Saga klúbbsins:
Embla var stofnuð í mars 1989 og við fullyrðum alltaf að við höfum verið fyrsti KvennaLionsklúbburinn á Íslandi, sem var skapaður og stofnaður án þess að félagar hafi starfað áður sem Lionessur.
Við erum ákaflega stoltar að öllu okkar starfi og við teljum okkur skipta miklu máli í bæjarfélaginu okkar, svo mörgum málefnum höfum við lagt lið í gegnum tíðina.
Sem fjáröflun og / eða verkefnum höfum við sinnt ýmsu – þrifið nýbyggingar, týnt grös og hvönn, gert slátur, talið atkvæði, skorið rabbabara, hjálpað til við þinghald, haldið Fjölumdæmisþing og síðast en ekki síst því það er aðalfjáröflunin okkar að framleiða og selja jólakort.
Við höfum styrkt hin ýmsu málefni, og að fara í gegnum söguna held ég að ég megi segja að við höfum verið duglegar að styrkja LCIF, Orkester Norden, Rauða Fjöður og hin ýmsu málefni sem LCI hefur verið að stuðla að, Norðurlandasamstarfið og Lions á Íslandi – en eins og alltaf er og kannski sérstaklega í minni byggðarlögum erum við alltaf stoltastar af því sem við gerum í okkar heimabyggð.
Kannski má segja að Stóra Rauða Fjöðrin í hattinum okkar hafi í gegnum tíðina verið stuðningur okkar við fatlaða einstaklinga á Suðurlandi, við höfum gefið ýmis tæki og tækjabúnað á Verndaðan vinnustað á Selfossi VISS, en diskótekið sem við höfum haldið tvisvar á ári frá fyrsta starfsári - hefur gefið hjörtum okkar hina mestu gleði og skjólstæðingum okkar líka.
Við fáum ómetanlega hjálp við að halda þessum diskótekum úti og þar erum við í mestri þakkarskuld við Mjókurbú Flóamanna, Guðnabakarí, Árvirkjann og hann Jón okkar Bjarnason diskótekara - hann er búin að halda þessu starfi okkar á floti með okkur lengst af.
Það eru ekki margir Íslendingar sem hafa verið heiðraðir með Melvin Jones viðurkenningu án þess að starfa innan Lions – en við veittum Jóni Bjarnasyni Melvin Jones viðurkenningu fyrir nokkrum árum og erum ákaflega stoltar af.
Við félagar í Emblu höfum þrjú markmið:
Að hafa gaman saman, margar hendur vinna fislétt verk og við brúum bil.
Við erum „ kátar og hressar frá kirkju að bar – komum við galvaskar Emblurnar“ segir í einum söngtextanum okkar – og svona erum við bara.
Við teljum í dag 40 virka Lionsfélaga og höldum ótrauðar áfram.
25 ára afmælishátíðarræða Lionsklúbbsins Emblu
Kæru Emblur, kæru gestir til hamingju með afmælið og þessa glæsilegu hátíð.
Embla var stofnuð í mars 1989 og við fullyrðum alltaf að við höfum verið fyrsti KvennaLionsklúbburinn á Íslandi, sem var skapaður og stofnaður án þess að félagar hafi starfað áður sem Lionessur.
Við erum ákaflega stoltar að öllu okkar starfi og við teljum okkur skipta miklu máli í bæjarfélaginu okkar, svo mörgum málefnum höfum við lagt lið í gegnum tíðina.
Sem fjáröflun og / eða verkefnum höfum við sinnt ýmsu – þrifið nýbyggingar, týnt grös og hvönn, gert slátur, talið atkvæði, skorið rabbabara, hjálpað til við þinghald, haldið Fjölumdæmisþing og síðast en ekki síst því það er aðalfjáröflunin okkar að framleiða og selja jólakort.
Við höfum styrkt hin ýmsu málefni– en eins og alltaf er og kannski sérstaklega í minni byggðarlögum erum við stoltastar af því sem við gerum í okkar heimabyggð.
Í raun má segja að Stóra Rauða Fjöðrin í hattinum okkar hafi í gegnum tíðina verið stuðningur okkar við fatlaða einstaklinga á Suðurlandi, við höfum gefið ýmis tæki og tækjabúnað á Verndaðan vinnustað á Selfossi og Fræðslunetið, en diskótekið sem við höfum haldið tvisvar á ári frá fyrsta starfsári - hefur gefið hjörtum okkar hina mestu gleði og skjólstæðingum okkar líka. – Við héldum eitt slíkt í dag og brosum enn.
Við fáum ómetanlega hjálp við að halda þessum diskótekum úti og þar erum við í mestri þakkarskuld við Mjókurbú Flóamanna, Guðnabakarí, Árvirkjann og hann Jón okkar Bjarnason diskótekara - hann er búin að halda þessu starfi okkar á floti með okkur lengst af.
