Meetings

 

Verkefni Lionsklúbbsins Emblu hafa verið fjölbreytt í gegnum árin.

Helstu skjólstæðingar okkar hafa verið fatlaðir einstaklingar í nærumhverfi okkar, sem við höfum styrkt bæði með tækjakaupum fyrir Fræðslunetið og á Verndaðan vinnustað þeirra.

Við getum með stolti sagt frá því að fyrir þessa skjólstæðinga okkar höfum við haldið úti merkum menningarviðburði í yfir 25 ár - það er að halda diskótek fyrir þau tvisvar sinnum á vetri.

Þetta er ávalt hin besta stund fyrir alla sem taka þátt.

Jón Bjarnason hefur stutt okkur dyggilega í gegnum árin í þessu verkefni og fyrir það höfum við gert hann að Melvin Jones félaga einn af fáum Íslendingum sem eru ekki Lionsfélagar.

Ársskýrslan okkar fyrir starfsárið 2013 - 2014

Númer klúbbs: 4072-049375

Stofndagur:  9. mars 1989

Fjöldi stofnfélaga  31

Stofnskrárhátíð: 28. apríl 1989

Fundartími:  2. og 4. þriðjudag kl. 19:30

Fundarstaður:  Eldhúsið, Tryggvagötu 40

Stjórn þessa starfsárs:

Formaður:     Ingibjörg Jóna Steindórsdóttir

Ritari:            Dagrún Másdóttir

Gjaldkeri:      Guðrún Guðbjartsdóttir

Fjáraflanir:    Sala jólakorta, blómasala, bóksala, happadrætti, sala á bjúgum.  Fengum Lionsklúbba í heimsókn og seldum inn.

Verkefni:

Prentuð jólakort með mynd málaðri af Lionsmanninum Jóni Inga Sigurmundssyni.  En hann gaf okkur mynd eftir sig sjötta árið í röð.  Emblukonur pakka svo kortunum og selja.  Haldin voru tvö diskótek fyrir fatlaða á Selfossi og nágrenni.  Það er Jón Bjarnason sem sér um diskótekið.  Jón er Melvin Jones félagi.  Eftir dans var boðið uppá kaffihlaðborð sem Emblur útbjuggu sjálfar.  Emblur héldu uppá 25 ára afmæli á árinu og vorum með happadrætti sem fjáröflun, en Emblur sáu líka um að elda og selt var inn.  Tókum þátt í blóðsykurmælingum á vegum Lionshreyfingarinnar 2014.   Veittum námsstyrk 50.000, Fræðslunetið fékk kr. 50.000, Sjóðurinn góði ( styrkur greiddur inn á reikning Rauðakrossins ) kr. 50.000,  Bangsar gefnir í sjúkrabíla kr. 30.000,  Lucas hjartahnoðtæki í sjúkrabíl kr. 500.000

Ársskýrslan okkar fyrir starfsárið 2012 til 2013

Númer klúbbs: 4072-049375

Stofndagur:  09. mars 1989

Fjöldi stofnfélaga:  31

Stofnskrárhátíð:  28. apríl 1989

Fundartími:  2. og 4. þriðjudagur kl.  19:30

Fundarstaður:  Eldhúsið, Tryggvagötu 40, Selfossi

Stjórn þessa starfsárs:

Formaður  Kristín Þorfinnsdóttir

Ritari  Guðrún Guðnadóttir

Gjaldkeri  Margrét Jónsdóttir

Fjáraflanir:

Sala jólakorta, blómasala, grænmetissala og bóksala.  Tókum að okkur að selja merki fyrir Hjartaheill á Suðurlandi.

Verkefni:

Prentuð jólakort með mynd teiknaða af Lionsmanninum Jóni Inga Sigurmundssyni sem gaf myndina fimmta árið í röð, og nú var það skógarþröstur sem varð fyrir valinu.

Emblukonur pakka svo kortunum og selja.  Haldin tvö diskótek fyrir fatlaða á Selfossi og nágrenni og það er Jón Bjarnason sem sér um diskótekið sem er Melvin Jones félagi okkar, og eftir dans er boðið upp á kaffiveislu.

Tókum þátt í blóðsykursmælingum á vegum Lionshreyfingarinnar í nóv. 2012.  Héldum fjölmennan fræðslufund á Hótel Selfossi, um ristilkrabbamein og forvarnir gegn því og það var Sigurjón Vilbergsson, meltinga- og lyflæknir sem var fyrirlesari og tókst þessi fundur með eindæmum vel.

Veittum Fjölmennt styrk v. tækjakaupa kr. 100.000.  Veittum Íþróttasambandi fatlaðra kr. 50.000 til Orkester Norden kr. 30.000 til LCIF v. mislinga kr. 70.000 til Íslenska hjálparsjóðsins v. Grensás kr. 50.000 til Medic Alert kr. 30.000, til Hjartaheill á Suðurlandi kr. 150.000 og Kvennaathvarfinu kr. 50.000.

Félagsstarf:

Félagsstarfið hófst með stjórnarfundi 11. september. því næsta var fyrsti fundur vetrarstarfins 26. september. Í nóvember heimsóttum við Lkl. Rangá, héldum jólafund í Rauða Kross húsinu í desember.  Fórum í 5 ára afmæli til Lkl. Úu í Mosfellsbæ, ánægjuleg heimsókn.  Á þessu starfsári höfum við fengið nokkra góða fyrirlesara með fróðleg erindi, fyrstur kom Magnús J. Magnússon, Lkl. Hornafjarðar og fjallaði um Lions Quest, þá kom Kristinn Kristjánsson, fjölumdæmisstjóri 109 og talaði um starf Lionshreyfingar almennt, þá voru næst Guðrún Björt Yngvadóttir og Jón Bjarni Þorsteinsson, en þau eru núverandi og fyrrverandi alþjóðastjórnarmenn í Lionshreyfingunni.  Á nýju ári kom Guðmundur H. Gunnarsson umdæmisstjóri 109A.  Fengum Björg Björnsdóttir frá Hjartaheill á Suðurlandi í heimsókn og hún sagði okkur frá þeirra starfsemi.  Þá kom í apríl til okkar Sigþrúður Guðmundsdóttir frá Kvennaathvarfinu og hélt fróðlegan fyrirlestur.  Við fengum heimsókn frá Lkl Rangá og Eden á fund til okkar sem var mjög ánægjulegt.  Eftir er að halda lokafund 22. maí n.k. og svo verður endað á að fara í Emblulundinn okkar í Hellisskógi og gróðursetja tré

Guðrún Guðnadóttir ritari

 

 

 

 

 

                                                                                                                                          

 

 

 

 

Lions Clubs International News
Connect with Us Online
Twitter