Meetings

Jæja mínar kæru Emblur. Nú hefur tíminn flogið hratt, í dag er 21. júní árið er 2018 og ég er að leggja lokahönd á undirbúning fyrir LCICON í LAS VEGAS.  Ég legg í hann n.k. laugardag og dagskráin mín eða verkefnin strax á mánudaginn.  Ég mun sinna aðstoðarstarfi kennara verðandi umdæmisstjóra.  Þið getið fylgst með einhverju inn á heimasíðu lionsclubs.org  og allt um þingið ætti að uppfærast á einhverju sem þið sjáið þar á slánni uppi sem heitir LCICON, eða Lionsclubs convention.  Ef ég finn tíma skal ég virkilega reyna að setja eitthvað hér inn á E-clubhouse síðuna okkar og hafa þetta nýjasta nýtt opið.

 

 

 

 

 

 

 

4. maí 2016 Vorferðin okkar.Óli var svo góður að keyra okkur á langferðabíl.  Fórum rúnt um Flóann og stoppuðum í yndislega húsinu hennar Ástu á Eyrarbakka og fengum okkur hressingu. Síðan var ekið til Þorlákshafnar og heimsóttum við hana Dagnýju sem rekur "Hendur í höfn"  Fengum frábærar móttökur og gómsætar veitingar.  Didda okkar borðaði með okkur og við áttum skemmtilega samveru takk fyrir útivistar- og skemmtinefnd.

 

 

 

 

22 - 23 apríl Þing í Mosfellsbæ - Verðandi stjórn mætti galvösk til þingstarfa, tóku þátt í skólum, skrúðgöngu, setningarathöfn, kynningarkvöldi, þingum daginn eftir og lokagalakvöldi.

Guðríður verðandi ritari missti reyndar af skrúðgöngu vegna sauðburðar, en Emblur fjölmenntu með langferðabíl á kynningarkvöldiðsmiley

 

 

 

12 apríl 2016 fundur í Eldhúsinu. Ánægjulegur fundur þar sem teknir voru inn tveir nýjir félagar og bjóðum við þær hjartanlega velkomnar til starfa með okkur þær Hafdísi Júlíu Hannesdóttir meðmælandinn hennar er María Kristín og hana Jóhönnu Friðgeirsdóttir, meðmælandinn hennar er Ásta Andreasen.  Gleðilegt líka að segja frá að við heiðruðum tvo félaga okkar með Melvin Jones viðurkenningu, þær Sigríði Karlsdóttur og Sonju Eyfjörð Skjaldardóttir - við óskum þeim  til hamingju þær eru svo vel að þessum heiðri komnarsmiley

    

    

    

    

    

    

    

    

  

  

 

 

 

 

 

 

 

 

8. mars baráttudagur kvenna - Góugleði í Haukahúsi í Hafnarfirði  þetta var venjulegur fundardagur hjá Emblu, svo við gerðum það sem okkur finnst skemmtilegt að ferðast saman með langferðabifreið, tókum með okkur gesti og gripum Edenkonur með okkur yfir heiðina.

 

 

  

  

  

    

    

  

   

 

   

  

  

 

 

 

 

 

Þorrasamveran okkar 29. janúar - frábær samverustund, takk Sonja, takk skemmtinefnd wink

  

  

  

  

  

  

  

  

  

  

  

  

 

 

 

26. janúar fundur í Eldhúsinu.  Það átti að halda þorrablót en þátttaka var ekki nægjanleg svo skellt var á venjulegum góðum fundi.   Farið yfir ýmis mál og fundurinn var svo í höndum skemmtinefndar.  Utan dagskrár kvaddi Sonja sér hljóðs og bauðst til að sjá um þorrablót fyrir þær Emblur sem vildu mæta og mættu taka með sér maka n.k. föstudagskvöld í litla salnum hennar Unnar í Gaujablokkinni.

  

  

  

  

  

 

 

 

Nýtt ár gengið í garð árið 2016

Fyrsti fundur starfsársins var haldinn í Eldhúsinu þann 12. janúar.

Gestur fundarins var Pólsk kona sem sagði okkur frá því hvernig væri að búa á Íslandi, fróðlegt erindi.

Ýmis mál tekin fyrir.

 

Jólafundurinn var svo haldinn 10. desember.

Alltaf góð samvera, þetta köllum við hungurfund, við borgum sama verð fyrir mat en skiptumst á við að koma með einhverjar veitingar - og þær ekki af verri endanum, það fer allavega enginn svangur heim.

Við föndrum saman, hlustum á jólasögu, förum í pakkaleik ofl. skemmtilegt.

  

  

  

  

  

  

  

  

  

  

  

  

  

  

  

  

  

  

  

  

  

  

  

  

  

  

      

  

  

 

 

 

Jólafundi frestað fram á fimmtudag 10. des. sami staður, sami tími

 

 

Jólafundurinn okkar n.k. þriðjudag 8. desember í Rauða Kross heimilinu.

Hungurfundur ( fjáröflun fyrir félagasjóðinn okkar ) muna eftir jólapökkum og jólaskapinu.

Klúbbfundur í Eldhúsinu 24. nóvember.  Góður og gagnlegur fundur, Bjarni Harðar var gestur fundarins, skemmtilegur eins og alltaf, mæðgunum okkar færð smáþakkargjöf fyrir hvatningu og stuðning við dömukvöldið okkar ofl. ofl.

  

  

  

  

  

 

 

 

 

Tíminn líður hratt - nú er komið að síðari fundi í nóvember - í kvöld 24. nóvember í Eldhúsinu.

Emblur hlaðnar störfum, selja jólakort, mæla blóðsykur, pakka gulrótum og funda stíft.

Sjáumst í kvöld.

 

Emblufundur í Eldhúsinu 10 nóvember 2015

Venjulegur félagafundur, þar sem tekin voru fyrir störf nefnda ofl. Lionsmálefni.

Guðmunda formaður sagði okkur frá svæðisfundi sem var um síðustu helgi.

Við vorum allar geislandi glaðar með ánægjuna og árangurinn af "Dömukvöldinu" okkar, það heppnaðist svo vel í alla staði.

Starfið á allan hátt komið á fulla ferð, sala hafin á jólakortunum okkar og gengur vel.

Við tökum þátt í sykursýkismælingum n.k. laugardag og seljum þar að sjálfsögðu jólakort í leiðinni.   Tökum þátt í kvennakvöldi Húsasmiðjunnar á Selfossi n.k. fimmtudagskvöld og seljum þar jólakort  - full starfsemi hjá öllum nefndum.

Gleðileg og góð samvera eins og alltaf.

  

        

  

Vinkvennakvöldið okkar þann 30. október 2015 heppnaðist frábærlega vel.

Skemmtinefndin öll á mikið hrós fyrir - frábær veislustjóri hún Vigdís Hauksdóttir, skemmtiatriðin öll mjög góð, nammi, namm..maturinn, happadrættið glæsilegt og allar 100 konurnar frábærar.

ÉG þakka frábært kvöld.

 

  

  

  

  

  

  

  

  

  

  

  

    

   

  

  

  

  

  

  

  

  

    

  

  

  

      

  

  

  

  

  

  

  

  

  

  

  

  

  

  

 

 

 

 

 

Það sem verður svo mest spennandi í þessari viku er vinkvennakvöld n.k. föstudagwink

 

Vinnufundur á Viss síðdegis 26. október 2015

Jólakortum pakkað og gerð klár í sölu, að venju var það lista/lionsmaðurinn hann Jón Ingi Sigurmundsson sem gaf okkur myndina til notkunar á kortin okkar.

  

  

    

  

    

  

  

 

 

Alltaf nóg að gera hjá Emblunum.

Diskótekið okkar góða var haldið laugardaginn 24 október s.l.

Eins og ávallt var mikið stuð, góðar veitingar og góð samvera á allan hátt.

Jón Bjarnason aðstoðaði okkur sem áður og þökkum við honum vel fyrir.

Látum myndir tala sínu máli.

  

  

  

  

  

  

  

  

  

    

  

  

  

  

  

  

   

  

  

   

  

  

  

  

  

 

Emblufundur 13.október 2015 í Eldhúsinu.

Heimsókn Umdæmisstjórans okkar Jóns Pálmasonar.

Eiginkonu Jóns var boðið á fundinn og vonum við að þau bæði hjónin hafi notið fundarins.   Guðmunda  formaður fræddi okkur um allt það helsta og svo kom umdæmisstjórinn okkar með gagnlega hvatningu og fróðleik.

Allir orðnar mjög spenntar fyrir konukvöldinu okkar og fengum við hvatningu og fregnir af því....spennandi...

Diskótek framundan............starfið komið í fullan gang.

Félagatali var útbýtt sem nú í fyrsta skiptið var prentað fyrir okkur í litla bók....við erum að verða alvörusmiley

Mér þótti leitt að missa af þessum fundi en ég var að hvíla mig í sól og sumarylcool

Myndir bárust frá Guðríði okkar í dag og ég læt myndir tala sínu máli.

  

  

   

  

  

  

  

    

  

   

    

  

  

  

Emblur þakka góðum gestum fyrir komuna til okkar.

 

 

 

 

 

Flottur fyrsti fundur starfsársins.

 

 

Kæru Emblur - nýtt starfsár að hefjast Lionsárið 2015 - 2016 sem verður væntanlega mjög viðburðarríkt á svo margan hátt.  Við leggjum inn í starfsárið með öflugum 40 konum og höfum aldrei verið fleiri, því ber að fagna.  Fyrsti fundurinn okkar er boðaður 22. september n.k. kl. 19:30 í Grímsborgum og við fáum úrvals súpu og brauð fyrir kr. 1.900.  Fundarefnið verður starfið okkar í vetur og það sem búið er að ákveða af stjórninni.   Mætum allar kátar og hressar..........vá hvað verður gaman hjá okkur.   Við erum stoltar konur og stoltar af öllum okkar konum, en endilega kíkið þið á vefsíðu íslensku Lionskonunnar sem skarar framúr henni Guðrúnu Björt sem er búin að gefa kost á sér til framboðs alþjóðaforseta.  Ný heimasíða var opnuð í dag 17.09.2015   www.liongudrun.com  ég hvet ykkur til að fylgjast með og kíkja á heimasíðuna.

 

 

 

 

 

 

Nú fer að styttast í að starfið okkar hefjist að nýju.   Tilhlökkunarefni fyrir okkur allar að hittast á nýju starfsári.

Emblur tóku að sér rabbabaraverkefni og margar okkar lögðu margar vinnustundir í það verkefni - takk kæru Emblur.   Þetta er skemmtilegt verkefni og passar okkur vel, en auðvitað er erfitt að ná saman stórum hópi á þessum árstíma, þegar fólk er í fríi út um hvippinn og hvappinn.

Á alþjóðaþingi í Honulu var vinningsmynd frá Emblum, myndin hennar Sigrúnar Jónu valin til að prýða LCIF dagatalið

Emblur hafa verið duglegar að taka þátt í þessari alþjóðlegu Ljósmyndasamkeppni LIons og erum við þakklátar og stoltar.

Fréttir bárust nú um miðjan ágúst að Guðrún Björt hlaut fullan stuðning erlendu uppstillingarnefndarinnar til að bjóða sig fram til 2. varaforseta Lions, við erum að tala um alþjóðaforseta og ef allt gengur að óskum munum við íslenskir lionsfélagar eignast fyrsta kven alþjóðaforseta Lions.    Þetta eru gleðilegar fréttir .

Hlakka til að hitta ykkur á fyrsta fundi.

Munum alltaf - hafa gaman saman, margar hendur vinna fislétt verk og við brúum bilin wink

 

 

Ungmennabúðir hafa gengið vel.

Margir lagt hönd á plóg, en Stína Ólafs okkar er "Mamma búðanna" og er búin að vera vakandi og  sofandi yfir þessu verkefni í tæpar tvær vikur,og eigum við henni miklar þakkir skildar.

Í samstarfi við Lionsklúbb Selfoss, tókum við ungmenninn okkar í ferðalag um síðustu helgi.

Leigðum rútu, Kiddi keyrði og Hannes Lkl. Selfoss var leiðsögumaðurinn okkar.

Þóranna, Sonja og Björg undirbjuggu svo mat og svefn í Vík, pumpuðu upp vindsængur og svo var útbúin stórveisla á laugardagskvöldinu.

Við keyrðum þau austur í Jökulsárlón, þar sem þau fóru í siglingu og stoppuðum svo á merkilegum stöðum, fjörur, þau löbbuðu á Reynisfjall, við fórum niður í Reynisfjöru, á safnið á Þorvaldseyri, skoðuðum Skógafoss, Seljalandsfoss, Fjölbrautarskóla Suðurlands og enduðum svo í pizzuveislu á Hoflandssetrinu.

Þetta var vel heppnað í alla staði og allir ánægðir.   Við buðum Hinrik okkar með okkur í ferðalagið og gaman að sjá hvað hann datt inn í hópinn og létti okkur leiðsögn og frásagnir cool

Höfðingjarnir Sólveig og Jóhannes á Höfðabrekku Hótel Kötlu buðu okkur til morgunverðar.

Karlarnir okkar Kiddi, Jón Finnur og Hannes fengu aðeins að taka í grillið

Flottir krakkar smiley

 

 

Nú er komið sumar.

Emblur halda ótrauðar áfram starfi sínu, skera nú rabbabara á Skeiðunum.

Gaman saman alltaf og muna margar hendur vinna fislétt verk.

Svo eru ungmennabúðir Lions að hefjast í Hveragerði og þar sinnum við líka ákveðnum verkefnum cool

Stína Ólafs lúrði á þessari skemmtilegu mynd frá 1996, Guðríður heiðruð með Melvin Jones viðurkenningu og Þuríður Þórmundsdóttir að ganga til liðs við okkur.

 

 

Stjórnarskiptafundur 19. maí 2015

Fínn súpufundur í Grænumörkinni, nýja og gamla stjórnin hjálpuðust að við að útbúa veitingarnar.

Margréti, Kristínu og Björgu þökkuð góð störf á árinu og viðtók nýja stjórnin skipuð Guðmundu, Þórönnu og Sigríði Hrefnu.

Guðmunda afhenti Guðríði viðurkenningu fyrir þátttöku sína í ljósmyndasamkeppninni og Kristín skartaði Kjaransorðunni.

Guðmunda sagði okkur frá þinginu á Seyðisfirði.

 

 

Við erum flestar komnar heim af þingi frá Seyðisfirði.

Vel heppnað þing og skemmtilegt hvað við Emblur vorum margar.

Emblur mættu 9 á þingið á Seyðisfirði, það vakti athygli.

En best af öllu var hvað það var gaman hjá okkur.smiley

 

Ekkert varð af skrúðgöngu sökum mikillar rigningar, en þarna eru Emblur stoltar með fánann sinn með öðrum Lionsfélögum.

Kristín að kynna Guðrúnu Björtu til framboðs 2. vara alþjóðaforseta.

Kristín að móttaka frá ykkur Emblurnar mínar  Kjaransorðuna úr höndum Fjölumdæmisstjóra.

 

Það voru fleiri Emblur sem fengu viðurkenningu.

Sigrún Jóna Sigurðardóttir varð aftur hlutskörpust með mynd í ljósmyndasamkeppninni okkar - hennar mynd var aftur send út í alþjóðlegu keppnina á alþjóðaþingið í Honululu í júní n.k.

Guðríður Þ. Valgeirsdóttir fékk einnig viðurkenningu fyrir bestu myndina í flokknum "Dýralíf"

Til hamingju Emblur við erum stoltar af ykkur.

 

 

 

 

 

 

Nú styttist í Lionsþingið okkar á Seyðisfirði.

Þangað mætir verðandi stjórn og tekur þátt og fer í skóla.

Fulltrúar okkar að þessu sinni eru Guðmunda Auðunsdóttir verðandi formaður, Þóranna Ingólfsdóttir, verðandi ritari og Sigríður Hrefna Magnúsdóttir verðandi gjaldkeri.

Fleiri Emblur taka líka þátt í þinginu á mismunandi hátt.

Kristín Þorfinnsdóttir, mun kenna í gjaldkeraskólanum og rita þinggerð Fjölumdæmisþings.

Ingibjörg Steindórsdóttir og Unnur Jónasdóttir ætla í það minnsta að taka þátt í makaferð, kynningarkvöldi og lokahófi, svo á eitthvað sé minnst.

Heyrst hefur að fleiri Emblur verði á ferð wink

 

 

Skemmtileg frásögn frá VISS í nýjustu DAGSKRÁNNI  - um sameiginlegt verkefni okkar EMBLU og VISS - Bangsarnir okkar í Sjúkrabilana.