Það eru ekki margir Íslendingar sem hafa verið heiðraðir með Melvin Jones viðurkenningu án þess að starfa innan Lions – en við veittum Jóni Bjarnasyni Melvin Jones viðurkenningu fyrir nokkrum árum og erum ákaflega stoltar af.
Við félagar í Emblu höfum þrjú markmið:
Að hafa gaman saman, margar hendur vinna fislétt verk og við brúum bil.
Eftir inntökuna áðan teljum við 38 virka Lionsfélaga og höldum ótrauðar áfram.
Ég segi alltaf að eitt að því besta sem fyrir mig hefur komið í lífinu er að hafa verið boðin innganga í Emblur. Ég gekk inn í klúbbinn 21. Maí 1998 á fjörtíu ára afmælisdeginum mínum. Þá var klúbburinn 9 ára.
Stofnfélagarnir okkar gerðu góða hluti í upphafinu og byggðu virkilega sterka brúarstöpla undir starfið. Þegar maður skoðar söguna þá mótaðist ansi margt á fyrstu tveimur starfsárunum sem við störfum ennþá eftir. Byrjuðum með diskótekið og fengum Emblulundinn okkar afhentan.
Sýnir okkur hinum hvað var tekin rétt stefna. Auðvitað verðum við alltaf að ganga í gegnum breytta tíma og breyttar forsendur og við verðum að vera liprar í lendunum til að ganga í takt við tímann.
Ég upplifði það að vera barnið í hópnum í um 12 ár – Halló þetta var nú ekki alveg rétt stefna þá allt í einu var barnið komið á sextugsaldur og stofnfélagarnir stoppuðu ekkert í tíma frekar heldur en ég. En í dag eru breyttir tímar, það streyma inn til okkar glæsilegir félagar á öllum aldri og því fögnum við vel. Endurnýjun að fá inn nýja félaga er mjög mikilvægt til að viðhalda, við megum ekki festast í því að við þurfum einungis að fá unga félaga, allir félagar á öllum aldri eru mikilvægir – það erum við búnar að sanna og reyna, það kemur ný sýn, nýr kraftur með hverjum félaga – gleðjumst yfir öllum nýjum félögum sem við fáum inn í klúbbinn okkar og við náum að halda inni virkum í starfinu okkar. Það gerum við með markmiðunum okkar sem við störfum svo sannarlega eftir „ Hafa gaman saman“.....margar hendur vinna fislétt verk“ og við brúum bil.
Fyrst eftir að ég gekk inn var ég alltaf að heyra gamla brandara og gamlar sögur frá þroskaðri Emblum, fengu sæluglampa í augun og minntust öllu í kringum stofnunina, stofnfélagar okkar hafa alltaf borið mikið þakklæti til móðurklúbbsins okkar Lkl Selfoss Haddería Haddi Magg og svo allir hinir karlarnir..... æ hann Daníel og Ó hann Langites og þessi sem kafaði inn á brjóstin á okkur til að setja í okkur merkin. ( fliss, fliss og nánast píkuskrækir J ) lengi vel fannst mér ég ekki skilja neitt, en smátt og smátt heyrði maður söguna nánar og lærði að hlægja með þeim.
Klúbburinn átti 10 ára afmæli og við skálmuðum í afmælisferð til Dublinar. Vá hvað var gaman, og enn er verið að segja brandara úr þeirri ferð, þegar María fór inn á barinn og bað um einn Dunnes, þegar við versluðum allar í fyrirburabúðunum, þegar við tókum leigubíl og óskuðum eftir því að verða keyrðar á aðalverslunargötuna ( sem var handan við hornið ) Þegar brotist var inn í herbergi félaga okkar rótað í öllu, korselettum og við vitum ekki hverju, en greinilega bara verið að leita að peningum og kortum, og þeir vildu ekki einu sinni 60 ára perlufestarnar !!!!! – og... þegar við körpuðum yfir einni rauðvínsflösku til síðasta dags.........vá hversu oft við nánast pissuðum í okkur af hlátri.
Og svo varð klúbburinn 15 ára og við skálmuðum aftur til útlanda, þá til Köben J
Ekki síður skemmtilegt, straujuðum Strikið fram og aftur, borðuðum á Skinbuksen, drukkum á Hvide Ölstuen, versluðum í HM, þreyttum barþjóna með háværu spjalli og flissi, fórum í ótrúlega fróðlega og skemmtilega gönguferð með Guðlaugi og fræddumst um gömlu Köben og alla okkar gömlu kappa sem þar bjuggu og kölluðu sig Fjölnismenn. Þegar Magga Lú sá KRatasvipinn út úr hestamyndinni á veggnum, Við hjálpuðumst að við þetta allt, urðum súrefnislausar, notuðum kerrur í fríhöfnum undir úttroðnar töskur og þreyttum Emblukonum........ en og aftur ....vá hvað þetta var gaman – saman.
