Meetings

Saga klúbbsins

 

Lionsklúbburinn Eik var stofnaður 18. febrúar 1988. Stofnfélagar voru 50. Móðurklúbburinn er Lionsklúbbur Garðabæjar.  
Fyrsta stjórn Lionsklúbbsins Eikar:
                                               Laufey Jóhannsdóttir, formaður, 
                                               Guðbjörg Stephensen, ritari      
                                               Sólveig Hannam, gjaldkeri

Allir félagarnir í Lkl. Eik voru áður félagar í Lionessuklúbbnum Eik, en á fundi í desember 1987 var ákveðið að breyta formi Lionessuklúbbsins í Lionsklúbb. Var þetta gert í ljósi þeirra lagabreytinga sem samþykktar voru á Alþjóðaþingi Lions sem haldið var á Tapei 1987. Með þeim breytingum öðluðust konur tækifæri að gerast fullgildir Lionsfélagar.

Lionessuklúbburinn Eik var stofnaður 17. apríl 1985. Stofnfélagar voru 50.  Fyrsta stjórn Lionessuklúnbbsins Eikarskipuðu:   
                                      Lilja Hallgrímsdóttir, formaður
                                      Gíslína Kristjánsdóttir, ritari
                                      Ásgerður Höskuldsdóttir, gjaldkeri.

Lionessuklúbburinn Eik var meðstofnandi að Lionessuklúbbnum Kaldá í Hafnarfirði árið 1986. 

Lkl. Eik hefur ávallt reynt að afla tekna til líknarsjóðs með öflugri starfsemi og klúbbfélagar m.a. selt áskrift að tímaritum, gefið út og selt litabækur um brunavarnarátak ætlað börnum, tekið að sér lokahreinsun á nýrri Flugstöð Leifs Eiríkssonar, á nýju hóteli Holiday Inn, íbúðum Búseta, íbúðum eldri borgara í Garðabæ og við Hrafnistu í Hafnarfirði, auk ýmissa smærri verkefna.

 

Lions Clubs International News
Connect with Us Online
Twitter