 

http://www.dfs.is/vefblod/2293/#6http://www.dfs.is/vefblod/2293/#6http://www.dfs.is/vefblod/2293/#6

 

 

Fjölmargar Emblur mættu á stofnfund Lionsklúbbsins Eden í Hveragerði þann 5.5. 2015

Klúbbar á svæðinu sameinuðust um að gefa þeim forláta fundarbjöllu.

Þetta var flottur og góður fundur - við fögnum þessum nýja klúbbi í Lionshreyfinguna okkar

og óskum þeim velfarnaðar í öllum þeirra störfum.

 

 

 

Vorferð að baki, frábær fundur.

Teknir voru inn 2 nýjir félagar svo nú teljum við 40 Emblurnar.

Svava og María velkomnar í hópinn okkar við erum ákaflega stoltar að fá ykkur til liðs við okkur.

Unnur Einarsdóttir var gerð að Melvin Jones félaga og Kristínu Þorfinns var tilkynnt að hún hlyti Kjaransorðuna frá klúbbnum afhenta á þinginu á Seyðisfirði.

Maturinn var frábær, takk Sonja, Björg og Skemmtinefndin öll.

Síðan var sungið við undirleik Baldurs og Gulla.  Nú fær Baldur wink  ekki lengur að vera einn með okkur stelpunum.   ( Baldur er gítar Fjólu og Gulli er gítar Þórdísar )

Skemmtiatriði, kjólatískusýning og svo frábær samvera að okkar hætti með danssporum ofl. ofl.

Takk kæru Emblur.

Sonja og Guðrún Guðna búnar að stilla sér upp í eldhúsinu.

 

Stjórnarkonurnar okkar Margrét formaður og Kristín ritari að undirbúa fundinn.

 

Sirrý Karls og Bjarnlaug Helga að spjalla.

 

Gaman saman.

 

Guðmunda Auðuns verðandi formaður  ( Munda okkar )

 

Margrét Lúðvígsdóttir ( Magga Lú )

 

Þórdís  einn af nýju félögunum  okkar   ( eigandi Gulla gítars )

 

María Hauks (  stundum kölluð Maja Hauks eða María í Geirakoti )

 

Guðrún Sveins ( Gunna Sveins )

 

Unnur Einars ( vá....nýjasti Melvin Jones félaginn okkar )

 

Unnur Jónasar

 

Sigríður Hrefna Magnúsdóttir ( Sirrý Magg )

 

Svava, Oddbjörg og Margrét Kristjáns

 

Kristín Björns og Katrín Súsanna  ( Stína Björns og Súsý )

 

Fjóla, Magga og Bubba ( Þuríður Fjóla, Margrét Jóns og Björg Óskars )

 

Orðuhafar kvöldsins Unnur Einarsdóttir MJF, Kristín Þorfinnsdóttir Kjaransorða.

 

Unnur, Bíbí ( Ingibjörg Jóna ) og Munda

 

Gunna Guðna og Stína Björns

 

Fjóla og Þórdís að undirbúa gítarundirleik

 

Ragnheiður Ágústs og Magga Kristjáns

 

Sibba ( Sigurbjörg Hermundsdóttir ) ogSirrý Magg

 

Ásta Andreasen ( Ásta Mallings ) og Svava Einars.

 

Þórey Ström og Sibba

 

Fjóla, Þórdís og Bubba.

Helga og svo mæðgunar Sonja og Björg ( Kristjana Björg gjaldkerinn okkar )

 

Maja Hauks og Helga í sægrænu dressunum.

 

Úti að taka veðrið og skoða fjallasýn

 

Knús

Meira knús

Ó okkar kæra Guðríður velkomin til okkar.

 

 

Gera sig klárar fyrir tjúttið.

 

 

Sonja og Magga

 

 

Inntaka nýrra féaga er alltaf mikilvæg og hátíðlegstund

Margrét fomaður, Svava nýr félagi, María nýr félagi.

 

 

 

Unni Einarsdóttur veitt Melvin Jones viðurkenning.

 

Maður er nú bara orðin þyrstur.....

 

Fleiri að gera sig klárar fyrir tjúttið

 

Já sjáið þið bara - það var sko tjúttað á mismunandi skóm.

......framhald....ég er búin að fá fullt af myndumtil viðbótar.....

Sonja og Magga formaður

Stína Björns ritarinn okkar að lesa fundargerðir.

Meira frá inntökunni, meðmælendur með nýjum félögum

að fara yfir markmið og

siðareglur

Flottir nýjir félagar með meðmælendum og formanni.

Margrét formaður og Unnur Einarsdóttir okkar verðugi MJ félagi.

Sirrý Karls formaður nefndarinnar

Nefndin öll sem mætt var. - takk fyrir frábæran undirbúning

Svo hófst grínið.....Kristín og Sibba voru teknar inn sem ungliðar

í þessum fatnaði og stóðu undir merkjum  - klæddust ungliðagallanum

og sungu söngva sem þær ungliðarnir sungu árið 1998 við inntöku sína.

Svo hófst tískusýningin.....á alls konar kjólum og fatnaði

Minningarflæði frá okkur Emblum....bara gaman.

Baldur og Gulli....nei ég meina Fjóla og Þórdís

Vá hvað þær voru flottar allar í stíl, nema fótaburðurinn wink

Gauja Emblumamma með barnið sitt hana Kristínu, takk ævinlega.

 

 

Húllum hæ og gaman hjá okkur - vorferðin framundan.

Við förum í Myrkholt á mogun eigum þar góða samveru fram á fimmtudag.

 

 

Móðurklúbburinn okkar Lkl. Selfoss fagnaði 50 ára afmæli um helgina.

Þeir fengu góða gjöf frá börnunum sínum, flotta poka undir fánann sinn og fánastöngina.

Ásta kærar þakkir fyrir saumaskapinn - og flott var það .

 

 

Emblukonur stóðu sig vel í söfnuninni, stóðu við og í öllum helstu verslunum Selfoss með baukana.   Vonandi höfum við náð góðum árangri í þessari mikilvægu söfnun.

 

 

Rauðu fjaðrarsöfnunin okkar framundan um helgin.

Allt komið í gott skipulag hjá okkur og við mönnum hverja vakt með baukana og stöndum okkur örugglega rosalega vel.

Verkefnið virðist vera búið að fá góða umfjöllun í fjölmiðlum, svo nú tökum við bara á móti fé með glöðu geði og Þjónustumiðstöð blindra og sjónskertra getur vonandi keypt/þjálfað fullt af blindrahundum.

 

og...svo er það hrós dagsins.... ég var að skoða alþjóðlegu vefsíðu Lions og sé þar að Kristín ritarinn okkar er búin að upplýsa heimsbyggðina um öll góðu störfin okkar í vetur.    Glæsilegt kæri ritari og kærar þakkir.

 

Árið okkar þýtur hjá á ógnarhraða, kominn apríl mánuður, framundan Rauðu fjaðrar söfnun, og nú ætlum við að safna fyrir Blindrahundum 17 til 19 apríl

Nýtum okkur markmiðin okkar  " Margar hendur vinna fislétt verk"  Gaman saman og við brúum bil"

Tökum þátt, nýtum krafta okkar og vinnugleði og svo styttist í vorferðina okkar þar sem við munum fagna saman góðum árangri í söfnuninni.

Brúum bil Emblur

 

 

 

 

Folduheimsóknin var mjög skemmtileg og fræðandi.

Vel mætt frá báðum klúbbum og glæsilega tekið á móti okkur.

Takk Foldur fyrir góðan vinskap.

Ég þarf að hafa samband við myndasmið Foldukvenna til að fá myndir á vefinn okkar, við stóðum okkur ekki vel í því.

 

 

 

Næst munum við hittast þann 10. apríl...ekki leiðinlegt að fara með langferðabíl til Reykjavíkur til að heimsækja Lkl. Fold - við munum eiga stefnumótið í Sæbjörginni.

Munið að taka sjóveikistöflurnar wink

 

Göngugarpar eruð þið enn að ?

 

Skemmtilegasta verkefnið okkar Diskótek 21.03.2015

Haldið í Karlakórsheimilinu við Eyrarveg, að vanda sá Jón Bjarnason um fjörið fyrir okkur og mjög margir skjólstæðingar, aðstoðarfólk og Emblur mættu.

Hörku fjör og mikið af góðum kökum smiley

      

                           

   

               

      

   

   

         

                           

                     

 

 

 

 

 

 

 

Munið klúbbfundinn í Tryggvaskála þriðjudaginn 10.mars.

Gestur fundarins verður Magnús Hlynur Hreiðarsson, fréttamaður.

 

 

Gönguhópur Emblu skálmaði af stað góðan hring í dag 2. mars 2015 með þátttöku 13 Emblufélaga -  flott framtak.

Þórdís Eygló sendi mér svo góðar myndir.....en ég næ ekki að koma þeim réttum inn.

Reyni að finna ráð við þessu, kv. vefstjórinn.

Klúbbfundur í Emblu 24. febrúar 2015 haldinn í Tryggvaskála.

Góður fundur, góð mæting og þrír gestir wink 

Hefðbundinn fundur en framsögu hafði Alma Oddsdóttir  "Hreyfistjóri HSU" og útskýrði "hreyfiseðla" og svaraði spurningum varðandi þá.

Björg Óskars fékk viðurkenningu ( merki ) fyrir fjölgun félaga

Guðmunda Auðunsdóttir þakkaði fyrir Melvin Jones viðurkenninguna sem henni var afhent á þorrablótinu.

Sagt var frá heimboði til Foldukvenna þann 22. apríl n.k.

Grænumarkarkaffi verður ekki fjáröflunarverkefni hjá okkur, þau ætla að sjá um þetta sjálf áfram.

Við erum farnar að kanna þátttöku fyrir vorferð, sem væntanlega verður með svipuðu sniði og í fyrra, dvalið í Myrkholti þar sem við gistum.  Listi var látinn ganga og 28 skrifuðu sig á nú þegar.

Bíbí seldi LCIF dagatöl, þar sem myndir úr Ljósmyndasamkeppni Lions skarta.

Montnastar erum við að eiga ( Sigrún ) myndina í janúar mánuði.

Eftir erindi "Hreyfistjóra HSU" hvatti Unnur Emblur til að hreyfa sig meira, ganga til dæmis saman tvisvar sinnum í viku, er í þróun en konur áttu erfitt með að ákveða tímasetningu.

Maturinn var góður, og Guðríður okkar ljósmyndari tók fullt af myndum sem fylgja hér með.

Guðrún Sveins og Ingibjörg Steindórs ( Bíbí )

Sonja, Margrét Kristjáns, ( Katrín ) Súsanna og Ásta.

Guðmunda Auðuns ( Munda MJF ) og Súsanna.

Margrét Lúðvígs ( Magga Lú ), Unnur Jónasar og Sigríður Karls ( Sirrý Karls )

Súsanna, Fjóla Pálma ( Þuríður Fjóla ) og Magga Kristjáns

Margrét Jónsdóttir ( formaður ) og Þóranna Ingólfs.

Unnur Einarsdóttir og Brynhildur Tómasdóttir ( Binna )

Munda (MJF ) og Guðrún Guðnadóttir ( Gunna Guðna )

Sirrý Karls, Hjördís Inga og Munda.

María Hauksdóttir ( Maja Hauks ) og Sigurbjörg Hermundsdóttir ( Sibba )

Björg Óskarsdóttir ( Bubba ( Bubba bakarans )) og Magga Jóns.

Bubba og Magga.

Hreyfistjóri HSU Alma Oddsdóttir - " flott starfsheiti "

Munda að þakka fyrir sig smiley

 

 

Þorrablótið  13 febrúar haldið með Lionsklúbbi Selfoss, mökum og gestum tókst vel í alla staði.  Hápunkturinn fyrir okkur Emblurnar var að Guðmundu Auðunsdóttur var veitt Melvin Jones viðurkenning sem við erum ákaflega stoltar af.   Guðmunda er einn af stofnfélögum okkar, hefur alltaf verið sterkur og öflugur félagi, tekið að sér svæðisstjórastarf á svæðinu okkar númer 4 og telur ekkert eftir sér í starfinu okkar.

 

 

 

13. febrúar - ÞORRABLÓT.

Sameiginlegt þorrablót Emblu og Lkl. Selfoss verður haldið í Karlakórsheimilinu n.k. föstudagskvöld.

Stjórnarkonur eru að hvetja okkur áfram.....þetta stefnir í góða þátttöku.

Gaman saman með móðurklúbbnum og mökum þeirra.

Góða skemmtun wink

 

 

 

 

31. janúar 2015

Svæðisfundur á svæði 4 haldinn í Brautarholti.

Gunnar Sverrisson hafði boðað til fundar.

Stjórnarkonur Emblu mættu, rætt var um unglingabúðir sem við komum til með að sjá um klúbbar á svæði 4 í júlí n.k.   Guðmundur Oddgeirsson Lkl. Þorlákshafnar mætti á fundinn og hvatti klúbba til að fara að undirbúa það.

Söfnunin Rauð Fjöður var kynnt og gleðilegustu fréttirnar voru að Eden konur ætla að halda stofnskrárhátíð 05.05 ef þæ ná nægum fjölda....hvetjum þær til dáða.

 

 

 

25. janúar 2015  Klúbbfundur í Lionsklúbbnum Emblu í Tryggvaskála.

Ágæt fundarsókn.  Rætt var um Bangsagjöfina í sjúkrabílana og tilkynnt að verið er að hann merki til að sauma í þá sem segir hvar þeir eru framleiddir ( Viss ) og svo auðvitað að vekja athygli á Lionsklúbbnum Emblu.   

Við fengum góða kynningu á nýrri fjáröflun á síðasta fundi að taka að okkur að sjá um kaffi fyrir eldri borgara í Grænumörkinni einu sinni í viku yfir vetrartímann.

Þetta var rætt betur á þessum fundi og ákveðið að við tækjum þetta að okkur.

Gaman þegar félagar eru opnir fyrir nýjum hugmyndum um fjáraflanir smiley

Þetta var léttur fundur með sögulegum brauðrétti og Sirrý Karls las upp úr nýrri bók eftir Kristínu Steinsdóttur.

 

 

13. janúar2015  Klúbbfundur í Lionsklúbbnum Emblu í Tryggvaskála

Góð mæting og kossar og knús í tilefni nýja ársins 2015.

Einn gestur mætti á fundinn okkar María Kristín, sem kom að máli við eina Embluna okkar og óskaði eftir því að fá að kynnast okkur.   Við vonum að við höfum laðað hana að okkur og að hún hafi áhuga á því að mæta á næsta fund með okkur til að kynnast okkur betur.

Þetta var fundur um innanfélagsmálin okkar.   Nefnarformenn/ritarar nefnda sögðu frá því sem var búið að gerast á starfsárinu og hvað væri framundan.

Glæsilegt nýtt starfsár og gleðiríkt verður það.

Jólakortasalan okkar gekk með afbrigðum vel og Unnur Jónasdóttir í jólakortanefnd gaf okkur allar upplýsingar um árangurinn.  Við fögnuðum með kraftmiklu lófaklappi.

Þetta er okkur dýrðmæt fjáröflun til að hjálpa okkur við að leggja lið.

Það komu ýmsar áhugaverðar tillögur um fleiri fjáraflanir og væntum við þess að félagar taki vel á móti öllum slíkum tillögum og verði jákvæðir til að taka þátt.

Tryggvaskálastarfsfólk dekraði við okkur í mat og var þetta einstaklega áhugaverður fundur.

Sjáumst hressar á næsta fundi.

Takk fyrir samveru.

 

 

Gleðilegt nýtt ár kæru Emblur og hafið þökk fyrir skemmtilegt samstarf á gamla árinu.

30 desember skálmuðu Emblur kátar og hressar frá "Kirkju að bar" og áttu þar ( Kaffi Krús )  góða stund eftir hressandi göngutúr wink

Í desember var svo að venju "Hungurfundurinn" okkar - jólafundurinn.

Við köllum þennan fund Hungurfund, þar sem þetta er fjáröflunarfundur fyrir félagasjóðinn okkar.   Við borgum fyrir mat eins og á venjulegum fundi, en tökum með okkur smákökur og eitthvað gott í magann og njótum.   Skiptumst á jólapökkum, fáum gjarnan eina jólasögu og að þessu sinni tóku Emblur sig til og sömdu brag og sungu fyrir okkur.   Góð stund eins og alltaf hjá okkur.

Textinn sem frumfluttur var er sunginn við lagið "Sjúddirarírei"

Til Edinborgar Emblukonur fóru

í eftirdragi töskurnar stóru

Í rútunni þær fóru fljótt að þjóra

og fengu sér því allavega.....

sjúddirarírei, sjúddírarírei, 

hvítvín eða tvo - þrjá bjóra.

