig til uppbyggingar þá gerist ekkert. Það er verðugt að leggja öðrum lið og það er gaman í Lions.