Meetings
Members

Helstu verkefni Lionsklúbbs Þorlákshafnar

Líknarverkefni

Klúbburinn styrkir ýmis málefni sem varða samborgara okkar.

Árviss samfélagsverkefni

  • Tíundu bekkingum í Grunnskóla Þorlákshafnar eru veittar viðurkenningar fyrir námsárangur í Íslensku í lok hvers skólaárs. http://skolinn.olfus.is

 

  • Aðstoð við jólasveina á aðfangadag.

 

 

 

 

 

  • Aðstoð við þrettándabrennu.

 

 Umhverfisverkefni

Hreinsun rusls meðfram þjóðvegunum út frá Þorlákshöfn. Alls eru hreinsaðir um 80 km af vegköntum á hverju vori.

 

Skógræktar- og landbótarverkefni

 

Lkl Þorlákshafnar hefur lagt ríka áherslu á landgræðslu og eitt af fyrstu verkefnum klúbbsins var að hefjast handa við að græða upp Þorlákshafnarsandinn ofan við bæinn. Klúbburinn hafði frumkvæði að því að nota lúpínu við uppgræðsluna og þótti það mikil bjartsýni á þeim tíma. Árangur þessa starfs má sjá á lúpínubreiðunum meðfram þjóðveginum og víðar. "Skýjaborgir" er svæði vestan við gatnamót Eyrabakka- og Þorlákshafnarvegar, sem klúbburinn hefur verið að rækta upp á undanförnum áratugum. Þar má sjá fjöldan allan af trjáplöntum og stóra grasflöt. Vegagerðin hefur komið þar upp áningarstað með borði og bekkjum og þar fyrir ofan er fyrirtaks útsýnisstaður.

 

 

Alþjóðaverkefni hjálparsjóðs Lions, LCIF

 

Lionsklúbbur Þorlákshafnar er með framlagi sínu í Alþjóðahjálparsjóð Lionshreyfingarinnar þátttakandi í margvíslegum verkefnum og hjálparstarfi um allan heim. 

 

Lions Clubs International News
Connect with Us Online
Twitter