______

Flugið gekk svo eftir bestu vonum

enda mikið þar af vöskum myndarkonum

Nefndin var með snakk og snarl í tösku

sem borðað var um miðnættið og

súddírarírei, súddírarírei

það niður rann með góðum sopa úr flösku.

________

Í bítið var svo farið út að skanna

og búðirnar hjá skotunum að kanna

Margt var þar sem þurftum við að kaupa

kápur, kjóla og nærbuxur og

súddírarírei, súddírarírei 

við skuldum ekki minnast neitt á skóna.

______________

Enn var farið aftur út að skoða

Í Edinborg er úr svo mikilu að moða

og Prinsessstreet við hlupum fram og aftur

við vissum ekki hvaðan kom og

súddírarírei, súddírarírei

allur þessi mikli ofurkraftur.

___________

Alltaf var svo farið út að borða

lambakjöt og indverskan án orða

Allt skipulag hjá Björgu var í lagi

hún fór með okkur þvers og kruss og

súddírarírei, súddírarírei

en við létum ekki alltaf vel af stjórn.

_____________

Heim við komum glaðar eins og gengur

hefðum alveg viljað vera lengur

Rútan beið við máttum ekki slóra 

fengum svo í restina...

súddírarírei, súddírarírei

að síðustu einn eða tvo bjóra smiley

Höfundar ónafngreindir.

 

 

 

 

 

 

Fundur 25 nóvember 2014 í Tryggvaskála.

Klúbbfundur í Lionsklúbbnum Emblu haldinn í gær.

Flottur fundur þar sem við fengum ungmennið okkar hann Hinrik Guðmundsson sem fór út til Sviss á okkar vegum í ungmennaskipti s.l. sumar.   Hinrik er svo flottur strákur sagði okkur svo skemmtilega frá upplifun sinni og 4ra vikna dvöl sinni í Sviss í máli og myndum.   Endaði svo á því að heilla okkur alveg upp úr skónum með

fiðluleik sínum.

Hinrik veit greinilega að við þurfum að nota bjöllur til að stjórna fundum, hér færði hann Margréti formanni Emblu "Kúabjöllu" að gjöf, minningargjöf frá Sviss.

 

Unnur Jónasar með drenginn, sem verður ekkert hennar einkaeign eftir þessa flottu heimsókn hans til okkar.....nú eigum við hann allar wink

Við fengum fleiri góða gesti,  Gunnar Vilbergsson Lkl. Grindavíkur sem gengir embætti annars varaumdæmisstjóra heimsótti okkar og flutti okkur fróðleik  frá alþjóðaforseta, umdæmisstjórn og sagði okkur frá sínu Lionsstarfi, við fengum líka Gunnar Sverrisson Lkl. Geysi, svæðisstjórann okkar í heimsókn og voru þeir báðir þakklátir fyrir að fá að taka þátt í þessum fundi með okkur og voru stoltir af starfi okkar.

Gunnar Vilbergsson annar varaumdæmisstjóri frá Lionsklúbbi Grindavíkur 

og Gunnar Sverrisson svæðissstjóri á svæði 4 frá Lionsklúbbnum Geysi.

 

Kristín Björnsdóttir ritari að lesa fundargerðir.

Margar Emblur hlutu viðurkenningu fyrir starfsaldur sinn í klúbbnum

Þarna stilla þær sér upp með gestunum okkar. Margrét Kristjáns, Þóranna, Þuríður Fjóla, Guðrún Sveins, Rangheiður Ágústs og Sigríður Karls.

 

Margrét Jónsdóttir formaðurinn okkar að afhenda Gunnari Vilbergssyni fána okkar að gjöf

Gunnar svæðisstjóri að ávarpa okkur.

 

 

Blóðsykurmælingar gengu vel fólk vissi vel af okkur og kom sérstaklega til að fá blóðsykurmælingu við mældum um 300 manns, en því miður reyndust allnokkrir of háir og var bent á að láta athuga nánar. Hér koma nokkrar myndir af mælingunum, og að sjálfsögðu seldum við jólakortin okkar fallegu  á sama tíma.

Við erum svo heppnar að eiga nú 4 sjúkraliða innan okkar raða, svo vel gengur

að manna mælingarnar.   Sonja, Margrét, Guðlaug ( gestur ) og Sigurbjörg.

Sjáið þið flotta rúllustandinn þarna á bak við okkur.

 

Mælingarnar komnar á fullt, Kristín Ólafs með viðskiptavin, en alltaf erum við í samkeppni við

hann Bertoni !!!

 

Fulltrúar beggja Lionsklúbbanna - Emblu og Selfoss, Sibba, Gunnar og Magga Lú.

Fulltrúar klúbbanna, Guðríður, Gunnar og Magga Lú.

Jólakortanefndin að störfum, kortin uppseld ? - verið að selja eldri kort 2 fyrir 1 smiley

 

Blóðsykurmæling fer fram n.k. laugardag í anddyri Krónunnar á Selfossi milli klukka 13:00 - 16:00.   Lionsklúbburinn Embla og Lionsklúbbur Selfoss munu sameiginlega standa að þessu.

Allir velkomnir í fría mælingu.

 

 

Komnar heilar heim frá Edinborg - vel heppnuð ferð í alla staði og bara skemmtileg.

Við höfum ekkert verið mjög duglegar í gegnum tíðina að taka hópmyndir,

en eigum nú nokkrar eftir þessa ferð.   Þessi mynd var tekin af okkur síðasta

kvöldið  í Lobbýinu okkar á Hótelinu.

 

 

Gunni "minn" hennar Sirrý Karls var svo yndislegur við okkur að keyra okkur að og frá flugvelli.

Þarna er hann á gænu rútu Gumma Tyrfings.

Dagrún og Hjördís Inga að leggja í ' ann frá Skólavöllunum.

Spenntar Emblur að smala hópnum saman fyrir innritun í Keflavík.

Björg, Súsanna, Guðmunda, Ragnheiður og María.

 

Við erum frægar fyrir skemmtilega klósettfundi - þessi var greinilega ekki sá versti.

Ingibjörg ( Bíbí )  í kasti.

Fyrrverandi formaður að jafna sig eftir skemmtilegan klósettfund.

Já takk fyrir að minna mig á Bíbí mín 

Ásta, Sibba, Munda, Ragnheiður og Magga Kristjáns á kafi í Lionsblaðinu okkar nýjasta.

Dagrún, Hjördís, Stína,  Magga og Unnur að skoða myndir með  aðdáun í nýjasta Lionsblaðinu okkar.

Fjóla og Gunna Sveins

Maríurnar okkar báðar, María Hauks og María Kristjáns - eða eru þær Majurnar okkar.

Í vatni og Coke   Þórey og Unnur Jónasar.

Bubba, Bíbí, Munda og Magga.

Allar að fá sér einhverja hressingu fyrir flugið til Edinborgar...........vá hvað þetta verður gaman.

Kíkja í budduna og svona það sem gera þarf fyrir flug.

Ásta, Magga, Þura, Gauja, Sibba og Fjóla stilltu sér upp.

Unnur og Guðrún.

.......þetta er allt að gerast við komnar út í vél.   Nú var þetta orðið raunverulegt.

María Kristjáns og Kristjana Björg.

 

Gaman saman alltaf.

Fyrsti dagurinn í Edinborg, stelpurnar sem nenntu ekki í verslunarleiðangur.

Guðríður og Sigrún Jóna.

Þær fóru á bari, skoðuðu turna, byggingar og mannlíf og nutu dagsins líka smiley

Fyrsti hádegisbarinn

Sigrún og Guðríður komnar í menninguna.

Farnar að spjalla við fólk í Edinborg.

Guðríður og Sigrún, þramma um borgina að skoða, en svei mér þá Sigrún er kominn innkaupapoki í hönd þína ??

Kristín herbergisfélagi Sigrúnar fékk að ljóta með í þessari menningarferð.

Ótrúlega skemmtilegt að vera í borgarferð og fara upp á útsýnishæð og horfa yfir allt.

Þarna horfðum við niður á drottningarhöllina sem við náðum svo flestar að skoða betur síðar.

 

Eftir fjallgöngur og skoðanir af ýmsum toga þurfti nú að fá sér hressingu.

Innes&Gunn   var vinsælasti bjórinn - skál Edinborg.

Fyrsta kvöldið okkar í Edinborg.  Ferðanefndin búin að panta mat fyrir okkur á frábæru

steikhúsi "Kirby´s".   Lambakjöt skal það vera og vá hvað það var gott.

Kristín Þorfinns, Sigrún Jóna, Dagrún og Hjördís Inga.

 

Við vorum svolítið háværar þetta kvöld, eða kannski var bara hljómburðurinn í salnum ekki

við okkar hæfi laugh

Kristín og Sigrún bjuggu næstu dyr við lyftudyrnar, svo það var alveg við hæfi að koma

við og fá sér "te" fyrir svefninn.  Bíbí, Unnur og Stína Ólafs.

Sigrún, Gauja og Magga Lú.

 

Annar dagur í Edinborg.  Búið að skipuleggja skoðunarferð með íslenskum fararstjóra

henni Ingu.   Rútan mætt og við nutum dagsins, rúntuðum heilmikið um Edinborg og Inga

var frábær fararstjóri og sagði okkur frá mörgu sögulegu og skemmtilegu til að skoða.

Þarna erum við að skálma að kirkju sem Leifur Breiðfjörð íslenski glerlistamaðurinn

á stórkostleg listaverk í gluggum.

Inga að segja okkur sögu Mary Steward við erum við drottningarhöllina.

Rúntuðum um sveitir umhverfis Edinborg

Stoppuðum svo í hádeginu á Bridge Inn og fengum hádegismat, þann eina sem Emblur

þurftu að ákveða sjálfar.....það gat nú verið svolítið flókið og maturinn var mismunandi.

 

Ásta, Gunna Sveins og Kristín Þorfinns.

 

María Hauks og Ásta.

 

Gauja, Munda og Bíbí

Gauja og Unna að ákveða hvað þær ætluðu að fá sér af matseðilinu.   Þetta getur nú verið flókið.

 

Bubba, Súsanna og Magga Kristjáns.

Sibba, Inga fararstjóri, Ragnheiður Ágústs og María Hauks.

 

Bíbí, Sonja, Binna ( Unnur á bakvið ) og Magga Lú.

Sigrún, Inga fararstjóri, María, Kristjana Björg, Dagrún ofl.

 

Binna og Unnur.

 

Magga Lú og Þura Þórmunds

 

Þórey og Kristín Ólafs.

Dagrún og Kristjana Björg.

Kristjana Björg og María Kristjáns.

Kristín Þorfinns og Hjördís Inga.

Maturinn var svo sannarlega fjölbreyttur á matseðlinum - en gott allt cheeky

Við fengum smápissustopp og bjórhressingu í lok dagsins á þessari krá.

og svo smá te fyrir svefninn.

Jæja Sigrún mín sambýliskona, er ekki bara kominn háttatími

Fyrir hönd ferðanefndar og okkar allra - takk Björg mínwink

 

 

Fréttir frá jólakortanefnd.

Vel gekk í kortasölunni í gær í Húsasmiðjunni.

Gangi ykkur vel á morgun stelpur. !!

 

N.k. sunnudag leggja Emblur af stað til Edinborgar í 25 ára afmælisferð.

Það er ekki spurning það verður gaman hjá okkur.

Búið er að semja söngtexta fyrir ferðina við lagið það liggur svo dæmalaust ljómandi á mér.

Nú eru Emblur í utanlandsferð,

Skotland skal kannað og viðskipti gerð.

Á fæðingarheimili góðfrúr fá gist

Gegna á The last drop krá annarri list.

--------

Hátt skal nú lifað en hóf þar samt á,

Við heimafólk, frændsemi ræktuð sem má.

Fyllum vorn bikar með brosi í sál,

Bottums up, cheers, eða barast skál.

 

 

 

5.nóvember.     Ég var að fá fréttir frá Jólakortanefndinni okkar.

Þær vaða út um borg og torg að selja og selja grimmt.

Gleðilegt er að heyra að það voru margir farnir að bíða eftir okkur og okkar kortum.

Áfram stelpur allar sem ein - Húsasmiðjan annað kvöld og svo Kaupfélagið á laugardaginn - muna margar hendur vinna fislétt verk.

Blaðafulltrúinn okkar búinn að koma svo flottri frétt um jólakortin í Dagskránna sem er komin á vefinn núna en verður í útprenti á morgun.

Gleðilegt að heyra - góður árangur - svo við getum látið gott af okkur leiða.

Ég fer á Fjölumdæmisráðsfund á laugardaginn og það er búið að panta kort hjá mér þar -  alltaf flottar Emblurnar !!!!!

 

 

3. nóvember - nú færumst við nær Jólum.

Vinnufundur haldinn á VISS, pökkuðum jólakortunum okkar sem eru í ár sem áður með mynd málaðri af Jóni Inga Sigurmundssyni Lkl. Selfoss.

Myndin í ár er sérstaklega jólaleg og falleg og göngum við glaðar Emblur úr í stærstu fjáröflun okkar - sölu jólakorta.

Flott frétt frá blaðafulltrúanum okkar í Dagskránni sem er komin á vefinn - kemur út á morgun.

Eins og við segjum alltaf vinna margar hendur fislétt verk.

Við mættum svo vel og svo margar að þetta verkefni kláraðist á 30 mínútum.   Ég var aðeins of sein og náði eiginlega bara kaffipásunni með þeim.   Gaman saman - við erum bara flottastar.smiley

 

1. nóvember - svæðisfundur og diskótek.

Laugardaginn 1. nóvember var haldinn svæðisfundur á svæði 4 í Skálholti.

Gunnar Sverrisson Lkl. Geysir er svæðisstjórinn okkar þetta starfsárið.

Þarna mættu fulltrúar, Dynks, Laugardals, Geysis, Þorlákshafnar, Emblu og Selfoss.   Gunnar flutti skýrslu frá Lkl. Vestmannaeyja.

Gunnar Vilbergsson Lkl. Grindavíkur var líka gestur okkar hann er 2. varaumdæmisstjóri í 109 A þetta starfsár og kemur til okkar á næsta fund þann 25. nóvember.

Klúbbar fluttu skýrslur um starfið - alltaf gagnlegt og fróðlegt.

Lkl. Embla og Lkl. Laugardals komu með rúllustandana sem útbúnir voru fyrir þessa klúbba vegna þátttöku þeirra í alþjóðlega sjónverndardegi Lions 14. október s.l.

Lkl. Embla, Lkl. Geysir og Lkl. Selfoss færðu nýja klúbbnum okkar á svæðinu Lkl. Dynk fánaborg að gjöf.

Diskótekið var svo klukkan 2 þennan sama laugardag.

Haldið í Karlakórsheimilinu.   Karlakórinn styrkti okkur með fríum aðgangi að húsi þeirra, þökk sé þeim smiley

Alltaf jafn ánægjulegur dagur, mjög margir þáttakendur bæði frá Emblum og okkar fólki.   Jón bregst okkur aldrei - hélt uppi miklu stuði og gleðin geislaði út úr hverju andliti.

Glæsilegt kaffihlaðborð að loknu tjútti.

 

 

 

 

Fundur 28. október 2014 í Tryggvaskála.

Fjölmennur fundur, Emblur mættu 34 og svo fengum við Edenklúbbinn í heimsókn til okkar.

Sagt var frá WSD deginum, Lúkas afhendingu og sykursýkismælingum sem framundan eru í nóvember.  Diskótekið okkar verður þann 1. nóvember og einnig þann dag verður svæðisfundur.  Jólakortin í framleiðslu og líklegast er að það verði vinnufundur næsta mánudag við pökkun kortanna okkar.

Svo eru Emblur að fara í 25 ára afmælisferð til Edinborgar smiley

 

Fjölbreyttur og skemmtilegur fundur - en hátindur fundarins var þegar við tókum inn nýjan félaga hana Þórdísi Sigurþórsdóttur og bjóðum við hana hjartanlega velkomna í hópinn okkar.

Á síðasta starfsári 2013 til 2014 fengum við þá skemmtilegu áskorun frá Sjúkraflutningamönnum á Suðurlandi hvort Emblur væri ekki til í að styrkja þá með því að gefa Bangsa í Sjúkrabílana, handa börnum sem þyrftu að ferðast með þeim.

Emblur brugðust vel við og fengu sitt uppáhaldsfólk til að framleiða Bangsa í Sjúkrabílana.  Það voru  starfsmenn Viss ( verndaðs vinnustaðar á Selfossi ) sem tóku þetta að sér fyrir okkur.   Þegar Emblur afhentu Bangsana til Sjúkraflutningafólksins okkar tóku þau höfðinglega á móti okkur og sýndu okkur tól og tæki og fræddu okkur um það sem þau eru að glíma við á hverjum degi.

