Meetings

Helstu verkefni, styrkir og fjáröflun
Lionsklúbbsins Eikar í Garðabæ

(úr ársskýrslu 2009-2010)

Sala litabækur um brunarvarnir heimilinna, er okkar stærsta fjáröflunarverkefni, og seljum við hana í klúbba víðs vegar um landið. Svo gefum við öllum börnum í öðrum bekk í skólum bæjarins bókina, og höldum smá kynningu um brunavarnir um leið og bókin er afhent.

Árlega er farið í Holtsbúð, dvalarheimili aldraðra í bænum þar sem við sláum upp veislu með fínu meðlæti og skemmtiatriðum. Og eru þetta mjög gefandi stundir bæði fyrir heimilisfólkið og ekki síður fyrir okkur.



Vímuvarnarhlaup Lions
höldum við árlega í maí, fyrir 10 ára börn hér í bæ, og fáum við alltaf kunnan íþróttamann til að tala við börnin um vímuvarnir og í ár var það Fanney Ingólfsdóttir og Sigrún María Jörundsdóttir frá Unglingadeild Stjörnunnar sem töluðu við þau. 


Fjáröflunarnefnd hefur verið ötul i vetur og selt okkur, brauð, kökur, sælgæti og margt fleira.  Mat fengum við aðkeyptan í vetur á góðu verði en sáum sjálfar um að dekka upp og ganga frá og fengið töluverðan hagnað af hverjum fundi. 

Við höfum styrkt ýmis verkefni í vetur. 
Helst er að telja styrk til Hjálparstarfs Garðasóknar og verkefnið Elligleði sem er tileinkað Holtsbúð

 

 

Lions Clubs International News
Connect with Us Online
Twitter