Við áttum 20 ára afmæli og héldum veglegt Fjölumdæmisþing á Selfossi með Móðurklúbbi okkar.
Tókst mjög vel – allir stoltir og við héldum afmælisveislu og uppskeruhátið að hausti og buðum mökum okkar með á Hótel Hamar í Borgarfirði.
Nú erum við 25 ára – flottur aldur – og stefnum nú til Edinborgar á haustdögum ......verður ekki leiðinlegt.
Við útbjuggum í nýliðamöppuna okkar smá upprifjun frá fyrstu starfsárunum, svona til þess að nýliðarnir okkar geti aðeins gert sér grein fyrir upphafinu – þær geti jafnvel vitað um hvað er verið að tala þegar er verið að minnast á Haddería Haddi Magg og Daníel, Daníel osfrv.
En smá upprifjun frá upphafinu.
Það var mikið fundað og oft. Tillögur að fundarefni eins og Jarðfræði, breytingaraldrinum, Mikróbíótiskt fæði, vínsmökkun, ræðumennsku, atvinnumál, matvælafræði og eldvarnir, svo eitthvað sé nefnt.
Það voru margar samþykktir gerðar, eins og samþykktin um það að við myndum ALDREI standa fyrir kökubasar..........svo fletti ég á næstu blaðsíðu, þar var konum í fjáröflunarnefndinni þökkuð vinnan á kökubasarnum og þar söfnuðust......x krónur J
Einhver stjórnarfundurinn var haldinn á Arnarstöðum og minnst var á Gunnar B í fundargerð.
Formaðurinn gerði athugasemd við þessa fundargerð, vildi ekki kannast við að Gunnar hefði verið á fundinum. – þá kom þessi vísa í næstu fundargerð.
Hún þóttist ekki sjá ann
Þótt ann kæmi á ann
En mundi hún ekki þrá ann
Ef aldrei fari ann á ann.
Svo var auglýst eftir ljósmyndara klúbbsins.
Emblur kaupa Imba mega
Allt af mynda klárt og rétt
Afrekin þau endast eiga
Öll í albúm felld og slétt.
Gítarinn hennar Fjólu fékk nafnið Baldur og hefur gengið undir því nafni síðan, margir hafa verið hissa á lýsingum okkar, þegar við erum að brölta með Baldur á bakinu á milli staða. En Baldur fylgir okkur mjög oft.
Fleiri skemmtilegar vísur voru skráðar niður eins og þessi.
Í fjáröflunarnefndinni, fjórar
Fyrirmyndarkonur – stórar
Rækjur okkur ráða að éta
Eins og þær geta
Og klúta og bækur kokka
Konurnar selja með þokka
Og þær vörur sem við notum í leyni
Konfekt og skeini.
Já Það er svo gaman saman þegar margar hendur vinna svona fislétt verk saman við að brúa bil.
Höldum ótrauðar áfram kæru Emblur við erum svo öflugur hópur sem getur gert allt mögulegt.
Hver og ein okkar eflist í starfinu okkar sem sterkari einstaklingur.
Ég lýsi hópnum mínum mjög oft þannig að við séum eins og gæsir í oddaflugi, við skiptumst á um forystuna og þá sérstaklega ef eitthvað bjátar á hjá einhverri okkar þá erum við látnar vita af því að öll vængjabreiðan er á bak við okkur, en endilega ekkert nema ein á oddinum sem er að kanna aðstæður. Við þurfum ekkert allar...alltaf að vera ofan í hvers annars koppi.
Mín tilfinning fyrir starfinu í Emblu er að...........
Vera saman,
Hlægja saman,
Gráta saman,
Tala saman,
Hafa gaman,
Sýna kærleik
Vera umburðarlynd,
Styðja
Hlusta
Hjálpast að
Gefa tækifæri,
Taka eftir
Vera þolinmóð
Sýna samhug
Faðma
Gefa af sér
Þiggja
Treysta
Elska
Svona erum við erum Emblur. Kátar og hressar frá kirkju að bar ( Getum við sungið kátar og hressar frá kirkju að bar ( staðið upp allar með textablað og sungið þetta saman á þessum punkti)
Kæru Emblur og gestir til hamingju með afmælið okkar, 25 ár
Skál fyrir velgengni okkar, afmælinu okkar og öllum okkar góðu stundum í þátíð, nútíð og framtíð.
Skál og njótum kvöldsins.
(Kristín Þorfinnsdóttir )