Þau sögðu okkur frá þörfinni fyrir hjartahnoðtæki og fræddu okkur um notagildi þess.  Þetta starfsár áttum við svæðisstjóra hana Guðríði Valgeirsdóttur.  Á fyrsta svæðisfundi á svæði 4 bar hún upp þá tillögu að klúbbar á svæðinu myndu sameinast um að safna fyrir slíku tæki,  tóku flestir klúbbar á svæðinu vel undir þessa tillögu og líknarnefnd Emblu hélt áfram með verkefnið.

ÞETTA TÓKST hjá klúbbum, það voru 6 klúbbar á svæðinu sem fóru stoltir í móttöku á Heilbrigðisstofnun Suðurlands s.l. föstudag eða þann 24. október og afhentu Lucas hjartahnoðtæki að gjöf.   Lionsfélagar fengu glæsilegar móttökur og þakkir fyrir frá stjórnendum HSU og sjúkraflutningamönnum.

Við erum stoltir Lionsfélagar að þetta frábæra samstarf klúbba á svæðinu tókst svona vel.

Hér má sjá nokkrar myndir frá afhendingu gjafarinnar.

 

 

Fréttir af lions.is og visir.is

Sex  lionsklúbbar á Suðurlandi, Lionsklúbburinn Embla á Selfossi, Lionsklúbbur Selfoss, Lionsklúbburinn Geysir í Uppsveitum Árnessýslu, Lionsklúbburinn Eden í Hveragerði, Lionsklúbburinn í Laugardal og Lionsklúbburinn Skjaldbreiður í Grímsnesi, söfnuðu fyrir Licas hjartahnoðtæki og afhentu tækið sjúkraflutningamönnum á Selfossi.  Tækið kostar um 2.5 milljónir króna og er sjálfvirkt hnoðtæki.
Hér má sjá frétt af Vísir.is sem segir nánar frá tækinu og afhendingu þess.  Myndina hér að ofan tók Magnús Hlynur Hreiðarsson.

Lionsklúbburinn Embla hefur einnig verið að selja jólakort og eru nánari

Allt að gerast hjá okkur Emblum.

Jólakortin - farið að auglýsa þau í Dagskránni, Lucasinn verður afhentur í vikulokin og svo kraftmikill fundur n.k. þriðjudag þar sem við bjóðum nýjan félaga velkominn í hópinn okkar og fáum gesti m.a. Eden konur úr Hveragerði.

 

 

 

 

 

14.október  2014

Emblufundur haldinn á WSD degi - alþjóðlegum sjónverndardegi Lions með þátttöku í deginum á fjölbreytilegan hátt.   Myndasmiður dagsins var auðvitað úr okkar röðum, hún Guðríður, Ingibjörg, Unnur Jónasar og Kristín Ólafs hjálpuðu til á sýningunni í Ráðhúsinu.

Björg Óskars, Þórdís Eygló, Sigrún Jóna, Sigurbjörg  og Þóranna og Jón Finnur komu og skoðuðu sýninguna ásamt fjölda sem var talinn um 2700.

Svo fjölmenntu Emblur með langferðabíl á Hótel Sögu á uppskeruhátíð dagsins.

Kristín Þorfinns var búin að starfa í undirbúningsnefnd að þessum degi ásamt öðru góðu Lionsfólki og fékk Progressive Melvin Jones viðurkenningu fyrir  frá Lionsklúbbi Mosfellsbæjar veitta úr hendi Joe Preston alþjóðaforseta.   Þetta var allt stór og merkilegur dagur fyrir okkur Emblur - við tókum þátt á svo fjölbreyttan hátt og fengum þakkir fyrir kleinur og svo margt fleira.

Ég læt hér nokkrar myndir fylgja með sem ljósmyndarinn okkar var að senda mér.

Þakka ykkur fyrir þessa góðu þátttöku á þessum mikilvæga degi okkar.

Verið að undirbúa sýninguna.  Kristín Þorfinns að vinna í tölvunni sinni.

Emblur hittu brottflutta Selfyssinga.   Anna Kristín og Stína Ólafs.

og þarna hittir Bubba Addý sem áður bjó á Selfossi

Emblur í sjónmælingu.   Stína Ólafs og Bubba

Lionskaffihúsið - þar rúllaði myndband allan daginn sem meðal annars innihélt diskómyndbandið okkar Emblu.

Kristín  með Emblubarnið sitt Bíbí

Kristín og Kiddi

Seylukonur sáu um Lionskaffihúsið, en Emblukonur veittu þeim góða hjálp.

Þóranna og Kristín.

Kiddi og Jón Finnur á Lionskaffihúsinu - örugglega að dáðst að Embluvideóinu.

Kristín og Guðrún Björt

Jón Finnur og Þóranna að skoða sýninguna

Emblur að skoða blindrahunda.

Sigrún Jóna tók Kristófer mann sinn með sér á sýninguna og dóttur sína.

 

Stína Ólafs, Sibba og Kristín stoltar við Emblu Rúllustandinn sinn.

Stína Ólafs, Kristín og Gauja stilla sér upp við EmbluRúllustandinn okkar - STOLTAR

Komnar á Hótel Sögu.  Marianna ( kona Jóns Pálma ) Þórdís, Unnur og Sibba

Stína Ólafs, Bíbí og Guðrún Helga í Seylu

Kristín og Kiddi á spjalli við Rannveigu Foldarkonu

Joe Preston alþjóðaforseti krækir í Kristínu Progressive Melvin Jones viðurkenningu

Undirbúningshópur að þessum degi.   Við fengum öll Melvin Jones viðurkenningu frá Lkl. Mosfellsbæjar veitta úr hendi Joe Preston alþjóðaforseta.    Jón Pálmason, Lkl. Víðarr, Guðrún Björt Yngvadóttir Lkl. Eik, Kristín Þorfinnsdóttir Lkl. Emblu og Edda Ruth Hlín Waage Lkl. Seylu.

Við vorum ákaflega þakklát og stolt.

Við fengum líka viðurkenningarskjöl frá Fjölumdæmisráði og flotta blómvendi.

 

Í lok kvöldsins náðum við Emblur sem eftir voru í samkvæminu að láta mynda okkur með Joe Preston alþjóðaforseta og eiginkonu hans Joni

Guðríður, Kristín, Ingibjörg

Kristín.Joe Preston, Joni, Unnur Jónasar.

Kæru Emblurnar mínar, ég segi enn og aftur þakka ykkur stuðning og þáttöku í þessum degi.   Við getum svo sannarlega verið stoltar.

 

 

 

Næsti fundur verður að taka þátt í WSD alþjóðlegum sjónverndardegi Lions þann 14. október n.k. Emblur ætla að fjölmenna með langferðabíl til Reykjavíkur

Emblur taka þátt í sýningu sem verður í Ráðhúsi Reykjavíkur í tilefni dagsins.

Búið er að útbúa rúllustand með kynningarefni fyrir hvað klúbburinn stendur.

Vefstjórinn ykkar er svo heppinn að vera búin að vera í undirbúningsnefnd vegna þessa verkefnis.   Við erum búin að eyða ansi mörgum klukkutímum í undirbúnings m.a. þessara rúllustanda, bæklingaprentunar, plakataprentunar ofl. ofl.

Neðangreindar myndir eru teknar í morgun á skrifstofunni minni, þar sem við erum búin að hittast núna helgi eftir helgi bæði laugardaga og sunnudaga og vinna að þessu.

Læt þessar myndir fylgja með að gamni.

 

 

Fyrsti fundur starfsársins okkar var í gærkvöldi 23. september 2014.

Við erum nú á nýjum stað í Tryggvaskála og maturinn lofar góðu.

Glæsilega nýja stjórnin okkar.

 

Björg, Kristín og Margrét

Kristín les fundargerðir

 

Björg gjaldkeri og Margrét Lú stallari

Gleðin var allsráðandi og það var svo gott að hittast að nýju

Þóranna og Sonja.

 

Dagrún og gestur hennar...... vonandi lýst henni vel á okkur !!

Unnur, María ofl.

 

Björg fékk fallegt hálsmen frá okkur í afmælisgjöf, sungnir voru afmælissöngvar,

ömmusöngvar og langömmusöngvar, svo ég tali nú ekki um Emblusönginn okkar.

 

Guðmunda segir okkur frá Lucas söfnuninni og hvenær gjöfin verður formlega afhent.

Við fengum líka fræðslu um alþjóðasjónverndardag Lions sem haldinn verður 14. október og

við ætlum að taka þátt í sýningu og fara með langferðabíl í bæinn til að taka þátt.

 

Ingibjörg fv. formaður var glöð yfir því að sitja svona róleg og slök út í sal ( laus við formannsembættið )   en sagði okkur frá gangi mála í jólakortanefndinni.

Jón Ingi er búinn að mála fallega mynd fyrir okkur á næsta jólakort og myndin var sýnd öllum.

 

 

 

Munið fundinn á morgun þriðjudaginn 23. september í Tryggvaskála.

Þetta er fundur númer 439 í Lionsklúbbnum Emblu.

Fyrir utan okkar hefðbundnu fundarstörf, verður farið yfir ársreikningana okkar, vetrardagskráin kynnt og svo fáum við kynningu á WSD alþjóðlega sjónverndardegi Lions sem haldinn verður 14. október n.k.

Gjaldkerinn okkar minnir okkur á matarreikninginn við getum millifært inn á 

0152-26-5052 kt. 500596-2369  kr. 2.300

Sjáumst hressar og kátar.

 

 

Kæru Emblur........nú er komið fundarboð nýtt starfsár að hefjast.

Fyrsti fundur starfsársins verður n.k. þriðjudag þann 23. september á venjulegum fundartíma - fundur settur kl. 18:30

Nú ætlum við að hittast í Tryggvaskála og við verðum að mæta snemma...það er svo langt síðan við hittumst síðast, við höfum örugglega þörf til að spjalla svolítið saman.

Bara gaman saman,   jibbbbbbí  - starfsárið byrjað.

Hlakka til að sjá ykkur.

 

 

 

 

 

 

Í júlí boðaði nýr formaður okkur til óformlegs sumarfundar á Kaffi Krús 

Yndislegt að hittast en eins og gjarnan er á þessum tíma er erfitt að fá fulla mætingu.   Við hittumst 17 Emblur og áttum langþráða stund saman.   Bara að spjalla, en þó var tekið á ýmsum málum.   Lucasinn okkar er alveg að komast í höfn,  við tókum þá ákvörðun að við myndum Emblur gefa nýja klúbbnum Dynk fánaborg og við erum líka farnar að undirbúa Unglingabúðir næsta árs - búnar að eignast mömmu búðanna sem verður Arnfríður Kristín Ólafsdóttir.

Við vorum upplýstar um árangursríka rabbabaraverkefnið okkar sem endaði  á því að við lentum í " Landanum"  Þau í "Landanum" höfðu mikinn áhuga á okkar störfum og vilja gjarnan fá að fylgjast með mikilvægast verkefninu okkar, diskótekinu fyrir fatlaða einstaklinga sem við höfum haldið úti frá fyrsta starfsárinu okkar.   

Hér koma nokkrar myndir frá deginum í dag - Sumarkaffihúsahittingur.

Möggurnar okkar 3..... Magga Lú, Magga Jóns og Magga Kristjáns

Lúkaskonurnar Munda formaður líknarnefndar og Bíbí fráfarandi formaður.

 

Við hittumst reyndar bara 17 stykki Emblur, en vá hvað þetta var ljúft.

Alltaf gaman saman.

og svo.......myndir af Rabbabaraskurðinum í júní, sjá má starfsfólk Landans við upptökuna.

 

 

 

 

 

 

10. júní var Emblulundurinn okkar heimsóttur, gróðursett og hreinsað til, fengum okkur hressingu á Menam á eftir.

Formannatréð að þessu sinni var Úlfareynir, fallegt tré sem Ingibjörg fékk úthlutað

 

 

Stutt yfirlit í orðum fyrir starfsárið 2013-2014.

Eftir þing á Akureyri 2013, tókum við á móti kvikmyndatökufólki frá aðalstöðvum Lions.  Þau voru að kvikmynda ýmis Lionsverkefni hér á landi.  Emblur buðu þeim í morgunhressingu og kvöldmat.  Við gróðursettum formannatré, fórum á Menam á eftir og við skárum Rabbabara.  Súpufundur í Ágúst, sungum í grillveislu hjá íbúum í Grænumörkinni.

Guðríður, Dagrún og Kristín störfuðu í umdæmis- og fjölumdæmisstjórn.

Fengum skipunarbréf nefnda og prógram vetrarins á fyrsta fundi, tókum þátt í svæðisfundi og fengum þar fræðslu um Lions Quest.  Héldum diskótek í Tryggvaskála í október og heimsóttum Lkl. Geysi í Úthlíð og fórum með þeim í messu.  Fengum fræðslu um sykursýki á fundi í október, pökkuðum jólakortum í nóvember og hófum sölu á þeim.  Bangsar sem VISS framleiðir fyrir okkur voru gefnir í Sjúkrabíla á Suðurlandi og starfsstöð þeirra skoðuð.

Gestafyrirlesari var á nóvemberfundi, Gruðrún Kristín sem fræddi okkur um hvernig við ættum að láta drauma okkar ráðast.  Tókum þátt í sykursýkismælingum.

Nóvemberfundur í langferðabíl til Þorlákshafnar - skoðuðum og nutum þess að vera á Hendur í Höfn.   Hungurfundur í desember.

Strax í byrjun janúar stjórnaði útivistanefnd því að við fórum kátar og hressar frá kirkju að bar.  Árni umdæmisstjóri kom í heimsókn.  Tókum þátt í öðrum svæðisfundi þar sem við fræddumst um Medic Alert og kynning var á Lucas verkefni.  Síðari fundur í janúar - inntaka nýs félaga Hjördísar Ingu.  Fræðsluneti Suðurlands færður styrkur til tækjakaupa.  Tókum þátt í þorrablóti í Grænumörk með fjöldasöng ofl.   Fengum Foldur í heimsókn,  útivistarnefnd og umhverfisfulltrúinn okkar sópuðu okkar saman í fatasöfnunarverkefni Rauða Krossins.  Pálmi Hannesson ungmennastjóri kom og fræddi okkur í febrúar.  Tvær Emblur tóku þátt í LJósmyndasamkeppni.

Diskótek og 25 ára afmælishátíð okkar í mars, inntaka nýs félaga Maríu.  Fundur í langferðabíl á leið í Sóltún til að hitta Barry Palmer alþjóðaforseta.  Tókum þátt í þriðja svæðisfundi og fengum þar fræðslu um Lucasinn, sem klúbbar á svæðinu eru að safna fyrir.  Nýr klúbbur stofnaður á svæðinu Lkl. Dynkur.  Vorferð á Flúðir og í Biskupstungur, í apríl voru stjórnarskipti og í maí fóru nýju stjórnarkonur okkar á þing á Sauðárkrók.

Skemmtilegt og fræðandi starfsár - takk fyrir góð störf kæru stjórnar -  Emblur.

 

 

Flottar Emblur á Fjölumdæmisþingi á Sauðárkróki.

Við vorum að þessu sinni 4 Emblur á þingi - og alltaf jafnstoltar með Emblufánann okkar.

Kristín Þorfinns, Margrét Jónsdóttir verðandi formaður, Kristín Björns, verðandi ritari og Kristjana Björg

verðandi gjaldkeri.

Það var nú ekki verra að hafa móðurklúbbinn við hlið okkar, þarna eru þeir Ólafur Sigurðsson og

Birgir Árdal frá Lionsklúbbi Selfoss með okkur.

Lionsfólkið frá Selfossi á þingi á Sauðárkróki í maí 2014

Það er gaman að fara á þing á Sauðárkrók, Skagfirðingar eru svo skemmtilegir heim að sækja.

Þarna eru Skagfirskar Lionskonur búnar að búa sig uppá í íslenska búninga fyrir skrúðgönguna.

Félagar okkar af svæði 4 úr Lionsklúbbnum Geysi með nýju börnin sín, fulltrúa nýja klúbbsins

Dynks í Skeiða og Gnúpverjahreppi

Félagar okkar af svæði 4 úr Lionsklúbbi Þorlákshafnar.

Úr gjaldkeraskóla, stofugangur embættismanna.

Myndir úr gjaldkeraskóla, þarna má sjá Kristjönu Björgu og Birgi Árdal.

Fleiri myndir úr skrúðgöngu

Eftir kynningarkvöldið hittum við á Umdæmissstjórahjónin Árna og Hafdísi

Það hafði smá hópur Lionsfélaga náð sér í harmonikkuleikara og við sungum og dönsuðum smá

fyrir svefninn.

Okkar fólk á Umdæmisþingi.

Ýmis fræðsla og fróðleikur á göngum.  

Kristín Þorfinns, Guðrún Björt, Oya alþjóðastjórnarmaður frá Tyrklandi og fulltrúi frá

Þýskalandi.

Emblur á lokahófi í íþróttahúsinu - frábær skemmtiatriði heimatilbúin og svo að sjálfsögðu

tjúttað á eftir með "Geirmundi" sjálfum.

Emblur búnar að ná Dynksmönnum á borðið til sín.

Þetta var allt fróðlegt og skemmtilegt.

Að sjálfsögðu komum við hlaðnar viðurkenningum heim.

Emblurnar Sigrún Jóna Sigurðardóttir og Guðríður Þ. Valgeirsdóttir unnu til viðurkenninga fyrir þátttöku sína í ljósmyndasamkeppni Lions.   Ég kem til þeirra stækkuðum vinningsmyndum ásamt viðurkenningarskjölum.    Til hamingju stelpur smiley  Bara flottar.

 

 

 

 

 

 

 

Framundan er Fjölumdæmisþing á Sauðárkróki, þangað mæta Margrét Jónsdóttir formaður, Kristín Björnsdóttir, ritari og Kristjana Björg gjaldkeri.   Fleiri Emblur verða á svæðinu, Kristín Þorfinnsdóttir fjölumdæmisritari og kennari í gjaldkeraskólanum og svo verður Sigrún Jóna Sigurðardóttir þarna líka.

Við munum 5 stoltar Emblur skálma með fánann okkar í skrúðgöngu á Króknum.

http://www.skagafjordur.is/is/ibuar/vefmyndavelar

Þið sem heima sitjið og viljið fylgjast með okkur í skrúðgöngunni kl. 16:00 á fimmtudaginn getið prufað að fylgjast með okkur í þessari vefmyndavél á vefnum www.skagafjordur.is

 

59. Lionsþing fjölumdæmis 109 verður haldið á Sauðárkróki dagana 29. og 30. maí næstkomandi.

Lionsklúbbarnir fjórir í Skagafirði, Lkl Sauðárkróks, Lkl Björk, Lkl Höfði og Lkl Skagafjarðar standa fyrir þinginu.

Hér sendum við ykkur dagskrá þingsins og upplýsingar um þingstað og þingstörfin, einnig eyðublað fyrir skráningu á þingið og kjörbréf fyrir væntanlega þingfulltrúa. Það er afar mikilvægt að eyðublöð þessi séu vandlega útfyllt því þau liggja til grundvallar öllu skipulagi þingsins. Einungis er tekið við skráningu á viðkomandi skráningarblaði.

Guðríður Þ. Valgeirsdóttir svæðisstjórinn okkar fór á afmælishátíð hjá Geysismönnum 21. maí s.l.

Frá Lionsklúbbnum Geysi tók hún á móti táknrænni gjöf þeirra í Lucas söfnunina.

 

 

 

 

 

Lokafundurinn okkar 13. maí 2014 stjórnarskipti.

Ingibjörg formaður og hennar konur í stjórninni luku stjórnarstörfunum í kvöld og vörpuðu boltanum á nýja stjórn undir forystu Margrétar Jónsdóttir.

Fundurinn var fjölmennur, vantaði aðeins tvær konur Kristínu Þorfinns og Þóreyju Ström.

Því miður flutti Ingibjörg okkur þær leiðu fréttir að Jóninna Hjartardóttir væri búin að segja sig úr klúbbnum sökum persónulegra aðstæðna.   Leitt að missa góðan félaga en svona er lífið stundum.

Sagðar voru gleðilegar fréttir frá Lucas söfnuninni sem klúbbar á svæði 4 standa að.

Klúbbarnir hafa tekið vel við sér og nú vantar einungis 140.000 til að málinu ljúki.

Vel að verki staðið og sannast enn og aftur að margar hendur vinna fislétt verk.

Emblukonur ganga glaðar út í sumarið, nú er þingið framundan á Sauðárkróki í lok þessa mánaðar og þangað mætir Margrét með sínar stjórnarkonur.

Svo væntanlega hittumst við í Emblulundi fyrripart júnímánaðar og gróðursetjum formannatré samkvæmt venju og hlúum að lundinum okkar.

Ég bíð spennt eftir að fá myndir frá þessum lokafundi, þar sem ég gat því miður ekki verið með ykkur.   Tafðist í Washington sökum flugmannaverkfalls.   Var þokkalega afsökuð varðandi mætingu þar sem þetta teljast óviðráðanlegar aðstæður sem ég lenti í.

Mínar kæru takk fyrir frábært starf í vetur og skemmtilega og fræðandi samveru.

 

Unnur Einars að segja okkur frá áheiti í Lucas söfnun ..................

..............og afhenti okkur fjármunina.

Guðrún gjaldkeri tekur við fyrir Emblu hönd.

Unnur fékk kossa á báðar kinnar og miklar þakkir.

og meira knús.

Sirrý Karls

Fyrrverandi og núverandi formenn Ingibjörg og Margrét - skiptast á verkefnum.

Gjaldkerar Kristjana Björg og Guðrún Guðbjarts skiptast á gjaldkerastörfum og Dagrún og Kristín Björns á ritarastörfum.

 

Sigurbjörg og Margrét Kristjáns skiptast á siðameistarastörfum.

Fyrrverandi og núverandi ritarar - Dagrún og Kristín Björns.

Sigurbjörg að þakka Ingibjörgu gott starf í vetur

Ingibjörg fékk rós að launum frá okkur Emblum.

Glæsilegur forystuhópur, fyrrverandi og núverandi stjórn.

Ragnheiður að segja okkur frá nefndarstörfum skemmtinefndar

Þóranna að segja okkur frá nefndarstörfum fjáröflunarnefndar

Glæsileg ný stjórn tekin við völdum, Kristín Björnsdóttir, ritari, Margrét Jónsdóttir, formaður og Kristjana Björg, gjaldkeri.

Unnur segir okkur frá nefndarstörfum jólakortanefndarinnar.

Sirrý Karls, Bíbí og Elín Arnolds

Unnur Jónasar, Munda, Ásta og Þuríður.

Gunna, Þóranna, Sirrý Magg og Ragnheiður

Súsanna, Odda, Gunna og Magga Lú

 

Þórdís gestur Bubbu, Ásta og Bubba.

Unnur og Sibba á spjalli

Stína Ólafs og Fjóla

Gunna Sveins, María og Þóranna

Guðmunda og Sirrý Magg.

Sonja og María Hauks

Súsanna og Dagrún.

Njótið sumarsins, hlakka til að hitta ykkur í Emblulundi.

 

 

 

 

 

Vorferðin okkar á Flúðir og í Myrkholt  23. apríl 2014.

Lögðum af stað frá Litla Leikhúsinu okkar við Sigtún og fórum í Langferðabíl eins og okkur finnst alltaf svo skemmtilegt.

Við eigum svo yndislega "rótara" sem vija og nenna að hjálpa okkur eins og hann Birgir Árdal sem keyrði okkur þessa ferð.   Takk Birgir !!!   

Við fórum fyrst í Garðyrkjustöðina Jörfa á Flúðum og þar tók hann Friðrik svo vel á móti okkur og fræddi okkur um ýmislegt varðandi garðyrkjuna.  Takk Friðrik !!!

Fengum yndislegt veður og ekki spillti útsýnið - sjáið þið Jarlhetturnar.

Við fengum þetta hús til afnota þetta kvöld " Skálinn" í Myrkholti, frábært staður, flott eldhús, flottur salur, 8 herbergi með 4 kojum í hvert.   Nokkrar úr hópnum ákváðu að gista.

Veðurathugun á pallinum.

Stína Ólafs, Bíbí, Ragnheiður, Munda, María og Sibba.

Ragnheiður, María, Gunna Sveins og Magga Lú.

Sibba, Ragnheiður, María og Munda

Ragnheiður, María, Munda og Gauja.

Þórey og Dagrún.

Stína Björns, Sirrý Magg, Bíbí og gjaldkerinn okkar Gunna Guðbjarts

Sonja, Kristjana Björg, Magga Kristjáns og Gunna Sveins.  Takk fyrir matinn hann var frábær.

Ella og Unnur.

Bíbí formaður ásamt honum Birgi Árdal bílstjóranum okkar.

Sirrý Karls og Hjördís Inga

Unnur og Gunna Sveins.

Ragnheiður, Þóranna, Binna og Stína Björns.....sjáið þið hvað þær eru litríkar og sumarlegar.....enda var þemað " Sumarið"

Súsanna, Sirrý, Hjördís og Þórey.

Munda, Stína Ólafs og Fjóla.

Þura og Sirrý Magg

Ella og Gunna Sveins.

Gunna, Ella, Þórey og Unnur.

Hjördís og Sibba.

 

Þóranna, Munda, Magga og Ragnheiður  - Gleðilegt sumar kæru Emblur.

Súsanna, Kristjana Björg, Kristín Þorfinns og María.

Takk allar fyrir frábæra vorferð, við fræddumst, við skemmtum okkur.

Yndisleg samverustund eins og alltaf,  Baldur stóð sig líka vel eins og alltaf - Takk Baldur !!!

Við sungum, við borðuðum, við hlustuðum á bestu reynslusögur og skemmtisögur sem til eru, tjúttuðum og nutum.

 

 

Vorferðin okkar framundan - Hipp, hipp, Húrra  - en fyrst Gleðilega páska.

Hugmyndin er 23. apríl- Myrkholt - góður rútubílstjóri - stoppað í Hrunamannahreppi - lagt af stað snemma ca 17 - 17:30 - borðaður verður góður matur afgangur frá afmælishátíðinni okkar - nesti verður í rútunni - rútan fer heim um kvöldið - en gisting er leyfileg - mjög ódýrt ef eitthvað - við erum búnar að vera svo öflugar í Hítina okkar í vetur wink

Vefstjórinn ykkar upplýsir betur þegar betri upplýsingar berast.

 

 

 

 

Follow your dream.....segir alþjóðaforseti Barry Palmer við okkur.

Klúbbfundurinn okkar var að þessu sinni haldinn í langferðabíl á leið í Sóltún til að hitta Barry Palmer.

Flottur hópur Emblufélaga með alþjóðaforseta og eiginkonu hans.

Maríanna, Jón Pálma vefstjóri og Brynhildur Lkl.Emblu

Nöfnurnar Kristín Þorfinns og Kristín Björns

Þórey, Unnur og Ingibjörg Lkl. Emblu - nokkrar Foldur í baksýn

Barry, Geirþrúður ritari Árna umdæmisstjóra og Guðrún Björt

Barry, Sigfríð ritari Þorkels umdæmisstjóra og Guðrún Björt.

Hann Úlfur barnabarn Björgúlfs fékk gjafir og hvatningu frá Barry.

 

Formaðurinn í Fold tekur á móti fána frá alþjóðaforseta - Foldur sáu um veitingar

Barry færir Guðrúnu og Jóni Bjarna gjafir.

Jóhannes formaður í nýstofnuðum klúbbi Dynk, Kristófer,Gunnar Vilbergsson Lkl. Grindavíkur sem fékk glæsilega viðurkenningu frá alþjóðaforseta fyrir vel unnin störf í sykursýkismælingunum.

Úlfur, Dagrún og Björgúlfur

Árni umdæmisstjórinn okkar í Ainu og Hafdís kona hans.

Þetta var gleðileg og góð stund, hittum marga Lionsfélaga úr öðrum klúbbum og nutum góðra veitinga frá vinkonum okkar Foldukonum.   

Komum við á Sprengisandi til að fá okkur frekari hressingu og til að framlengja stundina.

Skildum tvær Emblur eftir í Reykjavík sem urðu að koma sér sjálfar á leiðarenda.

Á hvaða bar lentu þær eiginlega ?

Þær urðu nú samt að hugsa til heimferðar, þó svo græna rútan hafi yfirgefið þær.

Þær komust heilar heimcheeky

 

 

 

smileysmileysmiley

Við eflum svæðið okkar svæði 4 í 109A svo sannarlega í embættistíð svæðisstjórans okkar Guðríðar.   Til hamingju með gærkvöldið Gauja okkar 31. mars 2014 bættust 36 til 38 félagar í Lionshópinn okkar með stofnun nýs klúbbs Lionsklúbbsins Dynks í Skeiða og Gnúpverjahreppi.

Við vorum svo heppnar 3 Emblur að fá að taka þátt í þessum merka viðburði sem í raun Kristófer Tómasson Lkl. Geysi, fyrrverandi svæðisstjórinn okkar og umdæmisstjórinn okkar á allan heiðurinn að.

Guðrún Björt að þakka og afhenda Kristófer viðurkenningu alþjóðaforseta fyrir vel unnin störf og mikinn sigur.

Björgvin nýr félagi í Dynk, Dagný Lkl. Úu, Biggi bratti Lkl. Hveragerðis og Guðrún Helga Lkl. Seylu - GMT stjóri

Guðríður svæðisstjóri með Lionsbarninu sínu Björgvini.

Gauja svæðis með Árna umba í kjörbréfanefndinni að kynna niðurstöðu kosninga um nafn Lionsklúbbsins og niðurstaðan var Lionsklúbburinn Dynkur.

Kristín Lkl. Emblu, Ingibjörg formaður Lkl. Emblu, bakið á Dagnýju Lkl. Úu - og svæðisstjóra.

Guðríður Lkl. Emblu - svæðisstjóri 109A að ávarpa og hvetja þennan nýja flotta Lionsklúbb Dynk.

Ingibjörg formaður Lkl. Emblu að ávarpa og hvetja þennan nýja glæsilega klúbb 

Glæsilegur flottur hópur - þið allir til hamingju að vera komnir í Lionsfjölskyldunar okkar.

Nýskipuð stjórn.

Aftur veri þeir velkomnir allir í hópinn okkar - það verður enn meira gaman að starfa á þessu öfluga svæði okkar númer 4 í 109A

 

 

Svæðisfundur á laugardaginn 29. mars kl. 11:00 í Eldhúsinu.

Vel heppnaður svæðisfundur hjá Guðríði okkar svæðisstjóra, þokkalega mætt, við fengum frábæra kynningu á Lucasi hjartahnoðtækinu sem við stefnum að að kaupa í sjúkraflutningabílana okkar.   Fengum Njál bráðatækni til að sýna okkur hvernig Lucas virkar, sjúkraflutningamenn á Suðurlandi mættu á fundinn til okkar.

Klúbbar sögðu frá starfinu, góður fundur, góð samvera.  Takk Guðríður fyrir þetta frábæra starf sem þú hefur sinnt svo vel í vetur.   Við erum virkilega stoltar af þér Emblurnar.

Njáll bráðatæknir og Gunnar B. Gunnarsson Lkl. Selfoss

.

Njáll að sýna okkur hvernig Lucas hjartahnoðtækið vinnur

Sjúkraflutningafólkið okkar fylgist með og tilbúin að upplýsa okkur.

Ólafur Sigurðsson Lk. Selfoss og Ingibjörg Steindórsdóttir Lkl. Emblu

Kristín Björnsdóttir Lkl. Emblu og Ólafur Sigurðsson Lkl. Selfoss 

Guðríður Þorbjörg Valgeirsdóttir Lkl. Emblu, Svæðisstjórinn okkar og ritarinn hennar Kristín Þorfinnsdóttir

Guðríður þakkar Njáli fyrir góða kynningu.

Kristín Lkl. Emblu fylgist áhugasöm með kynningu Njáls.

Gunnar og Örn félagar úr Lkl. Geysi

Glæsilegir fulltrúar Lkl. Eden í Hveragerði sem eru búnar að leggja Lucasi til 200.000.

Emblufélagar Þuríður og Brynhildur

Guðmunda og Margrét Lúðvígsdóttir Lkl. Emblu

Ingibjörg Steindórsdóttir ( Bíbí ) formaður Lkl. Emblu

Anna Margrét formaður Lkl. Eden

Örn Erlendsson formaður Lkl. Geysi

Axel Wolfram formaður Lkl. Hverageris

Félagar úr Lionsklúbbunum í Hveragerði Kristinn Kristjánsson og Anna 

Gunnar Sverrisson varasvæðisstjóri Lkl. Geysi

Kristinn Kristjánsson Lkl. Hveragerðis að hvetja okkur til að nota minningarkortin til styrktar Íslenska hjálparsjóðsins okkar.

Guðmunda Auðunsdóttir formaður líknarnefndar Lkl. Emblu

Guðríður svæðisstjóri og Kristín ritari  Lkl. Emblu

Hannes Stefánsson formaður Lkl. Selfoss

 

Klúbbfundur í Emblu haldinn 25. mars í Eldhúsinu.

Innri málefnin ræddsmileysad, mikil ánægja var með afmælishátíðina og afrakstur hennar.

Skemmtinefndinni þökkuð góð störf laugh

Næsti fundur verður haldinn 8. apríl n.k. og þá ætlum við að fara með langferðabíl til Reykjavíkur og hitta Barry Palmer alþjóðaforseta í Lionshúsinu við Sóltún.

 

 

 

Stór dagur hjá Lionsklúbbnum Emblu 8 mars 2014.

Diskótekið okkar að þessu sinni var haldið í Karlakórsheimilinu.

Fjölmennt að vanda og mikil gleði og stuð.   Við söknuðum reyndar félaga okkar úr Hveragerði sem hafa mætt á diskótekin síðustu ár, því miður var svo leiðinlegt veður að þau sneru við.    Jón Bjarnason stóð við hlið okkar eins og venjulega og stjórnaði gleðinni.

Eftir diskótekið hófst svo undirbúningur afmælishátíðar - Embla 25 ára 9. mars.

Emblur og gestir fjölmenntu, glæsilegur matur var framreiddur af þeim Sonju og Björgu félögum okkar í Emblu.    Eftirréttur var í boði Guðnabakarís.  

Við eigum þessum aðilum mikið að þakka.   Við fengum yndisleg skemmtiatriði, við tókum inn nýjann félaga hana Maríu Kristjánsdóttir og bjóðum við hana hjartanlega velkomna í hópinn okkar.   Hátíðlegur og skemmtilegur fundur í alla staði.

Skemmtinefndin okkar undir stjórn Ragnheiðar Ágústsdóttur tók svo við, með happadrætti, skemmtisögum, hátíðarræðum og síðast en ekki síst fengum við svo að dansa aftur ( sama daginn ) Jón Bjarnason tók við og lét okkur tjútta fram á nótt.

Glæsilegt og skemmtilegt kvöld

Kristjana Björg bendir okkur á alla glæsilegu happadrættisvinningana

Stofnskrárskírteinið fannst innpakkað hjá fyrrverandi stallara.

Kristjana Björg og Dagrún

Kristjana Björg, Dagrún og Sonja að leggja lokahönd á matinn.

Gunnar B og Birgir Á

Magni og Óli.

Formaðurinnn okkar Ingibjörg og Elín Arnoldsdóttir

Jón Finnur, Hjördís Inga og Dagrún

Þóranna og Fjóla að selja Möggu og Kidda happadrættismiða

Eiginmenn Maríu og Kristjönu Bjargar.

Gestir okkar

Gestir okkar úr móðurklúbbi okkar.

Sigurbjörg flott í rauðu, nýbúin að lesa okkur hormónapistilinn

Steini, Súsanna og Magga Lill.

Unnur og Binna.

Ásta, Þórey og Þuríður.

Raggi, Guðmundur og Grétar.

Stína Björns flott með rauðan hatt.

Magga og Stína.

Unnur Jónasar með gestum okkar Ester og Steinari.

Kristín og Kiddi.

Jón Bjarnason og Jón Finnur.

Magni og Gunnar

Árni, Bubba og Guðni.

Hjördís, Dagrún og Sibba

Birgir og Þóranna.

Jón Finnur og Magga.

Gunnar og Guðmundur.

Friðrik, Sigurjón og maki Maríu

Magga Kristjáns.

Jón Finnur, Magga og Sirrý Magg.

Munda og gesturinn okkar Laufey

Fjóla og Þórey.

Ingibjörg ( Bíbí okkar ) glæsilegi formaðurinn okkar

Siburbjörg ( Sibba ) að flytja okkur hormónapistilinn.

Sigurjón ( Maki Kristjönu Bjargar ) að skera í okkur lambið.....ummmmmm.....nammi, namm.

Þóranna að hvetja fólk að kaupa fleiri happadrættismiða.

Gunnar B  ( eiginmaður Guðríðar ) og Hermann ( eiginmaður Guðmundu )

Sigurjón, Kristjana Björk og Sonja - úrvalskokkar wink

Glæsilegt matarborð

Þrjár yndislegar stúlkur komu og skemmtu okkur með frábærum söng, þær voru frábærar - Kósý kvöld með Baggalúti og fleiri lög sem þær radda og útsetja sjálfar.

Hápunktur kvöldsins var inntaka nýja félagans okkar Maríu Kristjánsdóttir

Þarna er Kristjana Björg meðmælandinn hennar að lesa fyrir hana Siðareglur Lions

...og þarna er Sigurbjörg að lesa fyrir Maríu Markmið Lions

Heitið....." Vilt þú María ganga til liðs við Lions".....hún sagði JÁsmiley

Við fögnuðum Maríu vel, glæsilegur nýr fulltrúi í klúbbnum okkar.

Þær mæðgur Sonja og Kristjana Björg fengu rós í hnappagatið, þær sáu um matinn sem bragðaðist einstaklega vel.   Takk okkar kæru.

Ragnheiður formaður skemmtinefndar alltaf jafn glæsileg og skemmtileg.

Skellti á okkur góðum skemmtisögum milli atriða.

 

Kristín Þorfinns flutti afmælisræðuna.

Emblukórinn söng að sjálfsögðu afmælissönginn sinn " Kátar og hressar frá kirkju að bar" og nú í tilefni 25 ára afmælis.   Jón Bjarnason samdi þennan texta fyrir okkur þegar við urðum 10 ára, við bara bætum við  árum, því textinn er svo klassískur fyrir okkur  ( og við svo praktískar konur ) smiley

Sungið eins og alltaf af mikilli innlifun, ekki fyrir neitt að Emblukórinn varð landsfrægur á fyrstu starfsárum sínum.

Við syngjum alltaf saman eins og æfður kór og hikum ekki við það.

Hannes formður móðurklúbbsins okkar ávarpaði okkur á skemmtilegan hátt

Formaðurinn okkar tók við gjöfum frá móðurklúbbi okkar Lkl. Selfoss

Bíbí ( Ingibjörg ) formaðurinn okkar þakkaði fyrir okkar hönd af öllu hjartaheart

Eftirrétturinn kaffi og þetta gómsæta meðlæti var í boði Guðnabakarís.

Bubba og Guðni - hafið kæra þökk fyrir

 

 

Skemmtinefndin tók hann Jón okkar Bjarnason sér til aðstoðar við happadrættisúrdráttinn.    Jón gerði það fljótt og vel, skemmtilegir vinningar sem var útdeilt á methraða......við þurftum að fara að tjútta.

 

 

 

 

 

Ég er ekki að segja neitt nema sannleikann þegar ég segi ykkur að við Emblur erum flottastar.

Alþjóðlegri ljósmyndasamkeppni Lions er lokið,   margar myndir bárust og við getum verið stoltar, tveir úrvalsljósmyndarar úr okkar röðum sendu inn myndir skv. upplýsingum formannsins okkar.

Nú er bara að bíða og sjá hvort okkar konur verði valdar úr hópnum, með bestu myndina til að senda út á alþjóðaþingið í Toronto í sumar.

Úrslitin verða opinberuð á þinginu á Sauðárkróki í vor.

 

Afmælishátíðin okkar framundan þann 8 mars n.k. klæðum okkur upp í okkar fínasta púss og höfum bara gaman saman eins og alltaf.

 

 

Klúbbfundur haldinn í Eldhúsinu 25. febrúar 2014,

Við fengum góða gesti Pálma Hannesson Lkl. Garði Ungmennastjóra, Maríu Kristjánsdóttir sem er búin að sækja um inngöngu í klúbbinn okkar og þær Þórdísi og Helgu sem eru að kynna sér starfið okkar.

Góður fundur - Pálmi fræddi okkur um Ungmennaverkefnin, Ungmennaskiptin og Ungmennabúðir sem við eigum að taka þátt í að sjá um sumarið 2015.

 

 

 

Grænt, textinn verður grænn.   Kæru Emblur við vitum alveg að við erum flottar og öflugar og hópurinn er sterkur.   Við eignuðumst GRÆNA konu um daginn.  Hún Dagrún okkar tók að sér starf í umdæmisstjórn 109A sem Umhverfisfulltrúi.

Dagrún sendi strax út pósta á alla klúbba í umdæminu okkar hvatti þá til dáða í umhverfismálum og benti á frábært verkefni í samstarfi við Rauða Krossin, FATASÖFNUN,  hvað eigum við konur ekki til ónotað inni í skápum  ??

Emblur fjölmenntu með Dagrúnu í þetta verkefni í dag, fjölmenntu við fatasöfnunargám og skiluðu fatapokum.    Við vitum að innihald pokanna verðum einhverjum til góðs.

 

 

 

smileySannkallaður konufundur Lionsklúbburinn Fold kom í heimsókn til Lionsklúbbsins Emblu þriðjudaginn 11. febrúar.   Emblur mættu yfir 30 og Foldur komu 28 með langferðabíl austur á Selfoss.

Við hittumst í sal í Grænumörkinni borðuðum góðan mat sem þær mæðgur Sonja og Björg ( Emblur )  elduðu og áttum skemmtilega samveru.

Formenn beggja klúbba sögðu frá starfinu í klúbbunum, við fengum söngatriði, spáð var í bolla og sagðar skemmtisögur.   Frábær fundur.

 

 

Föstudagskvöldið 7 febrúar heimsóttu Emblur íbúa í Grænumörk sem voru að halda þorrablótið sitt.   Emblur stóðu fyrir fjöldasöng með gítarundirspili Fjólu og Baldurs.  Skemmtileg  samvera

 

 

 

Fræðsluneti Suðurlands afhentur  styrkur til tækjakaupa.

Guðmunda formaður líknarnefndar og Ingibjörg formaður Lkl. Emblu heimsóttu Fræðslunet Suðurlands í dag og afhentu forsvarsmönnum peningagjöf til tækjakaupa.

 

Emblufundur númer 430 haldinn í Eldhúsinu þann 28. janúar 2014.

Gleðilegur fundur, við tókum inn nýjan félaga og teljum nú 37 öflugar konur.

Hjördís Inga Sigurðardóttir er nýji félaginn okkar í Emblu,  Dagrún Másdóttir ritarinn okkar er meðmælandi Hjördísar.

Búið að hengja merkið í stelpuna og henni fagnað vel

Formaðurinn heldur samt áfram að lesa yfir henni og færir henni ýmsan fróðleik

Við leggjum mikið upp úr því að hafa svona fundi hátíðlega, skörtum Emblufánanum okkar, Ljóninu ofl.

Formaður á spjalli við félaga fyrir fundarsetningu, Unnur, Bíbí og Binna

Við njótum þess vel að mæta tímalega fyrir fundi til að hitta félagana og eiga góða spjallstundir saman.

Við erum með öfluga fjáröflunarnefnd, seljum okkur sjálfum bjórglas og rauðvínsglas með matnum.

Fjáröflunarnefndin selur okkur líka bækur og diska, við skilum þeim gjarnan aftur og seljum svo næstu konu.   Það safnast drjúgir peningar inn á félagasjóðinn okkar með þessu.  Frábærar nefndir þetta starfsárið.

 

Næsti klúbbfundurinn okkar verður þriðjudaginn 28. janúar 2014 í Eldhúsinu.

Hátíðlegur fundur þar sem við tökum inn nýjan félaga Hjördísi Sigurðardóttir,  bjóðum hana hjartanlega velkomna í hópinn okkar.

Hittumst hressar og kátar.

 

Á heimasíðu Lions eru nú birt frétt frá Lkl. Hveragerðis.  Þeir voru að taka inn tvo nýja félaga.   En sjáið þið hvað við eigum flottan svæðisstjóra sem var gestur þessa fundar.

 

 

 

 

Svæðisfundur í Eldhúsinu 18. janúar 2014.

Fulltrúar frá öllum klúbbum nema Skjaldbreiður og Vestmannaeyjar sendu fulltrúa á fundinn.   Góðar skýrslur fulltrúa klúbba.

Ingibjörg Hilmarsdóttir Medic Alert starfsmaður kynnti verkefnið fyrir okkur.

Við auglýstum þessa kynningu í Dagskránni  og fengum fulltrúa nokkurra félagasamtaka og einstaklingar komu líka til að kynna sér þetta mikilvæga merki.

 

 

 

 

 

 

Ferðanefndin okkar hefur ákveðið að við förum til Edinborgar í nóvember í tilefni af 25 ára afmæli klúbbsins okkar.  Undirbúningur er þegar hafinn og búið er að panta hótel í Edinborg.   Sjá meðfylgjandi slóð.

http://www.edinburghcityhotel.com/

 

Fyrsti formlegi fundur starfsársins var 7. janúar s.l.  Umdæmisstjórinn okkar Árni Brynjólfur Hjaltason heiðraði okkur með heimsókn sinni.

Fundurinn var haldinn í Eldhúsinu, var gagnlegur, fróðlegur og skemmtilegur.

Dagrún, Ingibjörg og Árni Brynjólfur

Ingibjörg formaður og Árni Brynjólfur umdæmisstjóri

Umdæmisstjóri fræddi okkur um hin ýmsu Lionsmál, alþjóðaforseta og markmið hans.

Árni lagði mikla áherslu á fræðslu á Medic Alert og verður það fundarefni svæðisstjórans okkar á fundi 18. janúar n.k.

Árni kom líka færandi hendi með merki og viðurkenningar

Árni kallaði til skólastelpurnar okkar sem sóttu Leiðtogaskólann síðasta vetur og heiðraði þær með merkjum fyrrverandi alþjóðaforseta.   Við erum svo stoltar af þeim að hafa sótt sér þessa fræðslu og þær eru einróma sammála að það að hafa sótt þennan skóla hafi verið þeim til mikillar gleði, gæfu og eflingar.

Sigríður Hrefna fékk viðurkenningu fyrir 10 ára starf í Lions.

 

Ingibjörg formaður með stjórnarkonunum sínum þeim Sigurbjörgu siðameistara og Dagrúnu

 

Ragnheiður Ágústs, Unnur Jónasar, Sirrý Karls og Kristín Þorfinns.

Við erum svo heppnar að konur vilja koma til okkar á fundi og kynnast starfinu okkar.Þórdís ( til vinstri ) var gestur Bubbu á þessum fundi og gjarnan viljum við allar sjá hana með okkur í starfinu í framtíðinni, þarna er líka Þuríður Fjóla og Guðríður svæðisstjóri

Margrét Kristjáns, Katrín Súsanna, Björg Óskars, Þórdís gesturinn okkar.

Umdæmisstjóri með Kristjönu Björgu varastallara.

Guðrún Sveins og Hjördís verðandi félagi okkar í Emblu

Ingibjörg formaður og Árni umdæmisstjóri skiptast á fánum.

Árni fékk líka afhentan blómvönd til að færa konu sinni.

 

 

 

 

Árið 2014 gengið í garð - Gleðilegt nýtt ár - Embla verður 25 ára í mars.Við hófum starfsárið okkar með frábærum fundi 3. janúar þar sem við gengum kátar og hressar frá kirkju að bar.   Fundurinn var í höndum útivistarnefndar.

Góður fundur bíð eftir fleiri myndum og svooooooo....fundur næsta þriðjudag með umdæmisstjóranum okkar honum Árna B. Hjaltasyni.

Í júní buðum við kvikmyndateymi LCI í mat í golfskálanum, eftir vel heppnaða myndatökuferð austur í Vík.   Dagrún og Guðmundur buðu þeim líka í morgunhressingu á leiðinni austur.

Hér fyrir neðan er slóðin á myndbandið sem búið er að birta á alþjóðavefnum okkar.

http://www.lionsclubs.org/EN/news-and-events/lions-news-network/lq.php?id=cherMViLhttp://www.lionsclubs.org/EN/news-and-events/lions-news-network/lq.php?id=cherMViL

Kæru Emblur, kæru Lionsvinir  Gleðileg Jól, við þökkum samstarfið á árinu.

Byrjum starfsárið 2014 á Útivistarfundi 3. janúar "  Kátar og hressar frá kirkju af bar"

Fyrsti formlegi fundur starfsársins verður svo Þriðjudaginn 7. janúar og þá kemur 

Umdæmisstjórinn okkar í heimsókn hann Árni Brynjólfur Hjaltason.

Njótið þið jólanna, sjáumst hressar og öflugar á nýju ári.

 

 

Hungurfundurinn okkar heppnaðist vel eins og alltaf, nægur matur, fullt af góðum gjöfum og sannur jólaandi.  Við hittumst í Rauðakrossheimilinu, þökkum Ragnheiði okkar fyrir að koma okkur þar inn.   Við eigum góðan ritara hana Dagrúnu okkar, en við þökkum henni fyrir að hafa tekið myndir á þessu kvöldi á símann sinn.

 

 

Því miður náðist ekki næg þátttaka í jólamatinn hjá Katharynu en.........Hungurfundurinn annað kvöld.   Muna eftir jólapökkunum, gaman að hafa jólaskraut á sér eða jólasveinahúfu....gaman saman fá í okkur jólaandann heart

 

 

Jólin eru að koma....framundan er "Hungurfundurinn okkar í Rauða Kross heimilinu n.k. föstudag þann 6. Desember - Muna eftir að taka með sér snakk þær sem eiga að sinna því og Jólapakka eigum við allar að koma með...............  svo er það tilkynning til formanns um þátttöku í jólamat í Eldhúsinu hjá henni Katharynu miðvikudaginn 11. desember....ummmm...það er varla hægt að hugsa sér jólin án þess að bragða á frábæra jólamatnum hennar Katharynu.

Sjáumst hressar bæði á Hungurfundinum okkar og svo í jólamatnum.

 

 

 

Klúbbfundur í Þorlákshöfn 26. nóvember 2013.

Frábær fundur, fórum með langferðabíl til Þorlákshafnar og fórum á Hendur í Höfn, kaffihús, Við fengum alveg frábærar móttökur, ljúffenga súpu og heimabakað brauð og svo kynningu á starfseminni þarna.   Glerlistin í hávegum höfð. Jólatilhlökkunin náði líka til okkar.

Glerlistin sem þarna er til sölu er ótrúlega falleg - hjörtu og jólatré.

Glerlistin jólatré

Glerlistin jólasveinar og svo fallega skreyttir gluggar

Glerlistin svo fallegir englar og svo líka fallegar Emblur

Gestur okkar á fundinum var Ingibjörg Guðmundsdóttir hún Didda okkar, 

Didda var stofnfélagi okkar í Emblu en býr nú í Þorlákshöfn og er hætt að starfa með okkur.

Jólalegt - konur að kíkja á krydd

Sonja, Kristjana Björg og Dagrún

Möggurnar Lú og Kristjáns

Sirrý Karls og Odda kampakátar á svip

Ingibjörg formaður með gestgjafanum okkar.

Kristín og Þórdís að krunka sig saman

Magga og Fjóla

Stína, Þóranna og Sirrý Magg

 

Englar

Er ekki að styttast til jóla

Bráðum koma blessuð jólin

Sigurbjörg nýbúin að segja Maríu einn góðan brandara.

Ljósmyndarinn nær nú ekki öllum myndum í fókus ( þið verðið að afsaka það )

María og Munda

Gunna og Ragnheiður

Þuríður, Þórey og Ragnheiður

Sirrý, Odda og Möggur

Ótrúlega flott og spennandi - Stína Ólafs

Stína og Gunna Sveins að skoða varninginn

Auðvelt að heillast - svoooo flott og gæðalegt

Munda og Þórdís jólastelpur

Englar og Emblur

Sonja og Magga Jóns

Fjóla og Magga Lú á spjalli við Diddu okkar.

 

 

 

Stelpur - framundan er ferð til Þorlákshafnar, eins og sjá má á skilaboðunum hér fyrir neðan frá ritaranum okkar henni Dagrúnu

 

 

 

Mínar kæru Emblur,smiley

Þá er það  ferðin okkar til Þorlákshafnar (Hendur í Höfn ) 26 nóvember.

ætlum að taka rútu frá leikhúsinu kl 18/45.Þið skráið ykkur hjá mér

(senda  póst á mig )ekki seinna en 21 nóvember vegna pöntunar á mat

Svo elskurnar verið nú duglegar að skrá ykkur....því þetta verður bara gaman

hjá okkur

 

kær kveðja Dagrún ritarismiley

 

 

 

Emblur í samstarfi við Lionsklúbb Selfoss mæla blóðsykur í Krónunni 16. nóvember.

Mælingar fóru fram á milli klukkan 13:00 - 16:00

Ingibjörg Jóna formaður Lkl. Emblu búin að stilla upp fánum og tilbúin í að telja fjöldann sem nýtir sér þessar mælingar okkar.

Unnur formaður jólakortanefndarinnar okkar var að sjálfsögðu mætt líka til að selja jólakortin okkar fallegu.

Fulltrúar beggja klúbba fengu fyrstu mælingar, Halldór Magnússon Lkl. Selfoss og Þuríður Þórmundsdóttir Lkl. Emblu.

Sonja Eyfjörð og Arnfríður Kristín sjúkraliðar í Embluhópnum okkar tóku að sér að sjá um mælingarnar okkar.  Við fengum frekar lítið veggpláss fyrir auglýsingar frá okkur en reyndum allt sem við gátum að skyggja ekki mikið á hann Bertoni smiley

Unnur og Haddi Magg fylgjast með hvernig þetta fer nú allt af stað.

Kristín Lkl. Emblu og Halldór Lkl. Selfoss stilla sér upp stolt hjá fánum klúbba sinna.

Við nýttum tækifærið til að kynna Lions  ( sjá Lionsblað í rekka ) einnig vorum við með litla Lionsbæklinginn okkar og Medic Alert bæklinga og auglýsingaspjöld.

 

 

Þetta var vel heppnað í alla staði.   Niðurstöður mælinganna voru:

Mældir samtals 230 manns,  6 fengu ábendingu um að þeir væru fullháir, 2 mældust því miður allt of háir og var bent á að fara strax eftir helgi til frekari mælinga upp á HSU.

 

Klúbbfundur í Eldhúsinu 12. nóvember 2013

Fjölmennur, góður og skemmtilegur fundur eins og alltaf.   Við fengum tvo gesti á fundinn okkar.

Hjördísi sem er að kynna sér starfið okkar og svo fyrirlesara Guðrúnu Kristínu Þórsdóttur.

Guðrún Kristín er sálfræðingur, djákni, leiðsögumaður svo eitthvað sé nefnt, en hún var að kynna fyrir okkur námskeið og meðferðir sem hún bíður upp á.   Hvetur okkur til að vera góðar við okkur sjálfar, vinna stöðugt að því í lífinu að láta drauma okkar rætast.   Mjög fróðlegt og skemmtilegt erindi.

Arnfríður Kristín tekur á móti gesti okkar           Guðrún Kristín í pontu

Ummmmm....maturinn hjá henni Katarynu í Eldhúsinu er dásamlegur, vægt til orða tekið höfum við matarást á henni.

Unnur okkar Einarsdóttir átti merkisafmæli á dögunum og fékk frá okkur Emblum fallegt hálsmen að gjöf og að sjálfsögðu var sunginn afmælissöngurinn.

Skemmtinefndin að störfum,  við eigum von á góðu fengum fyrirmæli um að viðra nú síðkjólana smiley

 

Æfing fyrir Lestrarátaksverkefnið, Fjóla á ferð í Rigningu.

Unnur og Fjóla á góðu spjalli fyrir fundarsetningu.

Fyrir Þórönnu var sunginn ömmusöngurinn, splunkunýtt barnabarn.

Jólakortasalan gengur vel, ofl. ofl. skemmtilegt.

 

 

 

 

 

Mánudaginn 4. nóvember s.l. þáðum við boð til Sjúkraflutningafólksins okkar í Björgunarmiðstöðinni á Selfossi.   Okkur var sýnd aðstaðan þarna, en...erindið okkar var líka annað.    Við færðum þeim Bangsa til að hafa í sjúkrabílunum ef börn ferðast með þeim.   Starfsmenn VISS verndaðs vinnustaðar  ( skjólstæðingar okkar ) framleiddi þessa Bangsa, svo okkur fannst ávinningurinn okkar af gjöfinni tvöfaldur.

 

 

Jólakortunum pakkað á VISS í þriðjudaginn  5. nóvember  - eins og alltaf margar hendur vinna fislétt verk.

Eins og fyrr hefur Jón Ingi Sigurmundsson Lionsfélagi í Lionsklúbbi Selfoss gefið okkur mynd til að nota á kortin og fyrir það færum við honum Jóni bestu þakkir.

 

 

 

Ég var að fá póst frá henni Guðrúnu B. Yngvadóttur og ég vil fá að leyfa ykkur að njóta hans með mér.

Komdu sæl Kristín

Nú getum við loksins fengið að sjá eitthvað af því efni sem tekið var upp í sumar. Ég er með nánari upplýsingar í bréfinu í viðhengi - vinsamlegast lesið skýringarnar þar,

en - - -

Melitta (höfuðpaurinn) leyfði mér að sjá sýnishorn (preview).

Þetta er enn á vinnslustigi, er hrátt og á eftir að vinna bæði mynd og hljóð.  
Ég er með link á vinnueintakið sem hægt er að skoða núna (og á næstunni):   ( athugasemd frá Kristínu, ég sýni ykkur þetta á næsta fundi )

Njótið vel og til hamingju
sýndu endilega stelpunum í Emblu, svo þær sjái hvað við
vorum að sýsla, áður en við komum í veisluna hjá þeim !!!


Með kveðju,
Guðrún Björt
 

 

Eins og sjá má hér að neðan vorum við Guðríður á Umdæmisfundi og svæðisstjórafundi í dag, við fáum alltaf einhvern góðan fróðleik og fengum að sjá smábrot af því sem kemur til með að birtast á alþjóðavef Lions í febrúar, brot úr myndatöku kvikmyndateymis sem var hér á landi í sumar og við fengum að taka þátt í verkefnum með og bjóða þeim í hressingu og kvöldverð. 

http://edit-creations.com/client_approvals/cbh/13-1010/movies/FlagOpen_2013_v8-web.mov

 

Umdæmisfundur í Njarðvík 2. nóvember og einnig fræðsla í Sóltúni fyrir svæðisstjóra.

Guðríður svæðisstjóri og  Kristín menningarfulltrúi voru mættar eldsnemma í morgun á umdæmisfund til Njarðvíkur.   Eftir hádegið var svo fræðsla í Sóltúni fyrir svæðisstjóra.

Flottur fulltrúi sem við eigum Emblurnar....sjá myndir hér fyrir neðan.

 

 

 

 

Klúbbfundur  22 október í Eldhúsinu, við fengum kynningu um sykursýki -

Venjulegur klúbbfundur í Eldhúsinu.  Mættar voru 33 Emblur og tveir gestir.

Rut Gunnarsdóttir hjúkrunarfræðingur fræddi okkur um sykursýki, varnir gegn þeim sjúkdómi og hvernig sé hægt að lifa með þessum sjúkdómi.

Hinn gesturinn okkar var Herborg Anna Magnúsdóttir sem kom til að kynna sér starfið okkar.

Við Emblur erum svo heppnar að það er alltaf gaman saman hjá okkur, yfirleitt mætum við mjög vel, við erum 36 og það vantaði einungis 3 konur á fundinn vegna veikinda   ( Haustflensan farin að stinga sér niður )

 

Þarna aftast á myndinni má sjá annan gestinn okkar hana Herborgu Önnu Magnúsdóttir

Áhugasamar Emblur að hlýða á formanninn okkar.

Hinn gesturinn okkar Rut Gunnarsdóttir í pontu að fræða okkur um sjúkdóminn Sykursýki og varnir gegn þeim vágesti.

Við eigum svo flotta stjórn, við erum búnar að taka á því á undanförnum fundum hvort við eigum að gefa afmælisgjafir til félaga á stórafmælum eða ekki.   , Allskyns tillögur hafa verið bornar upp í þessu máli.

Stofna sérstakan afmælissjóð, hækka árgjöldin um kr. 1.000, hætta að gefa afmælisgjafir.

Nýja stjórnin okkar bar upp tillögu um að á stórafmælum myndum við gefa afmælisgjöf sem yrði Lionshálsmen.   Nokkur umræða varð um þetta mál tillögur og breytingatillögur og breytingatillögur dregnar til baka.   Þetta var í raun samþykkt á endanum að gefa Lionshálsmen í afmælisgjöf á stórafmælum.

Sjáið þið hvað formaðurinn okkar er frábær - eftir að við samþykktum tillöguna um hálsmen kom í ljós að hún var sjálf nýbúin að eiga stórafmæli og fékk líka að njóta þessa fallega Lionshálsmens sem afmælisgjöf frá okkur smiley

 

 

Stjórnin að störfum með nefndarformönnum á stjórnarfundinum fyrir hinn almenna fund okkar.

Sjáið þið Bangsann sem liggur á borðinu, það verður betur sagt frá því verkefni okkar síðar

Stjórnin okkar og nefndarkonur

Stallarinn okkar hún Þuríður Þórmundsdóttir á fullu að undirbúa fundinn, gera salinn fallegan og hátíðlegan.

Þuríður enn að störfum.

Dagrún ritarinn okkar glæsileg í pontu - nýlegur félagi sem eflist og dafnar á hverjum fundi.

Þarna eru þær stjórnarkonurnar okkar Dagrún og Ingibjörg Jóna með fyrirlesarann okkar og gestinn okkar hana Rut Gunnarsdóttir sem hélt mjög fróðlegt erindi.

Takk fyrir góðan fund allar mínar kæru.

Það bárust fleiri myndir frá Guðríði ég ætla að skella þeim hér inn.

 

Kátar og hressar frá kirkju að bar - komum við galvaskar Emblurnar

Við fengum óvænt og skemmtilegt boð um að koma í heimsókn á fund til Lionsklúbbsins Geysis í Úthlíð

16.október.   Að sjálfsögðu fjölmenntum við Emblur í langferðabíl og nutum kvöldsins.

Björn bóndi í Úthlíð tók á móti okkur í litlu kirkjunni í Úthlíð og sagði okkur sögu hennar, síðan var 40 mínútna messa, fjöldasöngur og svo var okkur boðið í Réttina sem er veitingastaðurinn í Úthlíð.

Björn bóndi bauð okkur hressingu, svo hófst fundurinn.  Á eftir var kaffihressing og skemmtilegheit.

Við Emblur eigum yndislegan afmælissöng sem heitir í raun kátar og hressar frá kirkju að bar komum við galvaskar Emblurnar - við sungum þennan söng við undirleik Glúms Gylfasonar kirkjuorganista sem var ekkert smá flott.

Við mættum 25 Emblur og vorum stoltar af þátttökunni og þakklátar fyrir boðið.

 

 

 

Diskótekið okkar í Tryggvaskála var haldið laugardaginn 12. október 2013.

Skjólstæðingar okkar fjölmenntu að vanda, og allir skemmtu sér konunglega.

Við erum alltaf jafnþakklátar honum Jóni Bjarnasyni fyrir hjálpina við þetta skemmtilega verkefni og við njótum líka góðvildar fleiri aðila.    Nýjir rekstraraðilar Tryggvaskála tóku fagnandi á móti okkur með diskótekið okkar og erum við Tómasi Þóroddsyni mjög þakklátar fyrir að leyfa okkur að halda diskótekinu áfram í Tryggvaskála.   Tómas og hans starfsfólk tók svo fallega á móti okkur ogLíknarnefndin búin að skreyta borðin svo salurinn allur var svo hlýr og fallegur.  ( algjörar dúllur í þessari nefnd okkar )

 

 

28. september svæðisfundur á svæði 4

 

Fyrsti svæðisfundur vetrarins var haldinn í Eldhúsinu

Guðríður svæðisstjóri og Magnús Magnússon, sem fræddi alla viðstadda um Lions Quest.

Fulltrúar flestra klúbba mættu og fluttu skýrslur um starfið í þeirra klúbbum.

 

 

 

 

24. september  klúbbfundur í Eldhúsinu kl. 19:30

 

Flotta nýja stjórnin okkar á fyrsta fundi vetrarins.

Formaður skýrði frá stefnu og markmiðum vetrarins, skipað var í nefndir og afhent erindisbréf.

Bréf kynnt sem hafa verið að berast, tveir gestir voru á þessum fundi með okkur og glöddumst við yfir því.

Sunginn Emblusöngur, afmælissöngur, ömmusöngur og langömmusöngur.

Alltaf jafngott og gaman að hittast.   Næst verður svo Diskótekið okkar í Tryggvaskála þann 12 október.

Sjáumst á svæðisfundinum á laugardaginn næsta

 

 

 

14.september 2013....bara 10 dagar í fyrsta fund cheeky

Kristín var á Fjölumdæmisfundi og umdæmisfundi í dag.   Margt gagnlegt kemur alltaf fram á þessum fundum en alltaf allrabest að sjá hvað við Emblur gerum hlutina vel og fallega - mér finnst við bara alltaf flottastar.

Þegar ég kom heim af fundinum beið mín póstur frá nýju stjórninni okkar sem var þegar búin að setja 2 sumarverkefni inn á verkefnasíðu alþjóðasíðunnar okkar, bæði Rabbabarann og Grænumörkina.

Mér finnst þetta bara flott - þegar ég fer inn á alþjóðavefinn sé ég einungis 3 verkefni skráð  frá Íslandi og við eigum nú tvö þeirra. 

Þetta var mikið rætt á þessum fundi að íslenskir klúbbar stæðu sig illa í þessum skýrsluskilum.

Annað sem  mikið rætt var um sykursýkisvarnardaginn.  Svar við því beið líka eftir mér þegar heim kom af fundinum, búið að fá fyrirlesara um sykursýki á fundinn okkar 22. október - reynið að segja mér eitthvað annað en að við séum flottastar.   Ég leyfði mér að senda Fjölumdæmisstjóra, Heilbrigðisstjóra, Umdæmisstjóra, Sykursýkisfulltrúa og Kynningarstjóra póst um þetta  - ég varð bara að fá að segja frá þessu.    Við fengum til baka  hrós og þakklæti.

 

 

30 ágúst 2013

Grillveisla og gleði hjá íbúum og starfsmönnum í Grænumörkinni.

Sonja okkar skipulagði það allt og bauð okkur Emblum að koma að taka þátt í gleðinni með gítarundirspili Ninnu okkar og söng íbúa og Emblukórsins víðfræga.......bara gaman saman hjá öllum eins og alltaf.

 

 

 

Súpufundur var haldinn í Tryggvaskála 27. ágúst.....við gátum ekki beðið eftir því að hittast.    Fyrsti fundur vetrarins verður haldinn 24. september í Eldhúsinu.

 

Rabbabaraverkefni.

Emblur voru  ekkert á þeim buxunum að taka sér sumarfrí.

Nú í nokkra daga erum við búnar að skreppa upp á Skeið og skera rabbabara.

Skemmtilegt verkefni, þegar margar hendur vinna fislétt verk.smiley

Þökkum frábæra þátttöku í þessu skemmtilega verkefni.

Sjá myndir.

Heimasætan á Löngumýri Sunna, með veika heimalinginn.

Hún Sunna stefnir í að verða sönn Lionskona, hjálpar þeim sem minna mega sín.

Smápása og kaffisopi.

Í pásunni dáumst við að heimasætunni sinna veikburða dýri.

Sleikjum sólina - Takið eftir við erum í nýþvegnum vestum cheeky

Þarna er hjólastóllinn tilbúinn og hundarnir fylgjast með.

Dýrið fær þjálfun í stólnum

Í liðkunargöngutúr með hjálpartækjum og aðstoðarmanni.

 

 

Pásan búin - halda áfram ótrauðar.

Heilmikið magn af Rabba.

 

 

 

 

 

 

Emblulundurinn okkar - Við plöntum trjám - 13. júní 2013

Norðan Ölfusár höfum við séð um trjálund frá árinu 1989 og plantað á hverju ári mismörgum trjám.   Árlega förum við þangað og hlúum að þeim plöntum sem vaxa og dafna á hverju ári.

Þann 13. júní s.l. mætti hópur galvaskra Emblukvenna í lundinn okkar, gróðursettu fallegt formannatré "Skrautreynir".

Við hittumst svo á veitingahúsinu Menam á eftir og áttum góða stund saman.

 

 

 

 

Kæru Emblur takk fyrir hjálp og stuðning við kvikmyndahópinn frá alþjóðaskrifstofu Lions sem staddur var hér á landi til að kvikmynda hin ýmsu fjölbreyttu störf okkar Lionsmanna.

Þau luku störfum hér á landi í dag og fóru til síns heima en ég átti að skila miklu þakklæti til ykkar.

Læt fylgja hér með nokkrar myndir.

 

 

 

Þessar myndir hér fyrir ofan voru teknar snemma á sunnudagsmorgun 2. júní í garðinum hjá Dagrúnu og Guðmundi, þau buðu okkur í smá morgunhressingu á leið okkar austur til Víkur.

Ólíkt skemmtilegra en að stoppa í sjoppu, kærar þakkir Dagrún og Guðmundur.

--------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Kvikmynduð voru skemmtileg umhverfisverkefni Suðramanna í Vík.

 

 

 

 

 

 

STJÓRNARSKIPTAFUNDURINN OKKAR 28. MAÍ

 

Takk fyrir frábærann fund Emblur og takk fyrir ómetanlegt samstarf í vetur.

 

 

Nýja stjórnin mín gangi ykkur allt í haginn smiley

 

Við héldum góðan stjórnarfund í kvöld 22. maí í Þrastarrimanum hjá henni Bíbí okkar.

Fjölmennur fundur með núverandi og viðtakandi stjórnum ásamt  viðtakandi svæðisstjóra.

Fórum yfir starfið í vetur, hvað mátti betur fara og nýttum okkur allar góðar hugmyndir sem okkar konur komu með heim af þingi.   Á þingi fyllumst við alltaf eldmóði og þann eldmóð þarf að nýta. - Halló hvar var myndavélin í kvöld ?  Bætum úr myndum og myndum svo síðan okkar verði vel lifandi og skemmtileg  smiley

 

 

Lionsþing á Akureyri.      Emblur á Akureyri.

Dagrún Másdóttir, Guðrún Guðbjartsdóttir, Guðríður Valgeirsdóttir, Kristín Þorfinnsdóttir  og Sigrún Jóna Sigurðardóttir eru búnar að eyða helginni á Akureyri á Lionsþingi.

Þetta eru búnir að vera ánægjulegir og skemmtilegir dagar.

Við búnar að vera í skólum, fræðast, taka þátt í þingstörfum og hafa áhrif á gang mála hjá Lionshreyfingunni okkar.

Við komum heim glaðar með fullt af viðurkenningum, upplýsingum og reynslu.

 

Guðríður og Gunnar með Langintes á undan okkur.

Stoltar Emblur í Skrúðgöngu með Emblufánann sinn á Akureyri.

Frá vinstri, Guðrún Guðbjartsdóttir, Dagrún Másdóttir, Sigrún Jóna Sigurðardóttir - hægra megin við fánann Kristín Þorfinnsdóttir og Guðríður Þorbjörg Valgeirsdóttir.

Flottar fimm Emblur á þingi á Akureyri í maí 2013

Viðurkenningar og þakklætisskjöl

Lionsklúbbar fengu viðurkenningarskjal fyrir að hafa tekið þátt í söfnun fyrir augnlækningartækjum á Landsspítalann.   MD 109 Lions á Íslandi fékk styrk frá LCIF alþjóðlega hjálparsjóðnum okkar sem er stoltið okkar og stóra regnhlífin okkar.  Klúbbar hér á landi styrktu verkefnið til jafns við styrkinn sem við fengum frá LCIF.

Sjáið þið Emblur, við tókum þátt og stóra Lionshjartað okkar slær stolt.

Kristín fékk viðurkenningu frá Wane Madden alþjóðaforseta og Umdæmisstjóranum okkar Guðmundi Helga.

 

 

Arnarstaða JAKI sigraði í Ljósmyndasamkeppninni - Guðríður Valgeirsdóttir ljósmyndarinn tók við viðurkenningarskjali - og Jakinn er lagður af stað til Hamborgar í alþjóðlegu keppnina.

Til hamingju Guðríður - við erum stoltar af þér Emblurnar

 

 

 

Með bók í hönd - jafnvel út á götu  ( tengt lestrarátaksverkefninu okkar )

Eigum von á að fá fleiri myndir sendar á okkur sem við setjum inn á vefinn jöfnum höndum.  Endilega flettu upp á okkur og sjáðu hvað bætist við.   Vonandi eitthvað nýtt á hverjum degi cheeky

Leiðbeinendur í gjaldkeraskóla og aðrir Lionsfélagar. - Guðríður á svæðisstjóraskólanum.

Fleiri myndir úr skrúðgöngu

Skrúðganga                                                              Bæjarstjóraboð.

Kristín og Kiddi í Bæjarstjóraboði

Það sannast alltaf að margar hendur vinna fislétt verk.

Heima er best.

Enn streyma að myndir

 

 

 

 

 

Ein svipuð en stærri og betri af Emblunum að undirbúa skrúðgönguna.

Og er ekki þetta hann Daníel á vinstri vængnum við okkur ?

Glæsilegir Emblueiginmenn og Lionsfélagar á Lokahófinu - Gunnar og Guðmundur.

Emblur í sínur fínasta pússi á lokahófi, Guðríður, Dagrún og Kristín.

Þetta varð óvænt og skemmtilegt stefnumót, sem við skiljum nú kannski betur eftir að við erum búnar að hlusta á Emblukórinn frá upphafsárinu.

Kristján, Guðríður, Daníel og Halldór Svavarsson voru við stjórnvölinn í Fjölumdæminu okkar þegar Emblur voru stofnaðar 1989 og er oft minnst á þessa herramenn í röðum stofnfélaga okkar.

Kristín formaður fékk að vera með á mynd, þarna kemur

Akrureyrarkirkja skemmtilega út eins og kóróna á mér .

 

 

 

 

 

 

Vorfundur Lionsklúbbsins Emblu var haldinn síðasta vetrardag 24. apríl 2013

Við hittumst á Hótel Eldhestum í Ölfusi fengum þar þríréttaðan kvöldverð og gistum.

Héldum formlegan fund fyrir kvöldmatinn.  Formaður veitti viðurkenningar fyrir vel unnin störf og frumfluttur var nýr texti  "Vorsöngur" eftir Sigurbjörgu Hermundsdóttur.

VORSÖNGUR:                                                                   

Við Emblurnar á lokafundi

leikum okkur saman.

Tölum hátt, syngjum dátt

og höfum mikið gaman

Sýnum það í verki að vinsælar við erum.

Að styðja skjólstæðingana.

Af heilum hug það gerum.

-----------------------------------------------------------

Allar saman erum við með

okkar mörgu bresti

Ánægðar í sjón og raun,

með okkar traust og hugarfesti.

Að tryggja okkar lið með Lions,

langar okkur öllum.

Tökum á því skálum fyrir

Okkar góðu köllum.

-------------------------------------------------------------

 

Þessi fundur  var svo í höndum á Útivistar - og skemmtinefnd.  Takk fyrir mínar kæru nefndarkonur.

Haldin var tískusýning á brúðarkjólum klúbbfélaga, leikþáttur, sungið við undirleik Baldurs og margt margt fleira gert sér til skemmtunar.

Munda og Ragnheiður, Sirrý K og Dagrún, Bíbí og Stína, Sirrý K, Elín A, Ragnheiður Ágústs og Sirrý M.

Kristín, Sirrý K, Elín Arnolds og Bubba -  Sigrún og Bíbí brosa sínu blíðasta smiley

heartheartheartheartheartheartheartheartheartheartheartheart

HJARTAHEILL Á SUÐURLANDI

   Við fengum beiðni konurnar í klúbbnum að selja merki fyrir Hjartaheill á Suðurlandi.   Eins og alltaf þá segjum við strax JÁheart.   Haft var samband við Ragnheiði okkar Ágústsdóttir sem kom tengingunni á eins og skot.   Við sinntum þessu verkefni í nokkra daga, seldum merki fyrir Hjartaheill í Krónunni og í anddyri Bónus og Hagkaupa á Selfossi.   Við fengum góð sölulaun vegna þessa verkefnis og ákváðum í framhaldi af því að bjóða formanni Hjartaheilla á Suðurlandi á fund til okkar  þann 12 mars. og afhentum samtökunum kr. 150.000 í styrk í söfnunarverkefnið þeirra.

   Merkjasölukonurnar okkar.

  

broken heartcryingbroken heartcryingbroken heartcrying

 

Kvennaathvarfið

 

 

Við erum svo heppnar að eiga góða félaga í klúbbnum okkar, sem sinna líka öðrum störfum og öðrum sjálfboðaliðastörfum heldur en að vera í Emblu.

Ein af okkar félögum er búin að vera í stjórn Kvennaathvarfsins og vakti athygli okkar á þeim málefnum.

Við ákváðum strax í haust að við myndum í það minnsta kaupa eina tölu ( kr. 1.000 stykkið ) pr. félaga í klúbbnum.  Á vordögum eða þann 9. apríl fengum við Sigþrúði Guðmundsdóttur frá Kvennaathvarfinu til að koma á fund til okkar og fræða okkur.  Mjög svo fróðlegt erindi sem Sigþrúður hélt fyrir okkur - og líka mjög dapurlegt og sjokkerandi.   En þetta er allt satt sem hún sagði okkur frá og segir okkur enn og aftur hvað sterkur félagsskapur eins og við störfum í skiptir miklu máli, styrkir okkur, eykur vináttubönd á hverjum degi og við reynum svo sannarlega að standa eins og klettar við hlið hvor annarar ef eitthvað bjátar á í lífi okkar.

Ég fullyrði alltaf að við séum eins og gæsir í oddaflugi, skiptumst á að vera í forustunni, við skiptumst líka á ef eitthvað bjátar á, en finnum alltaf að allur hópurinn er þar að baki.

Við styrktum Kvennaathvarfið um krónur 50.000 og vorum stoltar af.

Kristín formaður og Sigþrúður Guðmundsdóttir frá Kvennaathvarfinu að taka á móti gjafabréfi og fána klúbbsins okkar.

Embludiskó - 16. mars 2013

Verið er að vinna myndband um þennan viðburð.

Alltaf jafn skemmtilegt og gefandi.

Útivistarfundur í Hveragerði 26. febrúar 2013 -  Göngutúr með jóga og kynning á stafsemi NLFÍ.

Útivistarnefndin okkar kærar kærar þakkir fyrir frábærann fund.

 

Lionsklúbburinn Úa varð 5 ára og Emblum var boðið í afmæli þann 11. janúar 2013.

 

 

 

 

 

Umdæmisstjórinn okkar Guðmundur Helgi Gunnarsson heimsótti okkur á fundi 8. janúar 2013

Guðmundur Helgi Gunnarsson umdæmisstjórinn okkar kom á fund til okkar 8. janúar 2013

Hann fræddi okkur um sjálfan sig, alþjóðaþingið sem hann sótti til Busan og hvatti okkur til dáða í starfinu.

Hann fræddi okkur líka um alþjóðaforsetann okkar og allt það helsta sem er í gangi í Lionsstarfinu um allan heim.

Við þökkum Guðmundi Helga fyrir góða heimsókn.

 

Þorrablótið okkar var að þessu sinni með mökunum okkar haldið í Eldhúsinu þann 1. febrúar 2013

Kæra skemmtinefnd kærar þakkir fyrir frábært Þorrablót.

Opinn fræðslufundur  um Ristilkrabbamein á Hótel Selfoss 12. febrúar 2013

Aðgangur ókeypis.   Sigurjón Vilbergsson, meltingasérfræðingur hélt þessa kynningu fyrir okkur og gerði það mjög vel.

Sjá betur á flipanum Sýnilegar á vef og í fjölmiðlum.

 

Jólafundurinn okkar sem við köllum Hungurfund var svo haldinn í Rauðakross heimilinu þann 11. desember 2012

 

Blóðsykurmælingar 23 nóvember og 26 nóvember

Sjúkraliðarnir okkar tilbúnir

Þetta var annað árið sem við tókum þátt í blóðsykurmælingum.    Fjöldi fólks var mældur og nokkrir fengu aðvörun um að fara í nánari skoðun.  Við erum ákveðnar að gera enn betur á næsta ári og munum þá auglýsa þetta þarfa verkefni betur.  Þann 27. nóvember mældum við blóðsykur hjá okkur sjálfum á venjulegum klúbbfundi og einnig blóðþrýsing.

Heimsókn til Lionsklúbbsins Rangá á Hvolsvelli

Rangárstelpurnar eru hetjur.   Þær buðu okkur Emblum á fund þann 22. nóvember.

Við fórum um í langferðabíl austur á Hvolsvöll þar sem þær tóku vel á móti okkur.

Í leiðinni voru þær að kynna nýjan félaga sem var nýbúinn að gefa út nýja prjónabók.

PRJÓNAFJÖR  OG ÞAÐ VAR BARA FJÖR OG GAMAN HJÁ OKKUR Á ÞESSUM SAMEIGINLEGA FUNDI.

Embludiskó í Tryggvaskála þann 17. nóvember

 

Guðrún Björt Yngvadóttir og Jón Bjarni Þorsteinsson komu í heimsókn til okkar á fund þann 13. nóvember

Það var mjög fróðlegt og skemmtilegt að fá þau heiðurshjónin Guðrúnu Björt og Jón Bjarna í heimsókn

Við þökkum þeim kærlega fyrir komuna á fundinn til okkar og fyrir allt sem þau sögðu okkur frá.

 

Sí Síinn okkar  Fjölumdæmisstjórinn okkar ( CC ) Kristinn Kristjánsson kom á fund til okkar þann 23 október 2012

Lions Quest kynning í höndum Magnúsar Magnússonar á fundi þann 9. október

 

 

Lions Clubs International News
Connect with Us Online
Twitter